Heimsmynd - 01.04.1990, Side 11

Heimsmynd - 01.04.1990, Side 11
Og áfram á Olafur Ragnar að hafa að- varað ungu mennina. Hann minnti þá á slægð Jóns Baldvins þegar hann náði Bandalagi jafnaðarmanna yfir til sín á einni nóttu. Hann brýndi fyrir þeim hættuna á því að Jón Baldvin gæti klofið Alþýðubandalagið með sama hætti, náð hluta þess, eins og Birtingu, yfir til sín með ljúfum áformum og tekið allt heila galleríið yfir. Ólafur Ragnar hefur átt í erfiðleikum með flokksbræður sína í ríkisstjórn. Þeir Svavar Gestsson og Steingrímur J. Sig- fússon hafa reynst honum erfiðir í taumi en hann þarf einnig að vera í málsvari fyrir þá gagnvart hinum stjórnarflokkun- um. Svavar hefur verið æfur út af Birt- ingar-bramboltinu, en hvað gerist svo? Hann skynjar það að Nýr vettvangur gæti orðið afl í næstu þingkosningum og að Alþýðubandalagið er að klofna sem og að trúverðugur listi næst ekki fyrir borgarstjórnarkosningar. Hann virðist átta sig á því að það eru fáir valkostir í stöðunni og ef til vill heillavænlegast að ganga til liðs við Nýjan vettvang. Þannig gæti fulltrúi gömlu flokksklíkunnar, Svavar Gestsson, tekið óvæntan pól í hæðina á meðan Ólafur Ragnar Gríms- son einangrast og öll hans áform um nýja landvinninga daga uppi. Margir stuðningsmenn Birtingar og gamla kjarna Alþýðuflokksins eru tor- tryggnir á Nýjan vettvang en sjá sér samt ekki annað fært í stöðunni en að styðja þann lista sem kosið verður um fyrstu helgina í apríl. En nú eru þeir tímar þar sem atburðirnir taka eigin rás og ráðin af ráðamönnum. Framvinda þessara mála gæti orðið hröð og niðurstaða og úrslit óvæntari en nokkurn óraði fyrir í upp- hafi.D Hcettulegasta vopníð í veski konunnar er blóðrautt frá Astor

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.