Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 74

Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 74
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 201874 Borgnesingurinn Trausti Jóns- son hefur í áratugi fylgst grannt með veðuröflunum, hluta hinnar „dauðu náttúru“ eins og hann kall- ar hana. Trausti, sem unnið hefur á Veðurstofunni alla sína starfsævi, hóf snemma að miðla veðurþekk- ingu sinni til landsmanna af nokkr- um lipurleik sem hafa fyrir vikið fylgst grannt með þegar Trausti veðurfræðingur segir frá. Með- fram veðrinu hefur Trausti unnið merkilegt starf við söfnun heim- ilda um íslenskra tónlistarsögu og lagt sig fram um að miðla því efni til almennings. Skessuhorn heim- sótti Trausta á Veðurstofuna nú á aðventunni og ræddi við hann um starfið og áhugamálin. Hrifnari af dauðu náttúrunni Veðuráhuginn hefur fylgt Trausta frá blautu barnsbeini og segir hann að áhuginn hafi læðst að honum mjög snemma. „Það var kannski óhjákvæmilegt. Það blasir mikið veður við í Borgarnesi, fjallið sést vel og ýmislegt í kringum það,“ greinir Trausti frá og á þar við Hafnarfjall sem gnæfir yfir Borg- arfjörðinn. „Svo hef ég alltaf haft áhuga á náttúrufræði og þá frek- ar hinni dauðu náttúru heldur en þeirri lifandi. Innan hennar er veð- urfræðin, jarðfræðin, stjörnufræð- in og landafræðin. Síðan er meiri áhugi hjá mér þaðan yfir í sögu og eitthvað slíkt heldur en líffræði.“ Ekki var sjálfgefið að gangan um menntaveginn myndi liggja til veðurfræðinnar. „Ég fylgdist mjög náið með veðri og hafði ágætt veð- urminni sem unglingur en það var kannski ekkert ákveðið þannig séð að maður færi í veðurfræði í há- skóla. Maður fór í gegnum þessi náttúrufræðiefni í menntaskóla og ekki var margt sem kom til greina nema veðurfræði, jarðfræði og svo verkfræði og stærðfræði. Einhvern veginn varð veðurfræðin ofan á. Þá kom upp sú spurning hvert ætti að fara og kom til greina að fara til Bandaríkjanna á styrk. Það var skóli í Pennsylvaníu sem ég hafði áhuga á en síðan dróst staðfesting á því hvort ég fengi styrkinn. Þeg- ar staðfestingin kom var ég búinn að ákveða að skella mér til Nor- egs í staðinn. Svona ráða tilviljanir stundum för.“ Fjölbreytt störf á Veðurstofunni Trausti var við nám í Noregi nær allan áttunda áratuginn, fyrst í Osló en síðan í Bergen þar sem hann útskrifaðist með embættis- próf í veðurfræði árið 1978. „Leið- in lá svo beint á Veðurstofu Íslands og þar hef ég verið síðan. Ég hafði að vísu unnið einhverja sumar- mánuði meðfram námi á spástofu Veðurstofunnar á Keflavíkurflug- velli. Þetta var flugveðurstofa sem Veðurstofan hafði rekið í samstarfi við Bandaríkjaher og Alþjóðaflug- málastofnunina frá 1952. Eftir að ég var fastráðinn starfsmaður var ég á vöktum á þessari spástofu í nokkrar vikur en það hitti þann- ig á að henni var lokað árið 1979,“ segir Trausti sem kveðst feginn að hafa náð þessum kafla í sögu veður- athugana á Íslandi. „Það var geysi- leg flugumferð í gegnum Keflavík á fyrri hluta þessar tímabils en vél- ar millilentu þarna á leið sinni yfir Atlantshafið og þá aðallega á nótt- inni. Þetta lýsti sér kannski best í því að tveir veðurfræðingar voru á vakt á nóttinni og einn á daginn. Þegar ég var þarna 1979 var orðið mun rólegra. Síðan jókst umferðin aftur í seinni tíð,“ bætir hann við. „Fyrstu árin á Veðurstofunni var ég að hluta til í spám og daglegri úrvinnslu en færðist síðar yfir í rannsóknir. Um 15 ára skeið var ég í ýmsu yfirmannsstússi en á þeim tíma fannst mér ég fjarlægjast svo- lítið kjarna málsins í fræðunum. Það mæddi á manni í ýmsum mál- um sem komu upp, t.d. lentu snjó- flóðarmál ansi mikið á mínum snærum. Eftir skipulagsbreyting- ar 2003-2004 ákvað ég að hætta í þessu yfirmannsstússi og taka mig í gegn faglega. Nú sinni ég einkum veðurfarsrannsóknum og má kalla mig einhvers konar gagnahirði.