Heimsmynd - 01.03.1986, Side 60
Sækir Hrólfur sinfóníutónleika að staðaldri vegna áhuga á klassískri tónlist eða
sækir hann tónleikana vegna þess að það þykir menningarlegt (smáborgaraháttur)?
sannfæring leiðir hegðun þína ertu örugg-
ur með sjálfan þig. Þér finnst þú ef til vill
vera öðruvísi en aðrir, en hvorki meiri né
minni. Þegar hegðun þína mótast af
löngun til að verða hátt metinn, þá ertu
óöruggur með sjálfan þig og hefur
stöðugt á tilfinningunni að þú sért annað-
hvort meiri eða minni en aðrir. Lífs-
brautin verður þyrnum stráð. Sárs-
aukinn, niðurlægingin og vonbrigðin
verða óhjákvæmileg vegna þess að okkar
innri maður setur okkur mörk, sem
koma í veg fyrir að við náum því há-
stemmda marki að vera alltaf á toppnum.
Þeir sem sáu kvikmyndina Amadeus,
sem sýnd var hér á landi síðastliðið
haust, muna eflaust eftir tveimur aðal-
persónum myndarinnar, Mozart og Sa-
liéri. Þeir eru ágæt dæmi um menn, sem
sömdu tónlist af ólíkum ástæðum; Saliéri
til þess að verða hátt metinn og Mozart
af innri nauðsyn.
Seinni skilgreiningin á smáborgurum
gerir ekki ráð fyrir að einhver ákveðinn
hópur manna í þjóðfélaginu sé óhjá-
kvæmilega smáborgarar á öllum sviðum,
heldur að það leynist vottur af smáborg-
ara í okkur öllum, óháð því hversu miklir
háborgarar sumir kunni að vera. Eða
með öðrum orðum að allir falli í þá
gryfju einhvern tíma á lífsleiðinni, að
leyfa sjálfum sér og öðrum að ákvarða
verðgildi sitt og staðsetja sig á mæli-
kvarða. Það skiptir engu máli hvort nið-
urstöður slíkrar mælingar eru hagstæðar
fyrir viðkomandi eða ekki. Hagstæð mæl-
ing leiðir til þess að sá hinn sami er
ósköp sæll með sig og tekst að blekkja sig
í lengri eða skemmri tíma. Síðan kemur
efinn um eigið ágæti og viðkomandi fer
að ókyrrast, en venjulega gerist ekki ann-
að en að einstaklingurinn reynir að stað-
festa stöðu sína með einhverjum ráðum,
fer til dæmis í bókmenntir í háskólanum
því hann er svo ungur og efnilegur eða
byggir tvíbýli í Arnarnesinu því hann er
svo ríkur og duglegur. Síðan gengur allt
vel þangað til næsta tímabil efasemda
skellur yfir og þá þarf eitthvað nýtt til
staðfestingar á eigin stöðu. Afleiðingin
er vítahringur, sem leiðir til þess að
menn sökkva dýpra og dýpra í eigin smá-
borgarahátt eftir því sem tímar líða.
OFT LEYNIST SMÁBORGARI í HÁ-
BORGARA
Margir eru sáttir við þá hugmynd að
hægt sé að stimpla einstakling sem annað
hvort smáborgara eða háborgara út frá
því hversu verðmæt ytri einkenni hans
eru. Hugmyndin um verðmæti ytri ein-
kenna gefur okkur áþreifanlega viðmið-
un um hvernig beri að flokka fólk og
umgangast það. Auk þess er hægt að
afgreiða lífsmáta sinn og stöðu í samfé-
laginu með því að verða sér úti um þau
ytri tákn sem eftirsóknarverð þykja.
Sækir Hrólfur sinfóníutónleika að stað-
aldri vegna áhuga á klassískri tónlist eða
sækir hann tónleikana vegna þess að það
þykir menningarlegt (smáborgarahátt-
ur)? Enda þótt ytri einkenni eins og lífs-
stíll eða veraldleg gæði séu einatt lögð á
mælistiku og notuð til sjálfsupphafningar
eða minnkunnar, bæði af okkur sjálfum og
öðrum, er ekki öll sagan sögð. Sjálfsvirð-
ing, sátt við sjálfan sig og sálarró, byggja
ekki á mældum gæðum heldur hversu
trúverðug og sönn við erum í því sem við
gerum, bæði háu sem smáu.
