Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 92
Það er kvartað yfir að leikkonur og
söngkonur eldist og þær fá ekki hlut-
verk. Leikskáldin hafa hingað til yfirleitt
ekki skrifað hlutverk fyrir konur sem
ekki eru í kynhlutverki. Og leikhúsið
endurspeglar viðhorf þjóðfélagsins. Við
verðum að rísa upp og snúa þessu við.
Konur halda sinni lífsorku lengur en
karlar og við höfum í fullu tré við þá ef
við bara gefum okkur í það.“
Það er ekki hægt að tala lengi við Þur-
íði án þess að listina beri á góma og
kemur fljótt í ljós að hún hefur ýmislegt
við listastefnu landsmanna að athuga:
„Það eru þessar listaklíkur sem ég var að
tala um áðan sem hafa brenglað alla
heilbrigða umfjöllun um list í landinu. A
mínum yngri árum var fólk oft metið
meira eftir pólitískum skoðunum þess en
gildi þeirrar listar sem það framdi, en
það hefur vonandi eitthvað breyst. Það
er fáránlegt að einhverjar klíkur úti í bæ
skuli ákveða það fyrir þjóðina hvaða
listamenn séu góðir og hverjir ekki og
halda öðrum úti í kuldanum. Þetta hefur
reyndar ekki bitnað mikið á tónlistar-
fólki því það kemur fljótlega í ljós hvort
það hefur eitthvað til brunns að bera eða
ekki og ekkert hægt að fara í kringum
það. Annaðhvort getur þú sungið og
spilað eða ekki, það er enginn milliveg-
ur. Og svo þessi lagasetning um alla
skapaða hluti. Mér finnst óeðlilegt að
það skuli bundið í lög hvað Þjóðleikhúsi
Islendinga beri að sýna og ef þessi nýju
lög um Þjóðleikhúsið ná fram að ganga
líst mér ekki á blikuna. Það er menning-
arlegt stórslys ef á að úthýsa óperum og
listdansi af sviði Þjóðleikhússins.“
Þuríður er alin upp innan um lista-
menn frá því að hún man eftir sér og seg-
ir mikinn mun á viðhorfi listamanna til
sjálfra sín þá og nú: „Þá voru menn tón-
listarmenn, skáld eða málarar og ég held
að orðið listamaður hafi ekki einu sinni
verið til. Að minnsta kosti notuðu þessir
menn það ekki um sjálfa sig. Nú eru allir
listamenn um leið og þeir skríða út úr
skóla og krefjast þess að vera settir skör
hærra en venjulegt fólk. Pabbi minn,
Páll Isólfsson, fremsti tónlistarmaður
þjóðarinnar á sinni tíð, áleit ekki sjálfan
sig yfir aðra hafinn. Hann vissi að listin
krefst ástundunar og vinnu og æfði sig á
hverjum einasta degi í að minnsta kosti
fjóra tíma. Hann taldi sig ekki of góðan
til þess að vinna. Og ekki voru launa-
kröfurnar miklar. Við bjuggum í leigu-
íbúð og vorum svo bláfátæk að það trúir
því enginn. Ég er ekki fædd með neina
silfurskeið í munninum og það sem ég á í
dag er þessi íbúð sem við Örn unnum
fyrir hörðum höndum.“
Þrátt fyrir árin sextíu og þrjú geislar
Þuríður af lífsorku og lætur engan bilbug
á sér finna. „Aldurinn er ekki endilega
spurning um ár,“ segir hún og vitnar í
viðtal við Kristmann Guðmundsson sem
var aldraður spurður að því hvort ekki
væri erfitt að verða gamall: „Hann svar-
aði því til að honum fyndist hann ekki
gamall. Hann hefði öðlast mikla reynslu,
líkaminn þreyttist og hrörnaði, en inni í
sér væri hann alltaf eins. Þessi flokkun
eftir aldri er að verða óþolandi. Það er
alltaf verið að flokka fólk í þessu þjóðfé-
lagi, sérstaklega konur: Einstæðar mæð-
ur, ekkjur, konur í atvinnulífinu og hvað
þeir nú heita allir þessir stimplar. Og
konur um fimmtugt upplifa það margar
að þeirra hlutverki sé lokið, þær séu ekki
lengur þarfar í þjóðfélaginu. Samt er það
heimsþekkt staðreynd að konur á miðj-
um aldri halda uppi menningarlífi þjóð-
anna. Þær sækja leikhús, fara á mynd-
listarsýningar og tónleika og lesa bækur í
meira mæli en aðrir þjóðfélagshópar. En
þegar þeir sem menningunni stjórna ætla
að notfæra sér þetta með því að höfða til
þessa hóps ætlar allt vitlaust að verða.
Það er sláandi dæmi að þegar bókaútgef-
endur fóru að gera sér grein fyrir því að
konur eru miklu stærri lesendahópur en
karlar og ævisögur kvenna fóru að
streyma á markaðinn þá urðu ævisögur
allt í einu svo óskaplega ómerkilegar
bókmenntir. Enginn hafði minnst á slíkt
á meðan ævisögur karla voru einar á
markaðnum.
En þjóðfélagið er allt að breytast.