“ Áratugir í sjónvarpinu Miðlun á fróðleik um veður hef- ur verið Trausta hugleikin í ára- tugi og hafa landsmenn gjarnan lagt við hlustir þegar Trausti stíg- ur fram á sviðið. „Það var svolít- ið merkilegt að þegar ég skilaði inn lokaritgerðinni minni í Berg- en sagði prófdómarinn að það eina góða við ritgerðina væri eiginlega hvað hún væri lipurlega skrifuð,“ segir Trausti í léttum tón en rit- gerðin var skrifuð á norsku. „Próf- dómarinn bætti því við að það væri best fyrir mig að huga dálítið að því, það er miðluninni. Ég undr- ast að hann skuli hafa sagt þetta en sennilega var ég betri að skrifa en ég áttaði mig á.“ Fljótlega eftir að hafa hafið störf á Veðurstofunni var Trausti byrj- aður að koma fram í Sjónvarpinu í veðurfréttum. „Það hitti svoleið- is á að Hlynur Sigtryggsson veð- urstofustjóri ákvað að hætta í sjón- varpinu sumarið 1979 á sama tíma og ég var að hefja störf. Það voru ekki allir sem vildu vera í sjónvarp- inu og því var laust pláss. Fyrsta útsendingin var í ágúst 1979 og var ég á skjánum alveg fram í októ- ber 2005. Ég var að vísu ekki sam- fleytt, tók nokkur hlé á milli. Allt í allt held ég að ég hafi verið sam- fellt í 16 ár í sjónvarpinu,“ segir Trausti. Á þeim tíma breyttust aðstæð- ur mikið í störfum veðurfræðings- ins, einkum spágögn og svo fram- setning veðursins á skjánum. „Spá- kortin voru á kassa eins og marg- ir muna eftir og voru kortin hand- teiknuð. Um tíma á níunda ára- tugnum vorum við fyrir fram- an bláan vegg en svo kom kassinn aftur. Svo hvarf hann endanlega á tíunda áratugnum þegar núver- andi framsetningarmáti var tek- inn upp,“ bætir Trausti við. „Þegar ég byrjaði voru spár einungis fyrir einn dag og síðan var sýnt yfirlits- kort af Atlantshafi. Síðan breyttist þetta eftir því sem veðurgögn og tölvuspár urðu traustari.“ Blogg og tíst Eftir að sjónvarpsferlinum lauk hefur Trausti einkum einbeitt sér að bloggi sínu hungurdiskum og hefur hann birt þar um 3000 pistla um veður á síðustu átta árum. „Mér finnst bloggið þægilegt að því leyti að maður getur verið með langa texta. Ég er orðinn al- veg samviskulaus með það núorð- ið,“ segir hann en til skrifa hans er vitnað í fjölmiðlum og samfélags- miðlum nánast vikulega. „Hung- urdiskar eru einnig á Fjasbók (Fa- cebook) og Twitter. Ég er reyndar bara með tíst á Twitter ef það eru einhver met og ég þarf að koma á framfæri einhverju sérstöku til út- landa. Ég fylgist einnig vel með veðurtengdri umfjöllun á Twit- ter,“ bætir hann við en fjöldi veð- urfræðinga um heim allan tístir á Twitter. Trausti segir að það hafi alltaf verið hluti af hans störfum að veita upplýsingar um veður og hafi hann alltaf tekið símann til að svara fyr- irspurnum um ýmis veðurtengd efni. „Á seinni árum hef ég þó ekki verið að gefa út veðurspár sjálfur og hef látið Veðurstofunni alfar- ið eftir það hlutverk. Ég get hins vegar talað um veðurspár og veð- ur fortíðarinnar og borið saman veðrið í dag og þá.“ „Einhvern veginn varð veðurfræðin ofan á“ Trausti Jónsson veðurfræðingur tekinn tali Trausti Jónsson veðurfræðingur. Trausti kynnir dagskrána á afmælistónleikum móður sinnar sem fram fóru í Borgarneskirkju árið 2016. Ljósm. Oddný Kristín Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.