Heimsmynd - 01.04.1990, Side 14

Heimsmynd - 01.04.1990, Side 14
milljónum króna 1988 og voru rúmlega fjögur prósent af því fé sem rann til kaupa á markaðsverðbréfum hérlendis. Árið 1989 jókst veltan í nær 700 milljónir og hlutfall hlutabréfa á fjármagnsmark- aði nær tvöfaldaðist. Hlutabréfamarkað- urinn er því orðin áþreifanleg stærð á ís- lenskum fjármagnsmarkaði og fer vax- andi. Fjöldi þeirra sem nýttu sér heimildina til skattfrádráttar vegna kaupa á hluta- bréfum var 900 til 1300 á árunum 1984 til 1988, en á síðasta ári er talið að hann hafi náð 3 þúsund til 5 þúsund manns. Þar hafði áhrif að skattafrádráttur vegna hlutabréfakaupa var hækkaður nokkuð umfram verðlagsbreytingar. Þannig gátu hjón, sem keyptu hlutabréf fyrir 230 þús- und krónur á síðastliðnu ári, dregið þá upphæð frá tekjuskattsstofni sínum og fá því tæpar 87 þúsund krónur endur- greiddar frá skattinum nú í sumar. Enda HEIMSMYND spurði Svanbjörn Thoroddsen, starfsmann Verðbréfamarkaðar íslandsbanka, hvort almenningshlutafélög væru sá kínalífselixír sem íslenskt atvinnulíf þyrfti að taka og þá væri því borgið. eru að engar hömlur séu á viðskiptum með hlutabréf, hlutafé lágmark tólf milljónir króna, hluthafar séu tuttugu og fimm eða fleiri, ársreikningar séu öllum aðgengilegir og að opið útboð fari fram á markaðsverði. í árslok síðastliðins árs voru þessi fyrirtæki orðin fjörutíu og eitt talsins. Því fer þó fjarri að öll þessi fyrirtæki séu raunveruleg almenningshlutafélag, þar sem hlutabréfin ganga kaupum og sölum. Hjá viðskiptavökum eru einungis átján hlutafélög skráð. Samanlagt mark- aðsverðmæti þeirra er í dag yfir 16 millj- arðar króna. Viðskipti með hlutabréf hjá verðbréfafyrirtækjum námu um 250 hafa aldrei jafnmargir íslendingar keypt hlutabréf og á síðastliðnu ári. í árslok beið fólk í löngum biðröðum hjá öllum helstu verðbréfasölum eftir því að kaupa hlutabréf. Sala verðbréfafyrirtækja á hlutabréfum nær þrefaldaðist milli ára og eitt helsta vandamálið var ónógt framboð. Á árinu voru tíu almennings- hlutafélög með hlutafjárútboð og seldu samtals ný hlutabréf fyrir 1300 milljónir króna. Fjöldi hluthafa í íslenskum al- menningshlutafélögum fer líka ört vax- andi. Samkvæmt upplýsingum frá ríkis- skattstjóra voru yfir 17 þúsund einstakl- ingar sem nutu skattafrádráttar vegna arðs af hlutabréfum árið 1988. En þá er kannski rétt að hafa í huga að hluthafar í Eimskipafélaginu einu eru yfir 13 þúsund talsins. Það er þó ekki skattahagræðið eitt sem veldur nýrri ásókn í hlutabréf. Ef svo væri hefði framboðið átt að aukast aftur strax eftir áramótin og verðið að falla. Svo fór ekki heldur hefur verðið stigið jafnt og þétt eftir áramótin og tala verðbréfasalar um hlutabréfahungur á markaðnum. Einn þáttur í því gæti verið að vextir á almennum skuldabréfum hafa á undanförnum tveimur árum farið lækkandi og almennt er búist við áfram- haldandi lækkun á þeim markaði í kjöl- far núlllausnar kjarasamninganna. Er- lend reynsla sýnir að verð hlutabréfa hækkar þegar vextir skuldabréfa lækka og öfugt þegar vextir fara hækkandi. Hin ástæðan gæti verið sú að eigendur hluta- bréfa gætu verið að bíða eftir aðalfund- um þar sem tekin er ákvörðun um arð- greiðslur og jöfnunarbréf og hagur fyrir- tækja og afkoma gerð opinber. Þeir sem eru að leita eftir ávöxtun fjár síns í hluta- bréfum ættu að öðru jöfnu að gera upp hug sinn á grundvelli þeirra upplýsinga sem þannig fást. Á því er hins vegar eng- inn vafi að á bak við þessa miklu og óvæntu uppsveiflu á hinum litla íslenska hlutafjármarkaði býr hörð og hatrömm barátta um völd og áhrif sem nú er í fyrsta sinn að brjótast opinskátt fram í þessu formi hér á landi. Auðvitað er ekki hægt að jafna þessu við þann yfir- tökufaraldur á fyrirtækjum, með eða án vilja stjórnenda þeirra, sem hefur ein- kennt þennan áratug í Bandaríkjunum og á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum, en þó virðist þetta endurspegla sömu viðhorf og þar hafa verið að verki. umræðunni um almenningshlutafé- lög og hlutabréfamarkað virðist þess viðhorfs stundum gæta að lausn á fjárhagsvanda margra fyrir- tækja sé sú að breyta fyrirtæki í al- menningshlutafélag. HEIMSMYND spurði Svanbjörn Thoroddsen, starfsmann Verðbréfamarkaðar ís- landsbanka, hvort almenningshluta- félög væru sá kínalífselixír sem ís- lenskt atvinnulíf þyrfti að taka og þá væri því borgið. „Nei,“ sagði Svanbjörn, „svo þarf alls ekki að vera. Þetta er lausn sem sums staðar á við og annars staðar ekki. í fyrsta lagi gera hluthafar arðsemiskröfu til hlutafjár, rétt eins og lánastofnanir gera kröfu um vexti af sínu lánsfé. Hlutafé er því ekki ódýrt fé. í öðru lagi er það ekki auðfundið fé. Sumir virðast halda að með því að auglýsa upp fyrir- tæki og bjóða hlutabréf þess til sölu muni hinn svokallaði almenningur rjúka til og kaupa hlutabréf óháð því hvernig fyrirtækið er verðlagt, fjárhagsstöðu þess og framtíðarhorfum. Slík sjónarmið hljóta að byggja á vanþekkingu og van- mati á dómgreind almennings. Almenn- ingur sækist eftir hlutabréfum rótgróinna fyrirtækja - fyrirtækja sem hann þekkir, veit að eru fjárhagslega sterk og vel stjórnað. Það er hins vegar mikilvægt að fyrir- tæki eigi þess kost að afla fjár á skilvirk- um hlutabréfamarkaði og geti þannig styrkt eiginfjárstöðu sína með auknu hlutafé í stað þess að geta einungis aflað fjár með lántöku. Sterk eiginfjárstaða þýðir að fyrirtækin eru betur í stakk búin til að mæta skakkaföllum og standa af sér mótbyr þegar harðna tekur í ári. Þetta er ekki síst mikilvægt hjá okkur ís- lendingum, sem búum við óstöðugt at- vinnulíf, mikla óvissu og öfgakenndar sveiflur.“ Pú talar um „skilvirkan hlutabréfa- markað". Nú eru fjörutíu og eitt fyrirtæki sem uppfylla skilyrði skattstjóra um al- menningshlutafélög, en verðbréfamark- aðirnir skrá aðeins og versla með hluta- 14 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.