Heimsmynd - 01.07.1990, Síða 73

Heimsmynd - 01.07.1990, Síða 73
J aði sænska kvikmyndaiðnað- inum. Dymling fól honum verkefni og eitt leiddi af öðru. Fyrstu kvikmyndirnar hans eru að miklu eða öllu leyti byggðar á eigin reynslu. Efnahagsþrengingar í Sví- þjóð árið 1951 settu Bergman og sænskri kvikmyndagerð stólinn fyrir dyrnar en tveim- ur árum síðar hafði hann lok- ið tveimur kvikmyndum sem urðu upphaf þess frægðarfer- ils sem við þekkjum. I þess- um kafla kvikmyndagerðar- innar var hjónabandið Bergman hugleikið, samband karls og konu út frá margvís- legum sjónarhornum. Hann hafði nú með sér hóp góðra leikara og grunnurinn var lagður að hinni sérstöku Bergman-túlkun. Segja má að Bergman sé fyrsti kvikmyndaleikstjórinn á Norðurlöndum og ef ekki í heiminum sem hlýtur þá við- urkenningum af intelligens- íunni að vera viðurkenndur listamaður. Viðfangsefni hans þar sem skilin milli geð- veiki og heilbrigði eru oft á tíðum óljós þóttu sett fram af mikilli snilld sem og fram- setning hans á sambandi manneskjunnar við umhverfi sitt og einangrun hennar og sambandið við Guð. Undanfarna áratugi hefur Bergman búið á eyjunni Faro sem hefur oft verið notuð sem svið fyrir verk hans. Samtímis kvikmyndagerðinni starfaði Bergman sem leik- stjóri á sviði, síðast fyrir Konunglega sænska leikhúsið í Stokkhólmi. Hann hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar. Hann er einn af stóru kvikmyndaleik- stjórunum sem skrifa, leik- stýra og taka á heimspekileg- um vandamálum. Hann hef- ur notað kvikmyndina sem miðil fyrir eigin hugmyndir og heimsmynd. Vinsældir Bergmans um heimsbyggðina hafa gert það að verkum að umheimurinn lítur oft á Sví- þjóð og það sem sænskt er með augum Bergmans sjálfs. Blökkumannaleiðtog- inn Nelson Mandela fæddist í júlí 1918 (fæðingardagur óþekktur) í Umtata í Transkei í Suður- Afríku. Hann sat í fangelsi Mandela laus úr prísundinnl frá 1964 og þar til honum var sleppt lausum eftir 26 ár í febrúar síðastliðnum. Bar- átta hans gegn aðskilnaði svartra og hvítra hefur vakið heimsathygli en hann er nú orðinn 71 árs. Mandela er sonur ættar- höfðingjans Henry Mandela af Tembu ættbálkinum og hann fékk kost á að ganga menntaveginn. Hann lagði stund á lögfræði við háskól- ann í Witwatersrand og lauk lagaprófi 1942. Hann gekk í afríska þjóðarráðið 1944 og varð fljótlega leiðtogi frelsis- baráttunnar. Hann var í and- spyrnuhreyfingunni gegn að- skilnaðarstefnu Þjóðarflokks- ins og var ákærður fyrir föðurlandssvik 1956 en sýkn- aður 1961. Á meðan réttar- höldunum stóð skildi hann við fyrri eiginkonu sína og giftist Nomzamo Winifred sem er betur þekkt sem Winnie Mandela en hún er sextán árum yngri en hann. Eftir fjöldamorðin í Sharpeville árið 1960 þar sem lögreglan murkaði lífið úr fjölda óvopnaðra blökku- manna um leið og afríska Jung árið 1916 sem var í and- stöðu við margar helstu hug- myndir Freuds og fjallaði það um sálfræði dulvitundarinn- ar. Sem barn upplifði Karl Jung drauma sína sterkt og eftir að hann sleit sambandi við Freud leyfði hann þessum þætti persónuleika síns að fá útrás á nýjan leik. Á sama tíma gerði hann rannsóknir á eigin draumum og hugar- flugi. Síðar þróaði hann kenningu um þá reynslu sem fólk upplifði út frá dulvitund sinni og þá dulvitund taldi hann sameiginlega öllum. En kenning hans um fornmyndir byggir á þessum rannsóknum og var hún mjög umdeild þótt hún hefði mikil áhrif í rannsóknum í trúarsálfræði. Jung hélt áfram til dauða- dags að þróa hugmyndir sín- ar, sérstaklega þær sem sner- ust um samband sálfræði og trúar. Hann var þess fullviss að ýmis skrif úr fortíðinni vörpuðu ljósi á drauma fólks og hugaróra. Hann hafði mikinn áhuga á launhelgum ritum og annarri dulspeki óþekktra höfunda og leit á kristna trú sem einn lið í þeirri þróun mannkyns sem væri nauðsynleg vitundar- þroskanum. Rannsóknir Jung gerðu honum sjálfum kleift að hjálpa miðaldra og eldra fólki að sætta sig við hlut- skipti sitt í lífinu, sérstaklega þeim sem töldu sér ekki hafa farnast eins vel og skyldi. Jung gerðist prófessor í Zur- ich á efri árum í sálfræði og síðar í Basel. Hann naut mik- illar virðingar sökum víð- tækrar þekkingar í sögu auk hins merka framlags í sál- fræðinni og margir leituðu álits hans á atburðarás í sam- tímanum. Strax árið 1918 sá Jung fyrir sterka stöðu þýska ríkisins í Evrópu og uppgang- ur nasista kom honum allra síst að óvörum. Fyrir vikið var hann ranglega bendlaður við hið illræmda afl. Síðustu æviárunum eyddi hann í sveitasælunni í Sviss þar sem hann og eiginkona hans Emma áttu fagurt heimili við vatnið í Zurich. Þangað heimsótti þau fjöldi merkra gesta og Jung naut lífsins fram til dauðadags árið 1961. Sérleyfisferðir um Vestfirði. Hópferðabílar 11-60 sæta. HEIMSMYND 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.