Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 8

Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 8
GANGA PRUNSKIENE . . . Þegar Prunskiene, forsætisráðherra Lit- háen, heimsótti Hvíta húsið í vor fékk hún ekki glæsilegar móttökur. Hún þurfti að draga upp sovéska vegabréfið sitt við hliðið, þar sem hún stöðvaði bíl sinn, og ganga upp tröðina til móts við Bandaríkjaforseta alein. Ólíklegt er að kynjafordómar hafi ráðið ferðinni því skemmst er að minnast þess að forseti íslands fékk glæsilegar móttökur á lóð Hvíta hússins fyrir rúmu ári. Báðar þessar konur eru fulltrúar smáþjóða en frú Prunskiene fékk að kynnast því hvernig er að vera fulltrúi lítillar þjóðar sem á undir högg að sækja í realpolitik alþjóðastjórnmálanna. Heimurinn horfir nú á sovéska heimsveldið leysast upp í frumeindir sínar. Eistland, Lettland og Litháen heimta sjálf- stæði. Lýðveldin Úkraína, Moldavía, Georgía og Azerbajan vilja einnig aðskilnað. Annars staðar í Sovétríkjunum er log- andi ágreiningur ólíkra þjóðemis- og trúarhópa. I ofanálag virðist almenningur ekki hafa nokkra trú á perestrojku Gor- batsjevs þótt hann álíti umbótastefnu sína í efnahagsmálum álíka mikilvæga og rússnesku byltinguna. Glasnost eða opnun- arstefnan leiddi til hruns kommúnismans þó svo að ýmsir for- kólfar vestrænna ríkja vilji þakka sjálfum sér þá þróun. Gor- batsjev gat lítið aðhafst gagnvart falli einræðisríkjanna í Aust- ur-Evrópu. Hann vissi að sú þróun slakaði á spennunni milli austurs og vesturs en enginn gat séð fyrir hið algera hrun hug- myndafræði kommúnismans í þessum heimshluta né þá keðju- verkun sem af hlytist. Og ef Sovétmenn óttast eitthvað er það sameinað og öflugt Þýskaland. Því fær Gorbatsjev að heyra það nú, fimm árum eftir að hann tók við forystu, að honum hafi mistekist. Hinum megin Atlantsála segja menn að Bush sé auli sem borði bökur en ekki steikur eins og almennileg vöðvabúnt. Harðlínumenn á hægri kantinum skammast yfir því að bandarísk stjórnvöld skuli ekki hafa nýtt sér misheppnaða valdaránstilraun í Pan- ama á síðasta hausti og hvað þau eru leiðitöm við kínverska harðstjóra eftir fjöldamorðin á Tianamen torgi fyrir ári. Þessir sömu aðilar fárast yfir því að forsetinn, sem hefur áhuga á umhverfismálum, býður talsmönnum homma í Hvíta húsið og þurfa þeir engan passa að sýna við hliðið. For- ystusauður harðlínumanna. Patrick Buchanan, ávítar forsetann og segir: Loks þegar Litháen tók þá ákvörðun að hrökkva eða stökkva og þessi litla þjóð stóð upp, hugrökk og einsömul, og bað hið Mikla Lýðveldi um viðurkenningu, var svar okkar að snúa við henni baki og með fágaðri rödd hlutleysisins báðum við fórnar- lamb og nauðgara um að halda aftur af sér . . . Ameríkanar hafa sterka réttlœtiskennd. Þeir líða ekki utanríkis- stefnu sem byggir á köldu mati og horfir framhjá þjáningu lít- illar þjóðar til að halda uppi kurteislegum samskiptum við kúg- ara hennar. En frú Prunskiene gekk upp tröðina alein. Og þannig eru örlög margra smáþjóða. A taflborði stór- veldanna eru þær peð sem stundum má fórna fyrir aðra og mikilvægari hagsmuni. Og allir skilja hagsmunina, stjórnmála- menn og stjómmálafræðingar, fréttamenn og sendifulltrúar. En þjáninguna þekkir enginn nema fómarlambið. Tími ólgu og upplausnar er framundan. Þótt stórveldi liðist sundur er heimurinn að þjappast saman. Örlög Sovétríkjanna eða sameinaðs Þýskalands eru örlög okkar. A Islandi býr smáþjóð. í áranna rás hafa þjóðir sem minna mega sín þurft að lúta lögmálum realpolitikur þegar viðameiri hagsmunir stórvelda eða valdablokka hafa setið í fyrirrúmi. Evrópa er að sameinast og óvíst er hver hlutur íslensku þjóðarinnar verður í því dæmi - vonandi ekkert í líkingu við göngu frú Prunskiene. FRAMLAG Ólafur Hannibalsson er orðinn þekktur fyrir ítarlegar úttektir sínar á gangi mála í viðskiptalífinu. Hann hefur vikum saman safnað upplýsingum um stöðu Arnarflugs, sögu félagsins og framtíðarhorfur. Ásdís Egilsdóttir er einn af lausapennum HEIMSMYNDAR. Hún kennir miðaldabókmenntir við Háskóla Islands og sá um þáttaröðina Menntakonur á miðöldum í Ríkisútvarpinu. í þessu blaði fjallar Ásdís um viðfangsefni Margrétar Guðmundsdóttur sagnfræðings sem er útgáfa og rannsókn á dagbókum Elku Björnsdóttur en hún var verkakona í Reykjavík á fyrstu áratugum aldarinnar. Hafliði Vilhelmsson skrifar endrum og eins greinar í HEIMSMYND. Eftir hann hafa komið út tvær skáldsögur og vinnur hann nú að þeirri þriðju sem ku fjalla um Islendinga á erlendri grundu en það er einmitt viðfangsefni Hafliða í grein hér í blaðinu. Pjetur Hafstein Lárusson er skáld. Hann skrifar í þetta blað um efni sem flestum skáldum er hugleikið - konur. Pjetur Hafstein skrifar um frekar konur. Laufey E. Löve hefur lokið námi í stjórnmálafræði við Háskóla íslands. Hún starfar sem blaðamaður og skrifar í þessu blaði grein um Vífil Magnússon arkitekt og konu hans Höllu Hannesdóttur en Odd Stefán ljósmyndaði heimili þeirra í bak og fyrir. 8 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.