Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 14

Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 14
ARNARFLUG Viking, til sólarlandaflugs. Fljótlega komu í ljós erfiðleikar á að nýta vélarnar nægilega utan sumarleyfatímans. Guðni hóf þá meðal annars leiguflug inn á áætl- unarstaði Flugleiða eins og Kaupmanna- höfn á mjög lágum fargjöldum. Yfirvöld, sem nýlega voru búin að sameina félögin í millilandaflugi, voru að sjálfsögðu ekki hrifin af þessu framtaki og synjuðu um lendingarleyfi. Varð af þessu nokkurt stríð, þar sem Air Viking flaug meðal annars á Hamborg og sendi farþegana með rútu til Kaupmannahafnar. Þegar kom fram á veturinn 1976 gekk þessi rekstur ekki upp lengur og er sumra manna mál að fyrirtækið hafi verið sett á hausinn og sýnist sjálfsagt sitt hverjum um það, hverjum er um að kenna. Olíufélagið, Samvinnubankinn og Al- þýðubankinn voru stærstir kröfuhafa og sátu nú uppi með þrjár flugvélar, sem voru lítils virði nema hægt væri að koma þeim í rekstur. Starfsfólkið átti ekki auð- velt með að fá vinnu annars staðar eins og nú var ástatt. Það varð því að ráði að þessi fyrirtæki ásamt flugliðunum og fleiri athafnamönnum stofnuðu fyrirtæk- ið Arnarflug um þessar vélar ásamt tólf flugliðum. Forstjóri var ráðinn ungur maður Magnús Gunnarsson (nú fram- kvæmdastjóri SÍF) og félagið hóf starf- semi 10. aprfl 1976. Ohætt er að segja að félagið naut í upphafi viss pólitísks velvilja í gegnum Sambandsfyrirtækin, en Sambandið var þá einmitt að hasla sér völl í ferðamálum með Samvinnuferðum (síðar Samvinnu- ferðum-Landsýn, þegar orlofssamtök launþegasamtakanna gengu til liðs við ferðaskrifstofu samvinnumanna) og naut einnig vissrar samúðar í Sjálfstæðis- flokknum, en hann og Framsóknarflokk- urinn sátu þá einmitt saman í ríkisstjórn. Félagið fór ágætlega af stað í byrjun. Meginverkefnin voru sólarlandaferðir fyrir íslensku ferðaskrifstofurnar, en á milli var farið í leiguflug fyrir evrópsk flugfélög og síðar víða um heim. A árinu 1977 komu upp ýmis viðhaldsvandamál Magnús Gunnarsson, fyrsti framkvæmdastjóri Arnarflugs, og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra ræðast við í flugstöðinni í Ziirich. 1976 I Arnarflug stofnað utan um þrjár vélar ' Air Viking. og flugvélar urðu fyrir óhöppum. Sumar- ið 1978 var því leitað samstarfs við Flug- leiðir, sem keypti 57 prósent hlut í fé- laginu. Arnarflug var þó rekið sem sjálf- stæð eining og varð nú söluaðili að öllum íslenska millilandaflugflotanum. Vélar þess og Flugleiða voru samnýttar eftir því sem hagkvæmast var, Flugleiðavélar stundum í leiguflug og Arnarflugsvélar í áætlunarflugið eftir þörfum. Þetta fyrir- komulag hélst þar til Flugleiðir var þvingað til að selja starfsmönnum Arn- arflugs 17 prósent í félaginu í sambandi við björgunaraðgerðir Alþingis og stjórnvalda við Flugleiðir 1980 til 1981 og 40 prósentin voru síðan seld Helga Þór Jónssyni (síðar í Hótel Örk í Hvera- gerði) 1986, í sambandi við enn einar endurfjármögnunaraðgerðir. Þetta sam- starf gekk að mörgu leyti vel, en um þessar mundir voru mikil átök innan Flugleiða milli fyrrum Loftleiðamanna og Flugfélagsmanna, einkum um starfs- frömunarlista og drógust starfsmenn Amarflugs inn í þær deilur, þar sem sumum flugmönnum fannst þeir vera að taka frá sér verkefni. Hitt mun sönnu nær að Arnarflug skapaði mönnum aðgang að störfum sem ekki hefðu verið á boðstólum með einu saman áætlunarflugi, en eðli leiguflugs- ins er þannig að kjaralega eiga þessir tveir hópar litla samleið. Það þarf að geta þanist út og dregist saman eftir því sem verkefni gefast. En fljótlega sáu Haukur Björnsson, stjórnartormaður Arnárflugs til 1986, á tali við ræðismann íslands í Ziirich. 1981 I Flugleiðir þvingaðir til að selja 17 ' prósent. Iscargo fær flugleyfi til Amsterdam. menn líka að mikilvægt var að geta haft fastan starfskjarna heima og geta hvílt fólk heima eftir langdvalir erlendis. Því var bæði sótt um erlendar áætlunarleiðir - án árangurs þó - og þegar Flugfélagið Vængir lagði upp laupana var því tekið fegins hendi að fá áætlunarleiðir þess innanlands og vélarnar keyptar. NÝ STEFNA - EÐA VINAR- GREIÐI? Árið 1981 verða tímamót því að þá er, í fyrsta sinn síðan stóru flugfélögin höfðu verið sameinuð, veitt leyfi til áætlunar- flugs, í þetta sinn til Amsterdam. Sá sem hreppir hnossið er íscargó, félag sem verið hafði í vöruflutningum um nokkurt skeið, og var undir forystu Kristins Finn- bogasonar, náins pólitísks samherja sam- gönguráðherrans, Steingríms Hermanns- sonar. Um þetta urðu nokkrar deilur, þar sem þetta var kúvending frá þeirri stefnu, sem mótuð var 1973, um eitt fé- lag í áætlunarflugi. Steingrímur taldi engin fyrirheit hafa verið gefin um að það fyrirkomulag stæði til eilífðarnóns. Sameiningin hefði ekki gefist vel og nú mætti reyna að endurvekja nokkra sam- keppni. Arnarflug sótti nú öðru sinni um áætlunarleiðir haustið 1981 og fékk út- hlutun fyrir Zúrich og Dússeldorf í mars 1982. íscargó hafði þó ekki átt vél til flugsins til Amsterdam en fengið hollenska flug- félagið Transavía til að annast það. Nú Hörður Einarsson, stjórnarformaður Arnarflugs frá 1986 og stjórnarformaður Frjálsrar fjölmiðlunar (DV). „En ég er því mótfallinn að allir flutningar að og frá landinu séu á einni hendi.“ 1982 Arnarflug kaupir Iscargo. 1978 Flugleiðir eignast 57 prósent hlut. 4. júlí 1982. Fyrsta flug Arnarflugs til Zurich. Lengst til vinstri er Arngrímur Jóhannsson, þá yfirflugstjóri Arnarflugs, nú eigandi flugfélagsins Atlanta og þjóðarþotunnar. Lengst til hægri eru Magnús Gunnarsson og Gunnar Þorvaldsson flugstjóri, sem tók við af Magnúsi sem framkvæmdastjóri. 14 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.