Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 103

Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 103
The WorldPaper SKATTASTRÍÐ Skattar minna Japani enn á lénstímabilið Land sölu- skattsupp- rásarinnar Eftir Akiyuki Konishi í Washington, Bandaríkjunum Á Meiji tímabilinu (1868-1912), þegar Japan tók að skipa málum sínum til nú- tímahorfs, voru fluttir inn prússneskir liðþjálfar, bandarískir landbúnaðarfræð- ingar - og tekið upp vestrænt skattkerfi. En fyrir Japani var hugmyndin um skattaálögur nátengd lénstímabilinu, þegar voldugir stríðsherrar lögðu gjöld, „að ofan“, á bændur og kaupmenn, „niðri“, meðan forréttindahópar eins og samúrajar (stríðsmenn) voru undan- þegnir skatti. Á skattaálögur var litið sem helg for- réttindi ríkisstjórnar keisarans til að afla tekna til styrktar ríkjandi stétt, ekki til að gera þjóðina ríka eða heilbrigða. Því er nú verr að enn er pólitísk sálfræði japansks almennings ekki laus við þetta andlega veganesti frá lénstímabilinu þrátt fyrir hvert nýsköpunarskeiðið af öðru. Lýðræði eftirstríðsáranna hefur ekki tekist að gera almenningi skiljan- legt að hann innir af höndum greiðslu skatta fyrst og fremst sjálfum sér til hagsbóta. I kosningunum síðastliðið sumar höfðu japanskir kjósendur þó séð gegn- um blekkinguna og synjuðu hinum hefð- bundna valdaflokki, Frjálslynda flokkn- um (LDP), um meirihluta í efri deild þingsins, Ráðgjafadeildinni, í kjölfar Akiyuki Konishi er fyrrverandi fréttastofu- stjóri Mainichi Shimbun í Norður-Ameríku. hvers stjómmálahneykslisins á fætur öðru (mútur og spilling í sambandi við hlutabréfabrask forsætisráðherrans Noboru Takeshita og síðan geishu- vandamál arftakans, Sosuke Uno). Ofan á þessi pólitísku hneyksli bættist önnur ástæða, sem sárreiður almenning- ur taldi að bæri að refsa LDP fyrir: Nýr söluskattur kom til framkvæmda fyrr á árinu. Eftir átta ára þref stjórnmálamanna, skriffinna og kaupsýsluafla var skattur- inn loks samþykktur í ríkisþinginu (Diet) í lok 1988. Meðan á þessu þrefi stóð var söluskatturinn dreginn til baka og lagður fram á ný hvað eftir annað þar til hann var loks lagður fyrir Dietinn sumarið 1988 ásamt fimm öðrum lagfær- ingum á skattakerfinu, þar á meðal lækkun tekjuskatts. Þessar ráðstafanir voru fyrsta meiri- háttar umbæturnar í Japan síðan skatta- kerfinu var umbylt 1948 að ráðum bandarískra sérfræðinga. Pólitíkusar LDP og embættismenn fjármálaráðu- neytisins gortuðu af því að þessi um- bótabálkur kæmi Japan á hraðbraut inn í 20. öldina. Vissulega gengu skattabreytingarnar langt í þá átt að laga hlutfallið milli beinna og óbeinna skatta, en þangað til hafði áherslan verið lögð á beina launa- skatta. En í öllu þrefinu á löggjafarsam- komunni hafði stjórnin látið undan fjöl- mörgum kröfum iðnaðar- og kaupsýslu. Svo mjög raunar, að leikmenn fengu yf- irleitt á tilfinninguna að iðnaðar- og kaupsýsluöflin hefðu borið meira en sanngjarnan hlut frá borði. Þó að þrjú prósent söluskattur geti varla talist óhóflegur, fannst japönskum húsmæðrum, og jafnvel börnum, að þunginn félli alfarið á þeirra veikbyggðu herðar, ekki aðeins vegna þess að dag- leg öflun heimilisnauðsynja er á þeirra könnu. heldur og vegna þess að nú urðu þau jafnan að bera á sér fullt af skipti- mynt til greiðslu á skattinum. Uppreisn húsmæðra gegn nýja skatt- inum var að hluta til kennt um kosn- ingaósigur LDP til efri deildarinnar. En auk þess hafði ferill skattsins í þinginu verið eins og ógæfumerki fyrir flokkinn. Við samþykkt hans hafði Noboru Tak- eshita, sem fyrstur lagði fram fumvarp um hann, orðið að segja af sér sem for- sætisráðherra vegna hlutabréfabrasks. Arftaki Takeshitas, Sosuke Ono, varð uppvís að smánarlegum viðskiptum við hverja geishuna af annarri, strax eftir að hann tók við stjórnvelinum, og varð að hrökklast úr embætti eftir kosningaósig- urinn. í kosningunum til fulltrúadeildarinnar (sem er pólitískt þýðingarmeiri en efri deildin) snemma á þessu ári tókst LDP þó að halda meirihlutanum undir for- ystu nýja formannsins, Toshiki Kaifu. En japanska Sósíalistaflokknum undir forystu Takako Doi tókst þó að vinna verulega á meðal kjósenda, sem þannig notuðu tækifærið til að veita útrás heift sinni gagnvart spillingunni í LDP, sem söluskatturinn var bara talinn einn angi af. En með því að LDP hélt tökum sín- um á fulltrúadeildinni lifði söluskattur- inn af. Hins vegar fara fram mjög við- kvæmar samkomulagstilraunir um „end- urskoðun“ hans. Það er alvanalegt meðal þróuðu þjóð- anna að borgararnir líti á það sem „rétt“ sinn að hlunnfara skattkerfið. En í Jap- an tengjast skattsvik einnig þeirri tilfinn- ingu almennings að yfirvöld dreifi skatt- byrðinni af ósanngimi og beinu rang- læti. í dæmigerðum japönskum orðaleik vísuðu þeir til skattkerfisins sem Kur- oyon (nafn á gríðarstóru miðlunarlóni við orkuver í Mið-Japan). Hvert at- kvæði og sérhljóði vísar til háðslegra hugmynda um það hversu hver stétt sé skattlögð. Til dæmis voru níu (ku) af hverjum tíu yenum tekna launþega skattlögð, meðan kaupmenn greiddu af sex (ro-ku) og bændur aðeins af fjórum (yon). I nýlegri gerð þessa orðaleiks gætir vaxandi háðs varðandi réttlæti skattkerf- isins. Nú er talað um Tohgoh Sanpin (Tohgoh er frægur aðmíráll og sanpin er gamalt slangur sem merkir fátækan óbreyttan hermann). Skattskyldar tekj- ur launþega eru tíu (toh) af hverjum tíu yenum, kaupmanna fimm (go) af tíu, bænda þrjú (san) meðan pólitíkusar greiða skatt af einu (pin) yeni af hverj- um tíu, sem þeir afla.* HEIMSMYND 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.