Heimsmynd - 01.04.1990, Side 69

Heimsmynd - 01.04.1990, Side 69
Ingileif Bryndís með börn sín, tengdabörn og barnabörn. Björn Hallgrímsson og Sjöfn Kristinsdóttir með börn sín Kristinn, Áslaugu, Emilíu og Sjöfn. ans. Börn hans eru Hjörtur Hannesson (f. 1944) deildarstjóri á Keflavíkurflugvelli, Guðrún Hannesdóttir (f. 1947) félagsfræð- ingur, gift Vilhjálmi Þ. Kjartanssyni rafmagnsverkfræðingi og Una Hannesdóttir (f. 1954) flugfreyja, gift Geir Ingimarssyni flugvirkja. c) Þorsteinn Þorsteinsson (f. 1920) viðskiptafræðingur, skrif- stofustjóri hjá Byggingariðjunni sem er nátengd Steypu- stöðinni og hefur verið að hluta í eigu niðja Hallgríms Bene- diktssonar. Meðal barna hans er Guðrún Þorsteinsdóttir (f. 1947), gift Friðrik Olgeirssyni kennara og sagnfræðingi. d) Narfi Þorsteinsson (1922-1989) raffræðingur hjá RARIK. Meðal barna hans er Guðrún Narfadóttir (f. 1955) líffræðing- ur. e) Bryndís Þorsteinsdóttir (f. 1923), gift Helga H. Árnasyni verkfræðingi, forstjóra Byggingariðjunnar. Börn þeirra eru Dagný Helgadóttir (f. 1949) þekktur arkitekt í Reykjavík, Árni Helgason (f. 1952), starfsmaður Veðurstofunnar, Guð- rún Helgadóttir (f. 1953) líffræðingur og Þorsteinn Helgason (f. 1958) arkitekt. 4. Sigríður Zoega (1889-1968) ljósmyndari og forstjóri Ljósprents í Reykjavík var enn ein systir Áslaugar, konu Hall- gríms Benediktssonar. Hún átti eina dóttur með Jóni Stef- ánssyni listmálara, einum af stórmeisturum íslenskrar mynd- listar. Hún er Bryndís Jónsdóttir (f. 1925), kona Snæbjarnar Jónassonar verkfræðings og vegamálastjóra. Börn þeirra eru a) Sigríður Snœbjörnsdóttir (f. 1948) hjúkrunarfræðingur, gift Sigurði Guðmundssyni lækni, b. Jónas Snæbjörnsson (f. 1951) verkfræðingur hjá Vega- gerð ríkisins. c. Herdís Snœbjörnsdóttir (f. 1953) skrifstofumaður hjá Eimskipafélaginu. 5. Jófríður R. Zoéga (1896-1943). SAMHENT FJÖLSKYLDA Börn Áslaugar Zoéga og Hallgríms Benediktssonar voru þrjú sem upp komust. Þau halda nú utan um ættarveldið sem ein stór samhent fjölskylda. Eignunum hefur ekki verið skipt upp heldur er öllu stjórnað með allsherjarsamráði og fjöl- skyldufundum. Mun það fátítt að slík samheldni haldist í stór- eignafjölskyldum þegar frumherjarnir eru fallnir frá. Visst lát- leysi þykir einkenna margt af þessu fólki, það fær ekki orð fyrir yfirgang og hroka. Elst barnanna er Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir (f. 1919), ekkja Gunnars Pálssonar sem lengi var skrifstofustjóri hjá Fiskimálasjóði. Þó að ekki hafi mikið borið á Ingileifi opin- berlega í samanburði við bræður hennar þykir hún ekki síst þeirra systkina. Hún situr í stjórn H. Benediktssonar hf. en svo heitir fjölskyldufyrirtækið nú. Þá er hún stjórnarformaður Nóa-Síríusar og situr einnig í stjórn Ræsis og Hreins. Börn hennar eru: 1. Hallgrímur Gunnarsson (f. 1949) rafmagnsverkfræðingur, forstjóri Ræsis hf., kvæntur Steinunni H. Jónsdóttur kennara. 2. Páll Gunnarsson (f. 1951) líffræðingur. 3. Gunnar Snorri Gunnarsson (f. 1953) sendifulltrúi í Brús- sel. 4. Áslaug Gunnarsdóttir (f. 1959) píanókennari, gift Þór Þorlákssyni hagfræðingi við Landsbankann. FORSTJÓRINN Björn Hallgrímsson (f. 1921). Að loknu verslunarskólanámi og framhaldsnámi í Bandaríkjunum hóf hann störf hjá föður sínum sem fulltrúi hjá H. Ben. og var jafnframt stjórnarfor- maður fyrirtækisins frá 1950. Hann var síðan forstjóri Ræsis hf. á árunum 1952 til 1954 en þegar faðir hans lést 1954 tók framhatd á bls. 94 Kristinn Björnsson Börn, tengdabörn og barnabörn Hallgríms Benediktssonar með ættmóðurinni Áslaugu á heimilinu á Fjólugötu. nýráðinn forstjóri Skeljungs og eiginkona hans Sólveig Pétursdóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokks. Emilía Björg Björnsdóttir yfimaður ljósmyndadeildar Mnronnhlpftcinc mprS c\/ni cíno

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.