Heimsmynd - 01.03.1986, Page 134

Heimsmynd - 01.03.1986, Page 134
Lafði Ottoline Morrell, samkvæmisdrottn- ing Lundúna. Ackroyd styðst við bréf henn- ar í í bókinni. í einu bréfi lýsir hún Eliot sem „dull, dull, dull“ - heldur leiðinlegum! englendinga. Hann kvartar undan því í einu bréfi að hann hafi ekki lengur nokk- ur tengsl við ameríkana eða samkennd með þeim en deildi jafnframt á heimskuna og tregðuna meðal englend- inga, sem honum þótti hafa hnignað mjög andlega. Honum var alltaf ljóst að hann var útlendingur, hann ræktaði þann eiginleika með sér, hann vildi halda fjar- lægð sinni og einangrun, hélt vinum sín- um í hæfilegri fjarlægð og hyllti „hinn sanna kulda, hinn harða kulda“ raun- verulegra listamanna. Ævisaga Ackroyds er töluvert afrek miðað við þær fáránlegu skorður sem honum hafa verið settar af fjölskyldu Eliots sem meinaði honum í krafti höf- undarréttar að vitna í útgefin verk Eliots nema í bókmenntafræðilegu samhengi og veitti honum engan aðgang að skjölum Eliots og óútgefnu efni. Þaö er álitamál hvort höfundarrétturinn sem upphaflega var hugsaður sem vernd gegn ræningjum sé ekki orðinn siðferðislega hæpinn þeg- ar eigendur hans eru farnir að stjórna því sem aðrir skrifa um verk höfundarins: menningarlega „á“ enginn The Waste land - það er sameign allra og hverjum ætti að leyfast að tjá sig um það sem honum sýn- ist. En þessi ótti Eliotanna við að Ackroyd færi að lesa einhverja svívirðu inn í ljós Eliots var með öllu ástæðulaus því hér er stunduð vönduð fræði- mennska. Hann leggur megináherslu á að lýsa hugmyndalegri þróun Eliots í samhengi við þjóðfélagshræringar og menningarsögu. Hann gerir lítið af því að tengja berlega saman ævi höfundar og ljóðagerð hans - að vísu heldur hann því 1 1f í ' T.S. Eliot heldur fyrirlestur í London í síðari heimsstyrjöldinni. Alla ævi ferðaðist hann uH og hélt fyrirlestra um skáldskap, heimspeki, trúmál og heimsmál. fram snemma í bókinni að þoka sú sem umlykur allt í ástaróði J. Alfred Paufrock sé þokan í St. Louis, staðhæfing sem hvorki er hægt að sanna né afsanna, og segir ekkert, en yfirleitt eru túlkanir hans lausar við þess háttar notkun á ljóðum sem heimildum um líf skáldsins. Hann hrekur til dæmis útbreidda skoðun um annan hluta The Waste land - a game of chess, að þar fari lýsing á Vivien og henn- ar taugabilun. Á ég...ætti ég...? - Líf Eliots ein- kennist af því að hann tekur allar ákvarð- anir með miklum erfiðismunum, hann veit aldrei hvenær hann á að hrökkva eða stökkva, hann var fram eftir allri ævi að velta því fyrir sér hvað hann ætti að taka sér fyrir hendur þegar hann yrði stór. Ákvarðanir sem vörðuðu allt líf hans tók hann í skyndi, og yfirleitt reyndust þær rangar, þannig rambaði hann til dæmis inn í sitt fyrra hjónaband sem reyndist með afbrigðum ófarsælt. Hann var á stöðugum flótta undan leiðindum, en þráði engu að síður tíðindaleysi hvers- dagslífsins. Hann sóttist eftir jafnvægi, reglu, klassíkisma í hugmyndum, ljóða- gerð og einkalífi - Haigh-Wood fjöl- skyldan stóð fyrir slíkt - en hann lenti í ringulreið, skáldskapurinn varð fyrir flestum myrkur þótt borinn væri uppi af skýrleika í hugsun, Haig-Wood fjöl- skyldan fullnægði honum engan veginn félagslega og sótti í bóhemískar lista- mannaklíkur. Rétt eins og borgin sem hann lýsti í The Waste land var lífið fyrir honum óraunverulegt, hverful ásýnd, og hann brást við því með því að vera sífellt að leika ólíkar rullur sem hæfðu hverjum aðstæðum. Þegar hann átti sem erfiðast uppdráttar í hjónabandi sínu veittu vinir hans því athygli að hann notaði á andlit sitt grænan farða til að gera sjálfan sig ennþá átakanlegri og brjóstumkennan- legri, hann var í hlutverki hins vansæla eiginmanns sem hann lék út í hörgul, en hver hann var bak við grímuna vissi aldrei neinn, það glitti aldrei í kvikuna undir. Sem fyrr segir: ævisögur frægra skálda vitna sennilega aðeins um eðlilega mann- lega forvitni, hlutverk þeirra er að svala henni og það getur þeim tekist ef höfund- ar seilast ekki of langt inn í vitund þeirra höfunda sem fjallað er um. Ævisögulega leikhúsið er nokkuð ann- að. Það er eitthvað óviðfelldið við það hvernig ýmsir höfundar samtímans ryðj- ast inn í einkalíf látinna manna, taka sér stöðu í því miðju, fara að kalla alla for- nöfnum og gæluyrðum, sýna þá í nið- urlægjandi aðstæðum með þá hugmynd að gunnfána að allir séu innst inni sömu meðalmennin, fara að kveða upp dóma á báðar hendur eins og einhver hæstiréttur í siðferðislegum efnum, eins og þeir hafi eitthvert umboð eða heilagan rétt til þess og guma síðan af sagnfræðilega traustri undirstöðu þegar í rauninni er aðeins verið að ráða af líkum, og skálda inn í eyður. Þeir höfundar sem áður nutu virð- ingar og barnalegrar dýrkunar mega nú una hlut tollheimtumannsins, en eitt verður ekki frá þeim tekið: þeir voru miklu betri höfundar en farísearnir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.