Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 63

Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 63
'.S; -V . rí: skólar höfðu reyndar tekið til starfa, en þangað komust ekki nema fáar útvaldar. Elka hafði hæfileika til að læra en var bara fátæk bóndadóttir og átti því fárra kosta völ. Minnist Elka á í dagbókunum að hana hafi langað til að læra og tókst henni að afla sér einhverrar menntunar? Hún nefnir aldrei berum orðum að hugur hennar hafi staðið til náms, en hungur hennar „í andlegt fóður“, eins og hún kallar það, bendir til að svo hafi verið. Hún keypti töluvert af bókum og sótti ótrúlegan fjölda fyrirlestra, sem voru eins og hún segir sjálf: „andlegt fóður sem hún gat ekki lifað án.“ Pannig tókst Elku að afla sér staðgóðrar þekkingar þrátt fyrir fátækt og vinnuþrælkun. Það vekur forvitni hvers konar bækur hún hefur lesið og hvernig fyrirlestrar hafa vakið áhuga hennar. Átti hún ein- hverja uppáhaldshöfunda? Nei, og hún les meira af fræðsluefni en beinlínis skáldskap. Hún hefur greinilega mikinn áhuga á heilbrigðismálum því hún les mikið af þess konar efni, til dæmis um meðferð ung- barna. Flestir fyrirlestranna sem hún sækir eru líka fyrirlestrar lækna um heilbrigðismál. Hún segir ekkert um það í dagbókarskrifum sínum hvers vegna hún hafi byrjað að halda dagbók, en hún hefur greini- lega mjög mikla þörf fyrir að skrifa. Fyrir utan dagbókina skrifar hún kynstrin öll af bréfum, löngum bréfum. Það eru til bréf sem aðrir hafa skrifað henni og þeir þakka henni þá oft- ast fyrir langt bréf. Það er svolítið misjafnt hvað hún skrifar oft í dagbókina, vikulega til daglega. Þegar lengri hlé verða á skriftum er það fyrst og fremst vegna veikinda. Henni er bannað að skrifa þegar hún veikist af brjósthimnubólgu en hún stelst nú reyndar til þess samt. Talið berst þá að því hvenær örþreytt verkakona sem bjó við kröpp kjör hafi fundið sér tíma til að skrifa. Ýmist skrifar hún eldsnemma á morgnana, til ddæmis klukkan fimm á morgnana eða þá seint á kvöldin. Þetta á hún sameiginlegt með ýmsum íslenskum kvenrithöfundum eins og Jakobínu Sigurðardóttur sem hefur sagt frá því að hún hafi notað næturnar til að skrifa. Þegar maður verður var við svona knýjandi þörf fyrir skrift- ir hlýtur að vakna sú spurning hvort þarna hafi verið efni í rit- höfund? HEIMSMYND 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.