Heimsmynd - 01.04.1990, Síða 88

Heimsmynd - 01.04.1990, Síða 88
aldrei opinskátt um hana, hvorki áhuga- mál hennar né gjörðir. Ef hún verður óvænt á vegi þeirra mega þeir f mesta lagi kinka kolli vilji þeir halda vinskapn- um áfram. Þrátt fyrir þessa leynd fer Díana sínar eigin leiðir, einnig opinberlega. Þegar hún hitti Mark Philips eftir skilnað hans við Önnu prinsessu í fyrsta sinn á almannafæri gekk hún að honum og smellti kossi á kinn hans. Þetta braut í bága við allar siðareglur en pressan klappaði henni lof í lófa. Foreldrar hennar sjálfrar skildu þegar hún var barn að aldri og sagt er að enginn í bresku konungsfjölskyldunni sé betri í vanda- málaráðgjöf en hún. Eiturlyfjaneytandi sem varð á vegi hennar þegar hún heim- sótti meðferðarstofnun skýrði breska blaðinu Sun frá því að hún hefði talað við hann um eiturlyf eins og sérfræðing- ur. Einnig þetta féll í kramið hjá fjöl- miðlum. Díana prinsessa lœtur fólki líða betur var fyrirsögn eins síðdegisblað- anna. Það er viðtekin venja í Bretlandi þegar meðlimir konungsfjölskyldunnar birtast á almannafæri, til dæmis veitingahúsum, að láta sem þeir séu ekki þar. Það þykir fram úr hófi dónalegt að horfa á þau og forboðið að horfast í augu við þau. Þeir einu sem njóta þeirra forréttinda eru undirmálsfólk og börn. Einnig á þeim vettvangi þykir Díana frábrugðin hinum fjölskyldumeðlimunum. Anna prinsessa, sem hefur barist fyrir bættum haga barna í þriðja heiminum, hefur aldrei á ferða- lögum sínum tekið hungrað barn í fang- ið. Díana hikar ekki við að taka í hönd- ina á alnæmissjúklingi í sjúkrahúsheim- sókn. Þegar hún heimsótti barnaspítala í Flarlem í New York skýrðu bandarísk blöð frá því að hún hefði kysst og klapp- að litlu alnæmissjúklingunum. Fulltrúar Buckinghamhallar voru fljótir að afneita þeim fregnum á þeirri forsendu að kon- ungborið fólk kyssti ekki ókunnuga. A góðgerðardansleik nýverið vakti Díana enn athygli þegar hún sneri sér frá ungum, myndarlegum dansherra og gekk að borði þar sem sátu ungir menn í hjólastólum. Hún bauð þeim öllum upp og snerist í hringi um þá á gólfinu. Þetta fannst viðstöddum enn ein vísbendingin um að Díana tæki skyldur sínar mjög al- varlega og dyggðin hefði tekið við af dis- kó-áhuganum sem hún var gagnrýnd fyr- ir fyrstu árin. Díana daðrar við þjóðina og gerir það betur en nokkur annar aðili bresku kon- ungsfjölskyldunnar, segir Vanity Fair. Vitnað er í heimild sem segir að hún hafi þennan eiginleika í genunum. Spencer fjölskyldan hafi verið viðloðandi kon- ungsfjölskylduna kynslóð eftir kynslóð. Ein formæðra hennar, Sara, hertogaynj- an af Marlborough, var herbergisþerna Önnu drottningar og ástmey hennar um leið. Barnabarni hennar, lafði Díönu Spencer, var ætlað að giftast prinsinum af Wales en það var ekki fyrr en kynslóð síðar að lafði Georgiana Spencer varð ástkona Georgs IV og amma Díönu prinsessu, lafði Cynthia, var í miklu dá- læti hjá Játvarði, hertoganum af Wind- sor. John Pringle, sem var náinn vinur her- togans af Windsor, segir bresku kon- ungsfjölskylduna núna ósköp hversdags- lega miðað við það sem áður var en glæsimennskan sem fylgi henni lífgi upp á enn leiðinlegra hversdagslíf allrar þjóð- arinnar. Engir eru sér þó betur meðvitaðir um mikilvægi þess að halda ákveð- inni dulúð og leynd yfir konungsfjöl- skyldunni en hún sjálf. Filippus drottn- ingarmaður kallar fjölskylduna Fyrirtæk- ið og viðhald þess og framtíð er því und- irorpin að þau haldi virðingu sinni og vinsældum í hvívetna. Það geta liðið mörg ár enn áður en drottningin afsalar sér krúnunni til sonar síns en bæði hann og kona hans virðast vinna að því mark- visst að rækja skyldur sínar og öðlast um leið viðurkenningu þjóðarinnar á því sem koma skal. Ungu konurnar í fjölskyldunni hafa verið gagnrýndar fyrir ýmis rof í hefðinni og þá sérstaklega hin verðandi drottn- ing. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir fata- kaup sín og kölluð diskó-Di fyrir áhuga sinn á popptónlist og sápuóperum í sjón- varpinu. Hún á ekkert einkalíf. Hún fær ekki einu sinni að hafa munninn á sér í friði. Þegar endajaxlarnir voru fjarlægðir fylgdu endalausar vangaveltur í kjölfarið um hvernig hún færi að því að borða kjöt í veislum næstu dagana. Joan Juliet líkir henni við Jackie Kennedy í Hvíta húsinu á sínum tíma. Jackie náði athygli al- heimsins fyrir æskublóma og glæsilegt útlit. Ameríkönum fannst þeir hafa eign- ast sína eigin prinsessu. Bretar dást að hinu sama í fari Díönu en einhver benti á að ef hún hefði ekki komið til sögunn- ar hefði þurft að finna hana upp. Með komu Díönu Spencer inn á sjónarsviðið hafi breska konungsfjölskyldan fengið glæsilegt, viljugt og ungt fórnarlamb.D Maðurinn sem... framhald af bls. 43 Trud. útbreiddasta dagblaðs Sovétríkj- anna. En hversu mikill æsingur sem hljóp í umræðurnar missti Gorbatséff aldrei stjórn á sér. Öðru máli gegndi þegar hann hitti Raisu Maximovnu Titorenko. Hún var tignarleg og grönn eins og pílviðargrein með óvenjulega fagran lík- amsvöxt af rússneskri konu að vera. Klunnalegir stráklingarnir reyndu hver um annan þveran að vinna hylli hennar. Hún var gullorðustúdent í heimspeki- deildinni sem var í sama húsi og laga- deildin. Þeir urðu að gjalti fyir kuldalegu augnaráði hennar. Mikhail sá hana fyrst á dansæfingu, þar sem álappalegur sláni var að reyna að snúa henni eftir kúnstar- innar reglum. Hann gekk til þeirra og krafðist þess að leysa slánann af hólmi. Hann var nú orðinn hárprúður og fríður ungur maður með nautnalegan munn, pétursspor í höku og þessa glóðarmola fyrir augu. En Zdenek Mlynar, tékkn- eskur kommúnisti, besti vinur Gorbat- séffs, háttsettur um stund í tékkneska kommúnistaflokknum en síðar landflótta í Vín eftir 1968 og giftur herbergisfélaga Raisu, segir að hún hafi gefist Mikhail vegna þess að hún taldi hann „traustan persónuleika" sem alla tíð hefur verið hátt skrifaður eiginleiki meðal sovéskra. Raisa dró hann með sér í bókabúðir og söfn, í leikhús og á listsýningar og á undraskömmum tíma hafði sveitadreng- urinn tileinkað sér allt það besta og nýj- asta sem menningin hafði að bjóða. Gorbatséff fékk ekki starf í Moskvu og varð að byrja á botninum á sínum heimaslóðum, í Stavrópol. Hann gerðist apparatsjík. starfsmaður Flokksins, fyrst í æskulýðsdeildinni. Raisa fékk betri stöðu, byrjaði að kenna við læknadeild, en var fljótlega boðin betri staða og laun við heimspekikennslu í landbúnaðar- stofnuninni. Þegar hún stóð flokksfull- trúann í stofnuninni að því að að njósna um sig rauk hún beint í skólastjórann og frábað sér slíkt framferði. „Ef þið þurfið að fylgjast með mér gerið það fyrir opn- um tjöldum. Annað er ekki heiðarlegt og siðferðilega verjandi." Þeir lofuðu bót og betrun. Hún neitaði að kenna guðleysi og komst upp með það. Hún byrjaði glasnost á eigin spýtur. Samband þeirra var frá upphafi byggt á óvenjulegu jafnrétti á rússneska vísu. Hún kenndi bónda sínum bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Hann innritaðist í heimspekideildina og þau deildu oft af sannfæringarhita. Gorbat- séff fór að halda ræður um Kant. „Þetta er rangt,“ sagði Raisa. „Betri útlegging er á þessa leið.“ Og þegar forvitnin knúði hann til að spyrja nákvæmra spurninga, stöðvaði hún hann: „Við er- um ekki hér til að sannprófa forsendur.“ Gorbatséff reis hægt upp mannvirð- ingarstigann í flokknum. Hann varð skjólstæðingur Fyodor Kulakovs, aðalrit- ara flokksins í Stavrópol. Næstu átján ár- in var ferill hans hliðstæður Kúlakovs, þar til hann tilnefndi Gorbatséff sem eft- irmann sinn sem flokksritara í Stavrópól. Þetta voru ár Brésneffs og stöðnunarinn- ar. Gífurlegar valdamafíur og hirðir kringum flokkshöfðingjana lifðu í vel- lystingum praktuglega við öll þægindi og munað sem austur og vestur höfðu best upp á að bjóða meðan nálega öllu öðru fór aftur. A valdsvæði Gorbatséfs voru heilsulindir, Mineralnye Vody. Þar voru byggð leynileg, íburðarmikil heilsuhæli fyrir forréttindastéttirnar, meðlimi 88 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.