Þótt einstaklingur fengi tiltölulega lága
einkunn út úr prófinu hér að framan
fengi hann virðingu sína og annarra væri
hann sjálfum sér samkvæmur. Annar ein-
staklingur með svipaða prófeinkunn og
sá fyrri en sem ekki stendur undir sjálf-
um sér og sveiflast á milli upphafningar
og minnkunnar, fengi líklega stimpilinn
smáborgari . Sá sem fengi háa einkunn
aftur á móti en væri samt ekki sáttur við
sjálfan sig, slyppi ef til vill undan smá-
borgarastimplinum en fengi háborgara-
stimpil í staðinn. Slíkur einstaklingur
byggi við stöðugt samviskubit og efa-
semdir um það að eiga slíkan heiður
skilið. Hann byggi ekki við sjálfsvirðingu
og vissi innst inni að virðing annarra fyrir
honum væri byggð á fölskum forsendum.
Annar einstaklingur með háa próf-
einkunn, sem er trúr sjálfum sér, hefur
bæði sjálfsvirðingu og virðingu annarra
og er ekki í þeirri hættu að vera stimplað-
ur sem smáborgari eða háborgari. Það er
erfitt að stimpla fólk sem vitað er að lifir
eftir innri sannfæringu og að því er virðist
í sátt við sjálft sig, Hegðun þess er aldrei
nógu áþreifanleg til þess að hægt sé að
fella viðkomandi undir þennan eða hinn
hattinn, til dæmis þegar einstaklingur
sem vitað er að tekur gjarnan málefna-
lega afstöðu í stjórnmálum án þess að
vera flokksbundinn og aðrir velta vöng-
um yfir því hvar honum verði í flokk
skipað. Sálarró slíks fólks truflar oft vana-
bundna hugsun og hegðun annarra, set-
ur hana úr skorðum og gerir kröfu um ný
viðhorf.
Hins vegar er auðvelt að stimpla fólk,
sem metur sjálft sig út frá ytri einkenn-
um. Sh'kt fólk fær viðurnefni eins og smá-
borgari, uppskafningur, snobbari, kom-
mi, kapítalisti, uppi, (það er sá sem er á
uppleið), góður, slæmur ,gáfnaljós og
svo mætti áfram telja. Sá einstaklingur,
sem fær á sig einhvern svona stimpil get-
ur á vissan hátt sjálfum sér um kennt ef
atorka hans fer í það að sannfæra sjálfan
sig og aðra um að hann sé einmitt svona
en ekki hinsegin.
ERU ÍSLENDINGAR MEIRI SMÁ-
BORGARAR EN AÐRIRI
Þessari spurningu skulum við svara
með skilgreiningarnar tvær í huga. Eins
og áður hefur komið fram hafa allir
menn, burtséð frá þjóðerni, stétt, félags-
legri stöðu, kynþætti eða kyni, tilhneig-
ingu til þess að gera sig háa eða smáa.
Hjá sumum einstaklingum er þessi til-
hneiging meira allsráðandi en hjá öðrum.
Persónur slíkra manna fá á sig blæ óör-
yggis og þær sveiflast á milli lítils álits á
sjálfum sér og oftrúar. Þegar einstakl-
ingur er á valdi smáborgaraháttar (öll
upplifum við slíkt einhvern tíma á lífs-
leiðinni), er hegðun viðkomandi ótrú-
verðug og skortir innri sannfæringu. Ef
smáborgaraháttur er allsráðandi í lífi ein-
hvers skapast vandamál, sem leiða alltaf
til óhamingju þes sem á í hlut. Óhamingj-
an birtist í mörgum myndum, til dæmis
alkóhólisma, og smitar út frá sér til ná-
60 HEIMSMYND