Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 62

Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 62
 *• : ’ ; p f • f i %;_ ■ ■$< ¥ p .í?VvS&„,~ ' . ■ ■ : V j H: ' 'V ‘ ,... agbækurnar eru skrifaðar á árunum 1915 til 1923. Elka fæddist árið 1881 og fyrstu dag- bókarskrifin eru því frá því að hún var 34 ára. Það er hugsanlegt að hún hafi byrjað fyrr að skrifa en það eru engar dagbækur varðveittar eftir hana fyrr en frá 1915. Hún fæddist að Reykjum í Lundareykjadal en flutti til Reykjavíkur eins og svo margar sveitastelpur í byrjun aldarinnar og byrjaði á að ráðast í vist eins og algengt var. Þá var hún 25 ára. Síðan vann hún við ýmis störf, eins og saltfiskverkun, en saltfiskur var mikilvægasta útflutningsvara þjóðar- innar og verkakonur gegndu lykilhlutverki í saltfiskframleiðslunni. Eins vann hún við móttöku og þvotta, en heimilisþvotta á þessum tímum má hiklaust telja til erfiðis- vinnu, þegar það þurfti að arka með þvottinn inn í þvottalaug- ar. Það liggur í augum uppi að dagbók Elku hlýtur að vera merkileg lýsing á þeim störfum sem hún vann. Hún segir frá óhóflega löngum vinnutíma, matarhléin eru stutt og einu sinni segir hún til dæmis frá því að nú sé hún búin að vinna þrjú dægur samfleytt í fiski. I dagbók hennar má sækja upplýsingar um vinnubrögð þessara tíma, eins segir hún frá aðbúnaði á vinnustöðunum og samskiptum vinnufélaga, jafnvel um hvað verkakonurnar töluðu yfir fiskþvottakörunum. En kemur eitt- hvað fram um viðhorf hennar til vinnunnar? Hún er fyrst og fremst mótuð af viðhorfum bændasamfé- lagsins sem hún elst upp við. Hún hefur því jákvætt viðhorf til vinnunnar. Vissulega er hún að vinna til þess að geta fengið að borða en fyrir henni hefur vinnan gildi í sjálfri sér og hún þakkar oft guði fyrir vinnuna. Jafnframt því er hún mjög stétt- vís, hún tekur meðvitaða afstöðu með sinni stétt. Það kemur meðal annars fram í því að henni finnst menn úr efri stéttum ekki sýna erfiðisvinnunni skilning. Elka hefur greinilega verið góðum gáfum gædd. Þegar hún fermdist árið 1896 fékk hún um leið „einkunnir“ fyrir helstu námsgreinar, kristinfræði, skrift og lestur. Hún fékk besta vitnisburðinn af öllum fermingarsystkinunum. Á þessum ár- um voru möguleikar kvenna til menntunar afar litlir. Kvenna- 62 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.