Heimsmynd - 01.04.1990, Side 25

Heimsmynd - 01.04.1990, Side 25
Framhjáhald verður œ algengara og eru sumir farnir að tala um það sem reglu fremur en undantekningu. Hvað veldur þessari aukningu? Hverjir eru það sem halda framhjá? Hvernig upplifir fólk framhjáhald hvort heldur það sjálft á í hlut eða makinn? Virðulegur maður á sextugsaldri situr í hvítum leð- ursófa. Það er kveikt á sjónvarpinu og við tækið sitja tvö börn. Þetta eru ekki hans börn og sófinn er honum líka framandi. Það er matmálstími, en eiginkonan unga er í líkamsrækt, börnin maula samlokur úr sjoppu og sjálfur hefur maðurinn leifar skyndibita á borðinu fyrir framan sig. Hon- um leiðist. Hann saknar þess rólega reglubundna heimilislífs sem hann hefur vanist undanfarin þrjátíu ár og ekki laust við að hann sakni líka konunnar sem deildi því með honum. En sú kona er horfin úr lífi hans eftir harkalegt upp- gjör. Hún hafði komist að sambandi hans við ungu konuna sem nú er eiginkonan. Það samband hafði staðið í tæpt ár og upphaflega aðeins átt að vera krydd í tilbreyting- arsnauðan hversdaginn. En það varð ekki aftur snúið. Og nú stendur hann frammi fyrir því að allt hans líf er úr skorðum gengið. Allar venjurnar sem skapast höfðu á gamla heimilinu eru úreltar og passa ekki inn í það líf sem lifað er á heimili ungu konunnar. Hann lifir í stöðugum ótta um að verða hall- ærislegur í hennar augum og hamast við að halda sér í formi andlega og líkamlega. Félagsleg staða hans hefur líka breyst eftir FRIÐRIKU BENÓNÝS

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.