Heimsmynd - 01.03.1986, Qupperneq 80

Heimsmynd - 01.03.1986, Qupperneq 80
Ungt fólk á aldrinum 18 til 25 ára gæti flokkast undir það sem síðar yrði kallað ‘86-kynslóðin. Er eitthvað í fari ungu kynslóðarinnar sem gefur tilefni til að hún hljóti síðar meir slíka nafngift? Upp- reisnarhugur ‘68-kynslóðarinnar, brott- hvarf frá hefðbundnum gildum og róttæk leit að nýjum 20. aldar lifnaðarháttum og hugsunarhætti, framaleit uppannna og áhersla á aukna fagmennsku í sívaxandi samkeppni, eru dæmi um kynslóðir sem þykja hafa tileinkað sér alveg sérstakt gildismat og lífsstíl og hlotið sérstaka nafngift fyrir vikið. Hefur unga kynslóð nútímans tileinkað sér lífsviðhorf það frá- brugðið sér eldri kynslóðum að ný kyn- slóðanafngift sé í uppsiglingu - ‘86 kyn- slóðin? Ef svo er, af hverju hafa viðhorf ungs fólks breyst og hvernig endurspegl- ast þau í breyttu gildismati og lífsstíl? Hópaskipting fór að vera mjög áber- andi meðal ungs fólks á árunum 1978 til 1980. Helstu öfgarnir birtust í tískustefn- um sem voru kallaðar pönk og diskó. Þungarokk og nýbylgja fór síðan að sækja mikið á. Hverri stefnu fylgir ákveðinn lífsstíll og heimspeki sem endurspeglast í þeirri tónlist er þær hafa verið kenndar við. Áhangendurnir hlutu nafngiftir í takt, pönkarar, diskólið, þungarokkarar og nýbylgjugengi, sem jafnframt gengu undir heitum eins og kúltúrsnobbarar, menningarvitar og fleira í þeim dúr. í kringum þessar stíl- stefnur mynduðust ákveðnir hópar og skopmyndum hefur verið brugðið upp af uppáhaldsmanngerð hvers: Diskó: Snyrtilegt, gjarnan mokkasíur og klæðn- aður úr dýrari verslunum borgarinnar. Hœgrisinnar og frjálshyggjufólk. Þunga- rokk og pönk: skilin á milli stundum óglögg. Leður, gaddar, ermalausir bolir, gjarnan svartir, hermannastígvél og snjáðar gallabuxur. Þungarokkarar eru oftast með sítt hár á móti litríkri snoð- kippingu pönkara, telja sig gjarnan stjórnleysingja eða byltingarsinna. Ný- bylgja: Oddmjóir skór, gömul föt eða nýstárleg snið, óhefðbundin fata- og litasamsetning. Jafnaðar- eða hófsamir vinstrimenn, húmanistar eða jafnvel ópólitískir. Það eimir enn eftir af þessum stílstefn- um en þær hafa runnið saman og verið brotnar upp. Stílstefnur gærdagsins eru með öðrum orðum orðnar almennar og ekki einn þröngur hópur sem einokar þær, heldur margir. Hver þeirra hefur tileinkað sér stef úr ýmsum áttum, bæði gömul og ný, breytt og bætt. Útkoman er sú ótrúlega fjölbreytni sem einkennir lífsstíl ungs fólks. Það þarf ekki annað en að líta rétt í kringum sig til að sannfærast. Sítt eða stutt hár, víðar eða þröngar bux- ur, glansandi, einlitar eða skræpóttar skyrtur, stutt eða síð pils... „Eiginlega má segja að að mín kynslóð sýni and- hverfu fyrri kynslóða" segir Bergdís Ell- ertsdóttir, sem stundar nám í stjórnmála- fræði við Háskóla íslands. „Fyrir svona tíu árum var ungt fólk mjög einsleitt og meiri áhersla á nýstárlega hegðun. Mér finnst nýstárlegt útlit og einsleit hegðun meira áberandi núna. Þrátt fyrir þá fjölbreytni sem blasir við hinum almenna vegfaranda, þá er enn nokkuð ákveðin hópaskipting meðal ungs fólks. Peir hópar, sem aðhyllast virkt menningarlíf og hafa tileinkað sér það sem flokkast undir framsækinn lífs- stíl eru áberandi. Þeir eru jafn mismun- andi og þeir eru margir og virðast óhikað stefna hver í sína átt. Stúdentaleikhúsið, hljómsveitin Kukl, súrrealistar í Medúsu og þúsundþjalasmiðirnir í Oxzmá eru dæmi um fulltrúa mismunandi hópa. Peir mæla sér gjarnan mót á Café Gesti, sem er lítill staður á Laugaveginum, þar sem hvert rúm er þéttsetið á kvöldin. Um helgar getur þar oft að líta ýmsar uppá- komur á litlum palli í einu af mörgum hornum staðarins. Þar syngur Stein- grímur Másson eða bara Dúi, sem lék í uppfærslu Stúdentaleikhússins á söng- leiknum Ekkó-guðirnir ungu, svartlitað- ur í framan við kröftugan undirleik tveggja hljóðfæraleikara. Þór Eldon, liðsmaður í Medúsu og ljóðskáldið Þorri leiða saman hesta sína og flytja það sem Jón Óskar, heimspekinemi við Há- skólann nefnir hugvíkkandi tónlist. í skuggsýnu umhverfinu slær fólk með fæti eða höfði taktinn við ákveðna tónlistina, dreypandi á rauðvíni. Frumleikinn er í algleymingi og endurspeglast í óhefð- bundinni fata- og litasamsetningu í anda nýbylgjunnar og áhrif pönksins og þunga- rokksins eru jafnvel ekki langt undan. Fatnaður ungmennanna virðist í flestum tilvikum vera frá verslununum Flónni og Kjallaranum. Einn Gestanna, en svo eru þeir stundum nefndir sem sækja þennan stað, segir flesta þarna leggja áherslu á að vera öðruvísi, kannski það mikla að „maður í hefðbundnum jakkafötum myndi skera sig úr eins og neonljós í myrkri, sökum frumleika.