Fólk verður almennt eldra og heldur
heilsu og útliti langt fram eftir aldri. Það
er langt bil á milli fimmtugs og sextíu og
sjö ára aldurs og þá er fólk yfirleitt enn-
þá í fullu fjöri og á skilið að njóta þess
æviskeiðs ekki síður en annarra. í
Bandaríkjunum og víðar er eldra fólk
með öflug baráttusamtök, sem hafa það
að markmiði að standa vörð um réttindi
sín og auka áhrif aldraðra. Ég tel ekki
ólíklegt að hérlendis verði slík samtök
með sterk ítök og áhrif fyrr en margan
grunar.“D
Grasið er..._______________________
framhald af bls. 33
auðvitað getur hann ekki skilið við hana
á meðan hún er ófrísk eða nýbúin að
eignast barn.“
Vinkonur hennar skilja ekkert í henni
að láta fara svona með sig og sjálf segist
hún margoft hafa tekið þá ákvörðun að
nú væri þessu lokið. Hún hefur reynt að
vera með öðrum mönnum en segist ekki
fá neitt út úr því, hann sé sá eini sem
hún vilji: „Það sem við eigum saman,
þótt lítið sé og stolið, er það stórkostleg-
asta sem ég hef upplifað. Hann er ofsa-
lega blíður, rómantískur og skemmtileg-
ur og aðrir menn eru bæði leiðinlegir og
ljótir í samanburði við hann. Auðvitað
er þetta oft erfitt og oft hef ég reiðst al-
veg heiftarlega við hann. Við sækjum
sama skemmtistaðinn og ég hef nokkr-
um sinnum hitt hann þar með konunni
sinni. Þá þekkir hann mig ekki og það er
ólýsanlega niðurlægjandi tilfinning að
standa við hliðina á honum við barinn og
láta hann horfa beint í gegnum sig. Allt-
af þegar ég lendi í þeirri aðstöðu verð ég
vond og ákveð að nú sé þessu endanlega
lokið, en svo hringir hann eða kemur og
biður mig fyrirgefningar og ég bráðna
alltaf. Sjálfsvirðing mín er farin fyrir lítið
og ég er hætt að ímynda mér að ég geti
hrist þetta af mér. Ég bara lifi fyrir þess-
ar stolnu stundir og þótt ég hafi hræði-
legt samviskubit gagnvart konunni hans
og börnunum held ég ennþá í vonina um
að hann komi alveg til mín.“
VILL HVORUGA MISSA
Þrjátíu og níu ára gamall maður hefur
unnið á sama vinnustað í fimmtán ár.
Hann er búinn að vera giftur sömu kon-
unni í sjö ár en þar á undan var hann
giftur annarri og á með henni tvö börn.
Seinni konan hans á eitt barn, en saman
eiga þau ekkert. Hann var tiltölulega
sáttur við lífið og ekki í leit að neinum
ævintýrum daginn þann fyrir einu og
hálfu ári sem ung stúlka, tuttugu og
tveggja ára gömul, byrjaði að vinna með
honum. En þá fóru hjólin að snúast.
„Þetta byrjaði allt með því að ég var að
setja hana inn í vinnuna," segir hann,
„mér datt ekki ástarsamband í hug og
ekki henni heldur. En eftir nokkra mán-
uði var komið eitthvert band á milli okk-
ar sem hvorugt okkar kunni að skil-
greina. Við fórum að fara saman á bar
eftir vinnu og töluðum óskaplega mikið
saman um alla skapaða hluti. Hún leit
upp til mín og fannst ég voðalega lífs-
reyndur og ég býst við að ég hafi gengist
upp í því. Konan mín er mjög sjálfstæð
og hefur ákveðnar skoðanir, sem ég
kann vel að meta, en það er líka gott að
finna til þess stundum að einhver líti upp
til manns. Eitt kvöldið eftir vinnu fórum
við heim til hennar og fengum okkur í
glas og enduðum með því að sofa saman.
Það var ekkert planað, fylgdi bara eðli-
lega í kjölfar þess sambands sem við
höfðum þróað. Ég hafði til að byrja með
óskaplegt samviskubit, bæði gagnvart
konunni minni og henni, fannst þetta
rangt gagnvart þeim báðum, en einhvern
veginn fór þó svo að þetta hélt áfram.
Og nú er svo komið að ég veit ekki í
hvorn fótinn ég á að stíga. Ég elska þær
báðar, hvora á sinn hátt og það samband
sem ég hef við hvora þeirra um sig er
mjög ólíkt. Dóttir konunnar minnar er
orðin táningur og við erum mjög frjáls,
getum leyft okkur margt sem við gátum
ekki áður. Við förum saman í leikhús og
á tónleika og getum rætt mikið saman
um svoleiðis hluti. Við erum miklir fé-
lagar og þótt mesti ástarneistinn sé kann-
ski farinn úr sambandinu þykir okkur
mjög vænt hvoru um annað. Ég ber
mikla virðingu fyrir henni bæði sem
konu og manneskju og get alls ekki
hugsað mér að missa hana. En mér
finnst hún ekki þurfa á mér að halda eins
og hin. Hún er svo ung og óviss um sjálfa
sig og leitar mikið til mín eftir stuðningi
og ráðum og það finnst mér gott. Kynlíf-
ið er ekkert aðalatriði, þótt það sé auð-
vitað með í dæminu og ég held ekki að
karlmenn sem eru með yngri konum séu
að leita eftir fjörugra kynlífi fyrst og
fremst. Hún bara veitir mér staðfestingu
á því að ég sé sterkari aðilinn og ég hef
mikla verndarhvöt gagnvart henni.
92 HEIMSMYND