Heimsmynd - 01.04.1990, Síða 20

Heimsmynd - 01.04.1990, Síða 20
HUGSJONAMAÐUR EÐA BRAGÐAREFUR? Magnús Hreggviðsson aðaleigandi Frjálst Framtaks og Fróða ht. nokkru leyti að liggja í því að verulegar úttektir Frjáls framtaks hjá viðskiptaaðil- um með byggingarvörur séu greiddar með auglýsingum í tímaritunum. Auglýs- ingarnar koma þá að hluta á móti kostn- aðarverði byggingarvaranna og er þetta þá ekki ólíkt þeim auglýsingadílum, sem Stöð 2 hefur orðið kunn fyrir. Ef þetta er rétt, er hagur þessara tveggja fyrir- tækja, Fróða hf. og Frjáls framtaks hf., samofnari en svo að formbreyting ein nægi til að skilja á milli þeirra. Að lokum er rétt að taka fram að allir rekstrarreikningarnir eru án fjármagns- liða og því nokkuð óljóst hvað má lesa út úr þeim um raunverulegan hag fyrirtæk- isins, svo mjög sem fjármagnskostnaður hefur sligað hvert fyrirtækið af öðru síð- ustu árin. Þessi samantekt leiðir að sjálfsögðu ekkert misjafnt í ljós um starfsemi þess fyrirtækis sem nú er að hefja göngu sína undir hinu nýja nafni Fróði hf., enda ekki tilætlunin. Einungis var meiningin að kanna þá staðhæfingu ýmissa aðila á verðbréfamarkaðnum að Fróði hf. væri skólabókardæmi um hvernig ekki skyldi standa að stofnun almenningshlutafé- lags. Til þess bendir í fyrsta lagi sú tregða sem upphaflega var á því að reikningslegar upplýsingar lægju fyrir, aðgengilegar fyrir alla, og tilraunir til þess að stimpla þær sem trúnaðarmál sem ekki mætti fjalla um opinberlega. í öðru lagi er verðmætamat á slíku fyrir- tæki slíkt álitamál að mun heppilegra hlýtur að teljast að slíkt mat hefði farið fram á vegum óhlutdrægs aðila. I þriðja lagi má draga í efa að framlagðar upplýs- ingar séu nógu nákvæmar og réttar fyrir væntanlega fjárfesta að mynda sér skoð- un um arðsemi fyrirtækisins. Raunar skortir á að um þetta séu nákvæmar op- inberar reglur og eru þær nú að sögn Ei- ríks Guðnasonar í smíðum í Seðlabank- anum og verða væntanlega kynntar í vor. Á hitt ber líka að líta að ef kastað er til höndunum við stofnun almennings- hlutafélags, eða breytingu úr grónu fjöl- skyldufyirtæki yfir í slíkt félag, hittir það náttúrlega félagið sjálft fyrir með lækk- andi gengi á hlutabréfunum á markaði. Þessi markaður er hins vegar enn svo nýr af nálinni að ekki veitir af að til allra hluta sé vandað eftir bestu getu til þess að á honum skapist almennt traust og sú skoðun leggist af að það sé merki um að fyrirtæki sé í kröggum ef það ákveður að fara þessa leið til að tryggja rekstur sinn. Ofurtrú manna á að markaðurinn leið- rétti sjálfkrafa allar misfellur hefur þegar leitt til stórslysa, eins og í sambandi við Ávöxtun sf. Því verður ekki hjá því kom- ist að opinberir aðilar skapi markaðnum umgerð með nákvæmum reglum. Auk þess þurfa fyrirtækin að opna rekstur sinn miklu meira, birta reglulega milli- uppgjör og gefa upplýsingar um framtíð- arfyrirætlanir og almenn umræða í fjöl- miðlum um fyrirtæki og fyrirtækjarekst- ur að verða miklu ítarlegri. Þá verða góðu fréttirnar ekki síður áhugavert fréttaefni en það sem miður fer.D Hann býður okkur inn á skrif- stofu sína í Ármúla 18. Mað- urinn er Magnús Flreggviðs- son, einn umsvifamesti tíma- ritaútgefandi landsins, aðaleigandi Frjáls framtaks hf. útgáfufyrirtækis bóka og fimmtán tímarita meðfram byggingarstarfsemi og fast- eignasölu. Skrifstofan er sæmilega rúmgott hornher- bergi, sem snýr út að göt- unni, búin praktískum stál- húsgögnum, skrifborði, sófa, sófaborði, skjalaskápum og háu púlti í miðju her- berginu. Hann lætur þess getið að skrif- stofan sé nálega óbreytt frá því sem var þegar hann kom að fyrirtækinu fyrir sjö árum nema hvað púltið hafi fylgt sér. „Engu eytt í óþarfa hér,“ segir hann kímileitur. Hár maður, hæglátur, tág- grannur, andlitsdrættirnir skarpir, lið- lega fertugur að aldri. Hann bendir á púltið, segist hafa fengið brjósklos og orðið að láta smíða þetta púlt handa sér til að geta staðið uppréttur við verk sitt. „Ég var í fimmta bekk í Versló, nítján ára gamall, þegar ég byrjaði að reka fyrirtæki. Þá gengu í gildi strangari lög um bókhald og mun fleiri urðu bók- haldsskyldir og ég stofnaði lítið bók- haldsfyrirtæki. Ég rak þetta fyrirtæki svo meðfram námi í viðskiptadeildinni, var kominn með fimm manns í vinnu við endurskoðun, bókhald fyrirtækja og rekstrarráðgjöf og fasteignasölu að hluta; sá meðal annars um sölu á nokkr- um stórum eignum. Svo var það veturinn 1981 til 1982 að ég fékk brjósklos og átti í því um margra mánaða skeið, varð að skera niður mína vinnu um helming og gat því aðeins unn- ið að ég stæði við vinnuna. Þá í apríl bauðst mér að yfirtaka fyrirtækið Frjálst Framtak, eftir sex ára samfelldan tap- rekstur, sem árið áður nam þriðju hverri krónu sem inn kom. Ég sló til, sá þarna nýtt og spennandi verkefni, langaði að breyta til og þurfti þess vegna bakveik- innar. Ég yfirtók þarna átta tímarit, sem komu út í 40 tölublöðum á ári. f lok 1989 voru þau fimmtán í 140 tölublöðum, auk jólabókaútgáfu, direct marketing deildar- innar, Póstmarks og stórfelldra fast- eignaviðskipta. Ég hef átt 99,8 prósent hlutafjár í fyrirtækinu og systkini mín af- ganginn. Ég hef rekið fyrirtækið með hagnaði öll árin og vöxtur þess hefur verið geysilegur, eins og sjá má af því að það hafa verið keypt fimm fyrirtæki og þeim steypt saman. Jafnframt hefur fyrirtækið annast fast- eignastarfsemi og á núna meira en 4000 fermetra í atvinnuhúsnæði í tveimur hús- 20 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.