“ Um miðnætti grisjast hópurinn og stefnan er tekin á dansstaði. Leiðin ligg- ur helst á Roxy, sem er arftaki skemmti- staðar sem áður hét Safarí og Borgina „en eftir að Roxy opnaði, ber ef til vill meira á háskólaborgurum og mennta- fólki á Borginni“ að sögn ungs háskóla- nema, en á þessum stöðum er „ekki spil- að skallapopp" eins og einn dansarinn á Borginni tók til orða. Á hinn bóginn eru hópar, sem leita ekki fanga á menningar- sviðinu heldur hafa þótt keimlíkir hinum svonefndu uppum eða ungu fólki á framabraut. Þeir eru einnig mismunandi en borgaralegur lífsstíll nokkuð einkenn- andi. Þetta fólk sést helst á dansstöðum eins og Hollywood, Broadway eða Kreml, sem kom nýlega í stað dansstað- arins Óðals við Austurvöllinn. „Ég hef heyrt talað um fólk, sem sækir til dæmis Kreml og Hollywood, sem tískusýningar- dömur með strípur og glingur og uppa- drengi, heildsalasyni, verðandi tölvu- og viðskiptafræðinga sem aka um á fínum bílum séu þeir ekki að skemmta sér“, segir einn Kremlverjanna. „Ég get varla talið mig tilheyra þessum hópi, en sæki hins vegar staðinn fremur en aðra því ég kann ekki við framúrstefnutónlist Avant garde - klíkunnar eða þungarokk. Auk þess sem mér finnst fólkið sem að- hyllist slíka tónlist fremur tilgerðarlegt sem og klæðaburður þess.“ Þrátt fyrir þessa hópaskiptingu eru mörk hópanna alls ekki skýr. „Það er mikil skörun á milli hópa, mikil hreyfing" segir ungur læknanemi. „Eigin- lega er það einstaklingurinn sjálfur, hans hugmyndaflug sem ræður. Mér finnst ríkja andúð á því meðal ungs fólks að allir séu í sama mynstrinu." Það eitt segir sá að aðskilji ungu kynslóðina nú frá eldri kynslóðum. Fjölbreytni er eink- unnarorð nútímans, segja margir. En ungt fólk á sér annan samnefnara en fjölbreytni sem þróun menntakerf- isins éndurspeglar: nýtt raunsæi og aukna efnishyggju. Menn nefna oft verðbólgu í sambandi við menntakerfið og segja stúdentsskírteinið hafa hrapað í verð- gildi. Mennta- og fjölbrautarskólum hef- ur skotið upp eins og gorkúlum og nem- endum í Háskóla íslands hefur fjölgað um þriðjung síðustu fimm ár, sem er margföld fjölgun íslendinga á sama tíma. Ungt fólk virðist ekki aðeins sækjast eftir menntun heldur virðist námsáhug- inn æ meir beinast í átt að hagnýtu námi. í framhaldsskólum fer þeim fækkandi sem leggja stund á málanám. „Menn telja sig einfaldlega litlu bættari að slíku námi loknu," segir ungur menntaskóla- nemi. Guðni Guðmundsson rektor við Menntaskólann í Reykjavík telur að æ strangari kröfur inn í ýmsar deildir Há- skólans skýri þessa þróun að hluta. „Þetta eru praktískir krakkar og þeir sjá því klókindin í því að fara í þær deildir menntaskólans, sem útiloka sem fæst síðar meir, þótt stærðfræðiáhuginn sé kannski ekki brennandi í andanum." Sama tilhneiging er ríkjandi í Háskólan- um. Sá fjöldi er leggur stund á verkfræði og raunvísindi hefur meira en tvöfaldast, fjöldi tannlæknanema næstum þrefald- ast, þótt deildin brautskrái ekki nema átta tannlækna á ári og fjöldi viðskipta- og laganema fjórfaldast. Það er engu lík- ara en að ungt fólk leitist við að gull- tryggja framtíð sína með því að leggja stund á nám, sem almennt er talið hagnýtt. Að sögn Stefáns Ólafssonar, lektors við Háskóla íslands, er skýringa á aukinni efnishyggju eða raunsæi að leita í þeim miklu efnahagslegu umskiptum, sem hafa átt sér stað á undanförnum áratug. „Við sem vorum ung fyrir svona tíu til fimmtán árum sjáum miklar breyt- ingar á gildismati ungs fólks. Það ber t 4 80 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.