Heimsmynd - 01.04.1990, Page 35

Heimsmynd - 01.04.1990, Page 35
Ekki er langt síðan litið var á Sovétríkin og fylgiríki þeirra sem einsteinung, óbreytanlega og órjúfanlega heild sem ekkert fengi haggað. Þá var Mikhail Gorbatséff bætt út í þá fjölbreyttu blöndu þjóðerna, trúarbragða, siðmenningar og mismunandi atvinnuhátta sem rúmast hefur undir ægivaldi alráðs Kommúnistaflokks. Og það byrjaði að ólga, krauma og sjóða í deiglunni. Nú síðast hefur Litháen lýst yfir fullu sjálfstæði sínu. Önnur ríki hóta að fylgja í kjölfarið. Er sovéska heimsveldið að liðast í sundur? Tekst Gorbatséff að halda því saman? Með samningum og samkomulagi? Með beitingu hervalds og ógnarstjórn? Hver er hann, maðurinn sem æðstu stofnanir Sovétríkjanna eru nú að veita víðtækara vald en áður hefur verið formlega saman komið í höndum eins manns? Og konan sem heldur í hönd honum?

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.