Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 48

Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 48
 inu sinni hélt Flateyingur utan til að skoða heiminn. Hann kom aftur og langsigldur að þremur árum liðnum. Kann- ski hafði hann búist við fagn- andi móttökunefnd á bryggju- sporðinum en því var ekki að heilsa. Flateyingurinn stóð einsamall á bryggjunni með töskurnar sínar þegar hafnarvörðurinn sér hann, heilsar hon- um og spyr: ,,Ertu að fara í ferðalag, Nonni minn? Ég sé að þú heldur á ferða- koffortum.“ Fyrir nokkrum vikum stóð ég í sömu sporum og Nonni, nema hvað ég stóð í hlaði Leifs og bflstjóri var að kasta tösk- unum mínum í farangursgeymslu lang- ferðabifreiðar Guðmundar Jónassonar. Að sjálfsögðu tók enginn á móti mér, ég var öllum gleymdur eftir fjögurra ára úti- vist. Þegar ég svo hafði komið mér fyrir í Reykjavík, lá leiðin í bæinn. Það er alltaf spennandi að skoða borgina, jafnvel eftir skamma fjarveru, því breytingarnar eru svo örar að á þremur vikum geta gamal- gróin hús horfið og nýjum skotið upp. Ganga niður Laugaveginn færði mér heim sanninn um að hjarta borgarinnar væri hætt að slá. Önnur hver búðarhola á hausnum og lókalinn til leigu. Samt tók mig sárast að þekkja ekki eitt einasta andlit og mig fór að gruna að kannski hefði verið skipt um þjóð í landinu þau fáu ár sem ég var að heiman. Á móts við Traðarkotssund mætti ég loks gamalli vinkonu sem hefði strunsað framhjá mér ef ég hefði ekki hnippt í hana. Við heilsuðumst og spurðum frétta. Hún kom af fjöllum þegar ég sagðist hafa búið í Svíþjóð. Hafði greini- lega ekki saknað mín frekar en nokkur saknaði Flateyingsins. Sjálf bjó hún í New York og var bara í stuttri heim- sókn. Hún lagði áherslu á lýsingarorðið stutt, heimsborgari eins og hún entist ekki lengi í holu eins og Reykjavík. Það kom í ljóst þegar við inntum eftir vinum og kunningjum að flestir voru þeir erlendis eða á leiðinni þangað, sumir nýlentir en ætluðu að staldra stutt. ís- land, fósturlandið, var orðið þeim lítið annað en stoppistöð á geðveikislegum þeytingi á milli heimsálfa í leit betri tæki- færa. Island var aðeins staðurinn þar sem foreldrar og ættingjar húktu skjálf- andi undir hrammi vísitöludrekans, fang- ar eigin offjárfestinga. Til hvers varstu að koma heim? spurði vinkona mín hissa. Mér varð svarafátt, enda sú manngerð sem þarf tvo daga til að hugsa út svör við einföldustu spurn- ingum og oftast finn ég aldrei svar. Og ég hef reynt það að enginn sem ég mæti forvitnast um það hvers vegna ég hélt utan, það virðist sjálfgefið að maður geri það. Hvers vegna komstu aftur? er viðkvæðið, rétt eins og það sé óðs manns æði. Af hverju snýr Flateyingurinn aftur? Ganga niður Laugaveginn færði mér heim sanninn um að hjarta borgarinnar væri hætt að slá. Önnur hver búðarhola á hausnum og lókalinn til leigu. Þeir íslendingar sem ég komst í kynni við í Svíþjóð voru aðallega af þrennu tagi. Fyrsta ber að telja námsmenn sem ætluðu sér ekki að staldra lengur en nauðsyn krefði og fóru oft og margsinnis heim til Islands í alls kyns leyfi. Önnur gerð og ef til vill sú vanalegasta var fólk sem hrakist að heiman af efnahagsástæðum. áberandi voru einstæðar mæður sem eru smánaðar heima og látnar berj- ast fyrir lífi sínu og barna sinna en mæta meiri vinsemd og skilningi í sænska sósí- alistaríkinu. Kvað reyndar svo rammt að innflutningi einstæðra mæðra að sænskir félagsmálafulltrúar voru farnir að mögla að nú væru íslendingar eina ferðina enn að flytja út vandamál sín til nágranna sinna, samanber útstreymi homma og dópista frá íslandi á áttunda og níunda áratugnum. En auðvitað voru það ekki einvörð- ungu einstæðar mæður sem voru á flótta undan lökum lífskjörum heima. Ég kynntist mörgu duglegu iðnaðarfólki sem í krafti kunnáttu sinnar var enga stund að koma sér fyrir í nýja landinu en samt svo óvant því að geta séð sér far- borða með skikkanlegum vinnudegi að það sat með hendur í skauti um kvöld og helgar og vissi ekki hvernig það átti að verja öllum þessum tíma sem það allt í einu hafði til ráðstöfunar. Og í Svíþjóð hefur fram að þessu lítt borgað sig að vinna eftirvinnu, stóri bróðir hrifsar það allt saman. Þriðja gerðin sem ég kynntist, sú leiðinlegasta en því miður allt of áberandi, var sauðir sem helst ættu að gista fang- elsi eða geðsjúkrahús. Það voru ribbaldarnir, svikararn- ir, rugludallarnir og brenni- vínsberserkirnir sem aldrei voru til friðs og voru alltaf að koma sér úr einum vandræðum í önnur. Hálfvitar sem í gamla daga voru taldir óalandi og óferjandi og fengu ekki reisu- passa en geta nú í nafni frelsis ætt á milli borga á Norðurlöndum með brennandi brýr að baki og pólitíið á hælunum. En sem betur fer voru almennilegir og heiðarlegir Islendingar í meirihluta þeirra sem ég komst í kynni við. Fólk sem hafði gefist upp á vonlausu húsnæð- isþjarki og leitað til Svíþjóðar í von um úrlausn. Flestir virtust hafa fundið það sem þeir voru að leita að. Samræður Islendinga á fundum vildu einatt beinast að samanburði lífskjara í löndunum tveimur og marga hörmunga- söguna hef ég heyrt um það fólk sem hafði hrakist af eigum sínum og komið stórskuldugt eða gjaldþrota til Svíþjóðar 48 HEIMSMYND eftir HAFLIÐA VILHELMSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.