Heimsmynd - 01.04.1990, Qupperneq 29

Heimsmynd - 01.04.1990, Qupperneq 29
bannorð. Spenna er boðorð númer eitt tvö og þrjú og krafan er spennandi og tilbreytingaríkt líf með kynferðislegum flug- eldasýningum alla daga ársins. Slík spenna er yfirleitt ekki til staðar í hjónaböndum sem staðið hafa lengur en eitt til tvö ár og því er eðlilegt að leitað sé út fyrir veggi heimilisins eftir fullnægingu spennuþarfarinnar. Hræðslan við alnæmi virðist ekki hafa nokkur áhrif í þá átt að minnka framhjáhald og ung stúlka sem fjármagnar eiturlyfjaneyslu sína með vændi segir að fyrir marga miðaldra menn sé það aðalkikkið að hún skuli vera dópisti. Pað þarf ekki að sækja skemmtistaði borgarinnar mikið til að sannfærast um það að framhjáhald virðist vera regla frekar en undantekning hjá því gifta fólki sem þá sækir. Yfirleitt heldur fólk sig þó á mottunni ef makinn er með í för, en ef eiginkona eða eiginmaður þarf að skreppa til útlanda eða út á land, er stokkið af stað í leit að spennu. Ung kona sem búin er að vera fráskilin í tvö ár segist þrisvar hafa stofnað til kynna við karlmenn sem henni leist á á ákveðnum skemmtistað og í öllum tilfellum hafi komið í ljós eftir að hún hafði hitt þá í tvö til þrjú skipti að þeir voru giftir menn, sem leiddist á meðan konan var í útlöndum. Konur eru ekkert frábrugðnar að þessu leyti, en annaðhvort eru þær lúmskari eða karlmennirnir sem þær leggja lag sitt við þagmælskari því slík mál komast mun sjaldnar í hámæli. Mörgum finnst tiltölulega saklaust þótt makinn sofi hjá ein- hverjum öðrum í eitt og eitt skipti, en þó er mun algengara að fólk brotni saman, finnist sér vera hafnað og leiti orsakanna í eigin ófullkomleika fremur en makans. Reiðin sem fólk finnur fyrir beinist yfirleitt ekki að makanum fyrst og fremst heldur þeim sem hann hefur verið með, sérstaklega hjá konum. Það er ennþá algeng goðsögn að karlmaður sé varnarlaus gegn konum sem á hann leita og því ekki við hann að sakast þótt hann falli fyrir freistingunni. Sumir grípa til þess ráðs að hefna sín með því að halda framhjá sjálfir og þá er kominn upp víta- hringur sem oft getur reynst erfitt að rjúfa. Virðingin fyrir makanum minnkar og oft endar þetta með því að annar hvor aðilinn verður ástfangin af einhverju viðhaldinu og hjónin skilja. Á meðan mesti ástarblossinn lifir í nýja sambandinu leggur fólk allt framhjáhald á hilluna, en svo tekur grámi hversdagsins við og þá fara augun ósjálfrátt að leita að nýju viðfangi. . . SJÖ ÁRA TAUGASPENNA „Þetta er rosalega erfitt og mikil taugaspenna, en í mínu til- felli var það þess virði,“ segir rúmlega fertug gift kona sem nýlega sleit ástarsambandi við giftan mann sem staðið hafði í sjö ár. „Við byrjuðum að vera saman í ferð sem farin var á vegum vinnustaðarins og auðvitað stóð ekki til að það yrði neitt meira. En eftir að við komum heim héldum við áfram að hittast og þetta þróaðist uppí ástar og vináttusamband sem stóð í sjö ár. Maðurinn minn er mikið á ferðalögum vegna vinnunnar og það gerði okkur auðveldara fyrir, því við gátum hist heima hjá mér. Við elskuðum hvort annað og gerum kannski enn, en aðstæður okkar eru þannig að það er ekki hlaupið að því að skilja. Við reyndum auðvitað að leyna þessu, en það er erfitt að fela neitt í þessu kunningjasamfélagi og síðustu tvö árin vissi konan hans af þessu. Maðurinn minn veit held ég ennþá ekki neitt, að minnsta kosti hefur hann aldrei minnst á það. Börnin mín vissu auðvitað af þessu og urðu mér mjög reið, en það er bara eitthvað sem maður verð- ur að taka. Eiginlega var þetta eins og annað hjónaband, nema hvað við losnuðum við að upplifa alla þessa leiðinlegu smámuni sem fylgja sambúð. Ég veit að flestir sem vita þetta eru afskaplega hneykslaðir á okkur, en mér er alveg sama. Þetta var stóra ástin í mínu lífi og ég sé ekki eftir neinu. Eg held líka að þrátt fyrir allar þær hörmungar sem það hefði haft í för með sér hefði hjónaband hans ekki enst svona lengi ef okkar samband hefði ekki komið til. Konan hans hringdi í mig fyrir rúmu ári og leitaði ráða hjá mér til að bjarga hjónaband- inu og ég sagði henni hvað mér fyndist hún gera rangt. Eftir það hafa þau verið að vinna að því að byggja upp sitt samband Framhjáhald og skilnaður viðskiptajöfursins Donalds Trump hafa verið forsíðuefni erlendra blaða og tímarita að undanförnu. Hér er hann með eiginkonunni Ivönu og svo ástkonan, fyrirsætan Marla Maples. Fjörutíu prósent giftu kvennanna létu elskhugana koma heim til sín þegar eiginmaðurinn var ekki heima. Stolnar stundir gefa spennu og rómantík sem kannski er ekki lengur til staðar í hjónabandinu. HEIMSMYND 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.