Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 85

Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 85
Tveir listamenn, Ágústa Jóhannsdóttir, kona Ellerts Schram, Hekla Pálsdóttir, kona Björgvins Schram yngra, og Hörður Erlingsson, maður Magdalenu Schram. dís Baldvinsdóttir (f.1959) lögfræðingur, nemur nú leiklist í London, Glúmur Baldvinsson (f.1966) viðskiptafræðinemi, Snœfríður Baldvinsdóttir (f.1968), sem hefur haslað sér völl sem þekkt fyrirsæta, bjó fyrst í París en nú í London, og Kol- finna Baldvinsdóttir (f.1970) nýstúdent. KNATTSPYRNUSNILLINGUR OG RITSTJÓRI b. Ellert Schram (f.1939) ritstjóri DV, lögfræðingur, er ann- ar í röðinni. Hann var á sínum yngri árum einn af bestu knatt- spyrnumönnum þjóðarinnar, margfaldur Islandsmeistari með KR og lék marga landsleiki og var fyrirliði landsliðsins. Hann var þekktur sem skapheitur og skapstór leikmaður. Eins og Björgvin faðir hans tók hann einnig virkan þátt í félagsmálum íþróttahreyfingarinnar og var formaður KSI á árunum 1973 til 1989. Þeir feðgar voru því formenn Knattspyrnusambandsins í samtals þrjá áratugi. Ellert hefur einnig setið í stjórn Alþjóða- knattspyrnusambandsins. Hann var skrifstofustjóri borgar- verkfræðings á árunum 1966 til 1971 en hugur hans stefndi í stjórnmál. Hann var formaður Sambands ungra sjálfstæðis- manna á miklum átakaárum 1969 til 1973 og skipaði sér í raðir Geirs Hallgrímssonar, öfugt við Gunnar G. Schram, frænda sinn. Ellert var kjörinn þingmaður Reykjavíkur árið 1971 og sat á þingi til 1979, Þá stóð hann upp úr öruggu sæti á lista Sjálfstæðisflokksins til að rýma fyrir Pétri Sigurðssyni sjó- manni vegna mikillar óánægju út af því að fulltrúar verkalýðs- félaganna fóru þá illa út úr prófkjöri. Lýsir það skaplyndi Ell- erts nokkuð. Hann hafði verið blaðamaður á Vísi á námsárum framhald á bls. 97 Hallgrímur Helgason, sonur Margrétar Schram, ræðir við Valgeir Guðjónsson, eiginmann Ástu Ragnarsdóttur. FJÖLLISTAKONAN OG RÁÐHERRAFRÚIN a. Bryndís Schram (f.1938) er elsta dóttirin og hana má sannarlega kalla fjöllistakonu. Hún hefur verið dansari, leik- ari, kennari, skólameistari, ritstjóri og fararstjóri en þekktust er hún eflaust sem dagskrárgerðarmaður í sjónvarpi. Hún hef- ur numið tungumál við háskóla í Frakklandi og Englandi og er með BA-próf í ensku, frönsku og latínu frá Háskóla íslands. Hún hóf nám í Listdansskóla Pjóðleíkhússins tólf ára gömul og vann þar síðan sem dansari til 1970. Einnig var hún í námi við Leiklistarskóla Þjóðleikhússins og lék þar á árunum 1964 til 1970. Hún varð fegurðardrottning Islands 1957. Bryndís var kennari í Menntaskólanum á ísafirði 1971 til 1978 og jafnframt skólameistari um eins árs skeið meðan bóndi hennar fór í framhaldsnám í Boston. Hún vann við dagskrárgerð hjá Sjón- varpinu 1978 til 1983 og var þá með barnatímann og vann hug og hjörtu jafnt barna sem fullorðinna. Hún var um tíma rit- stjóri Tískublaðsins Líf en vann síðan við dagskrárgerð hjá Stöð 2 um hríð og fleira. Bryndís er þekkt fyrir hispursleysi í tali og hreinskiptni og hefur stundum verið allnokkuð umdeild af þeim sökum. Hún lýsir sjálfri sér sem örgeðja og metnaðar- fullri konu. Fyrir tveimur árum kom út bókin Bryndís sem lýs- ir lífshlaupi hennar en Ólína Þorvarðardóttir, nýkjörinn borg- arfulltrúi í Reykjavík, skráði söguna. Varð bókin metsölubók fyrir jólin 1988. Maður Bryndísar er Jón Baldvin Hannibals- son hagfræðingur, utanríkisráðherra og formaður Alþýðu- flokksins. Má segja að þau hjón séu einhver litríkustu og mest áberandi hjón landsins um þessar mundir. Börn þeirra eru Al- Björgvin Schram og Aldís Brynjólfsdóttir vinstra megin fyrir miðju með börnum, tengdabörnum og barnabörnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.