Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 56

Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 56
óvenjulegan byggingastíl þar sem form og hlut- föll ráða ferðinni. Honum tekst að koma á óvart og hefur komið með ferskan og örlítið framandi blæ inn í íslenska byggingalist. Margir telja sig sjá áhrif latneskrar húsagerðar- listar í verkum Vífils. Sjálfur er hann tregur til að taka undir þessa fyllyrðingu en segir að líklega megi rekja notkun hans á innanhússgarði, „pat- io“, til dvalarinnar í Mexikó. Húsagarðurinn er miðja hússins og öll herbergi tengjast honum. í suðrænum löndum er húsagarðurinn opinn en með hliðsjón af íslenskri veðráttu er þessi hluti hússins yfirbyggður hér. Hagræðingin sem af þessu fyrirkomulagi hlýst er sú að gangar verða óþarfir. „Petta leysir oft ýmis vandamál sem tengjast innra skipulagi húsa,“ segir Vífill. Ahrifin koma ekki síður frá ferðum Vífils um Island en hann ferðaðist mikið með foreldrum sínum innan og utan lands sem barn. Barbara og Magnús höfðu það fyrir venju að halda út á land á hverju sumri til að mála og bjuggu þá gjarnan á sveitabæjum. Pau fóru aðeins á einn stað á hverju sumri og héldu þar til. Þannig kynntist Vífill landinu á óvenju skemmtilegan og náinn hátt. Hann segir að þessi miklu ferðalög sem barn hljóti að hafa sett mark sitt á hann að ein- hverju leyti. Halla og Vífill ferðast einnig mikið og leggja þá líkt og foreldrar hans upp úr því að vera lengur á hverjum stað. Á ferðum sínum segjast þau gjarnan taka bakpokann og skoða litlu þorpin því áhugi þeirra beinist að mannlíf- inu á þessum afskekktu stöðum og því fólki sem þar býr. „Á þessum ferðum reynir maður vísvit- andi að drekka í sig það sem fyrir augu ber og beinlínis að verða fyrir áhrifum. Það má þó passa sig á því að rugla því ekki saman við það að stæla. Ætli ég geti ekki sagt um sjálfan mig að frekar en að elta uppi strauma og stefnur í arki- tektúr, reyni ég að láta ný áhrif síast smám sam- an inn.“ Segja má að það sem helst er sam- merkt með húsum Vífils er að þau skera sig öll með einhverjum hætti frá öðrum húsum. „Hin ólíku form heilla mig. Ætli það sé ekki komið frá pabba og glímu hans við form- ið sem myndhöggvari. Að mínu mati ríkir hér viss fátækt hvað form í húsagerð varðar. Ég er ekki viss um að það sé vegna þess að ís- lendingar séu lítt móttækilegir fyr- ir nýjum formum heldur tel ég að skýringarinnar sé að leita hjá þeim sem skammta þeim formin, arki- tektunum. Þegar efnið og tæknin bjóða upp á nánast hvað sem er þá er um að gera að láta hugmyndaflugið ráða, að leyfa huganum að reika eitthvað út fyrir þessi 90 gráðu horn.“ Strýtan, bragginn og kúluformið eiga vel við íslenska náttúru, segir Vífill, því landið er bæði hvasst og ávalt, samanber fjöllin og hæðirnar. Það fari því vel á að byggja slík hús hér, ekki að- eins til sveita heldur einnig í borgum. „Strýtu- formið er afskaplega öruggt því í raun er aðeins verið að byggja þak á alla fjóra vegu. Þú getur ekki aflagað þríhyrning eins og ferhyrning. Að búa í strýtuhúsi er eins og að búa með súð á fjóra vegu.“ I strýtulaga húsi eru öll herbergi sem eðli síns vegna þurfa að vera lokuð, eins og baðher- bergi og svefnherbergi, höfð á neðri hæðinni og eru nánast eins og herbergi í hefðbundnum hús- 56 HEIMSMYND 'T /\
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.