Heimsmynd - 01.04.1990, Side 67

Heimsmynd - 01.04.1990, Side 67
Ingileif, elsta barnið, með Geir litla sem dó kornungur og Áslaug með Ingileifi og Björn. ar Jónsson í Smára í Eimreiðinni og sagði hann að í gamla daga hefðu verið margir geðþekkir húmanistar meðal pen- ingafólks sem gaman hefði verið að leita til um aðstoð við listastarf. Nefndi hann fyrstan til sögu Hallgrím Benediktsson og kallar hann ógleymanlegan sjentilmann og ötulan braut- ryðjanda um úrbætur í þjóðfélaginu. Arið 1916 keypti Hallgrímur Benediktsson húseignina Thor- valdsensstræti 2 sem áður hafði hýst Kvennaskólann og síðar var Sjálfstæðishúsið og Sigtún. Þar var heildverslun hans til húsa á næstu árum og einnig skrifstofur Shell þegar það kom til sögu. HÁLFSYSTKINI HALLGRÍMS Áður hefur verið minnst nokkuð á frændgarð Hallgríms Benediktssonar en hann átti einnig systkini og eru nokkrir þekktir afkomendur af þeim komnir. Þrjú af hálfsyskinum hans fóru til Ameríku og eru flestir af- komendur þeirra þar. Eina hálfsystkini Hallgríms, sem upp komst og ól allan sinn aldur á íslandi var Ágúst Benediktsson (1859-1901) verslunarstjóri á ísafirði. Hann átti tvær dætur sem afkomendur eru komnir frá. Þær eru: 1. Áslaug Ágústsdóttir (1893-1982), kona séra Bjarna Jóns- sonar, dómkirkjuprests í Reykjavík og vígslubiskups, einhvers kunnasta borgara Reykjavíkur um sína tíð og fyrsta heiðurs- borgara Reykjavíkur. Börn þeirra voru: a) Ágúst Bjarnason (f. 1918) skrifstofustjóri hjá íslenskri endurtryggingu. Börn hans eru Bjarni Agústsson (f. 1945) raf- eindatæknifræðingur og Guðrún Ágústsdóttir (f. 1949) borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins og aðstoðarmaður Svavars Gests- sonar menntamálaráðherra. b) Ólöf Bjarnadóttir (f. 1919), ekkja Agnars Kl. Jónssonar ambassadors. Börn þeirra eru Anna Agnarsdóttir (f. 1947) sagnfræðingur, kona Ragnars Árnasonar, prófessors í hag- fræði og framámanns í Alþýðubandalaginu, Áslaug Agnars- dóttir (f.1949) cand. mag. og Bjarni Agnar Agnarsson (f. 1952) læknir. c) Anna Bjarnadóttir (f. 1927), átti Jón Eiríksson verslunar- mann. Dóttir hennar er Áslaug Jónsdóttir (f. 1948) píanókenn- ari. 2. Guðrún Ágústsdóttir (1897-1983) söngkona í Reykjavík. Hún var gift Halli Þorleifssyni, kaupmanni og yfirbókara. Bæði voru þau mjög virk í sönglífi Reykvíkinga, sungu með kórum og í óperettum. Börn þeirra voru: a) Ágúst Hallsson (1924-1986) verkstjóri hjá Reykjavíkur- borg. b) Kristinn Hallsson (f. 1926) óperusöngvari og deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu. c) Ásgeir Hallsson (f. 1927) framkvæmdastjóri Bakara- meistarans hf. d) Anna Guðríður Hallsdóttir (f. 1934), átti Erling Reyndal. ALSYSTKININ Alsystkini Hallgríms sem upp komust og áttu afkomendur eru þessi: 1. Guðrún Benediktsdóttir (f. 1883), gift Christian Nielsen, stórkaupmanni í Reykjavík, og síðar í Ameríku. Þau áttu nokkur börn og voru margir afkomendur þeirra búsettir er- lendis. 2. Sólveig Boel Benediktsdóttir (1890-1934), gift Karl Han- sen skrifstofumanni í Kaupmannahöfn og síðar í London. 3. Snorra Benediktsdóttir (1892-1983) skrifstofumaður hjá H. Ben. & Co í Reykjavík. Ógift og barnlaus. 4. Ingibjörg Elísabet Benediktsdóttir (1895-1958), kona Ól- afs Kvarans ritsímastjóra í Reykjavík. Börn þeirra voru: a) Jón B.Kvaran (f. 1922) tæknifulltrúi Pósts og síma í Reykjavík (börn hans eru Hrafnhildur Eik Kvaran (f. 1942), gift Hassan Esmail Jetta háskólakennara frá Tansaníu og Gunnar Ó. Kvaran (f. 1946) bankaritari í Reykjavík). b) Karl Kvaran (1924-1989), einn af kunnustu listmálurum þjóðarinnar (börn hans eru Ölafur Kvaran (f. 1949) listfræð- ingur, forstöðumaður Listasafns Einars Jónssonar, Gunnar Kvaran (f. 1955) doktor í listfræði, forstöðumaður Kjarvals- staða og Elísabet Kvaran (f. 1962). HEIMSMYND 67

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.