Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 17

Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 17
ARNARFLUG Boeing 707 fragtvél einhvers staðar í Afríku. Tvær þotur í áætlunar- og vöruflugi. ríkisvaldið og Alþingi hefðu staðfest þann vilja sinn að hér yrðu tvö flugfélög, sem ættu í samkeppni innanlands og á erlendum vettvangi og að hið endur- skipulagða félag mundi njóta velvildar og stuðnings yfirvalda við að komast fram úr erfiðleikunum. Reyndina telja þeir hins vegar þá að þeir hafi fyllilega staðið við sitt og ríflega það, lagt í fyrir- tækið um 240 milljónir króna í nýju hlutafé, sem þá er alls komið í 400 millj- ónir, meðan ríkið og ríkisbankakerfið hafi ekki einu sinni staðið við efndir á þeim fyrirheitum, sem gefin hafi verið með lagasetningunni um ríkisábyrgð, og í raun þannig sniðgengið fyrirmæh Al- þingis. Mikil auglýsingaherferð var rekin meðal almennings fyrir kaupum á hluta- bréfum. Var óspart auglýst hversu góð kaup menn gerðu í Boeing 737-200 vél- inni, sem félagið væri í þann veginn að eignast að fullu á kaupleigusamningi frá 1984. Þá - og í síðara hlutafjárútboði - buðust nýjum hluthöfum og fríar ferðir með vélum félagsins eftir ákveðnum reglum. Sætti félagið nokkurri gagnrýni fyrir þessi gylliboð, en margir urðu til að kaupa og eru hluthafar nú orðnir tvö þúsund talsins. Arnarflugsmenn töldu sig hafa komist að því í viðtölum sínum við alþingis- menn, að stuðningur margra þeirra við félagið byggðist fyrst og fremst á því að þeir væru „hitt“ áætlunarflugfélagið, bæði innanlands og utan. Ein af fyrstu ákvörðunum þeirra var því að hætta öllu pílagrímaflugi og erlendum áhættuverk- efnum eftir að samningur þeirra við Air Algerie rynni út þá um haustið. Raunar höfðu menn brennt sig illilega á þessari starfsemi og píla- grímaflugið fyrir Al- sírmenn verið af- drifaríkasti þáttur- inn í að svo illa var fyrir félaginu komið. Fyrri forráðamenn félagsins höfðu reiknað með hagnaði af þessu flugi 1986 og nýju eigendumir gert sér vonir um að það kæmi að minnsta kosti út á núlli. Reyndin varð 160 milljón króna tap á þessu byrjunarári, eða verulega hærri upphæð en nam nýja hlutafénu. Þegar Kristinn Sigtryggsson gekk til liðs við nýja hluthafahópinn í september um haustið reyndist hagur félagsins raunar 200 til 300 milljónum króna (allt að 400 milljónum króna á verðlagi í dag) verri en reiknað hafði verið með og þeim vanda hefur hann orðið að ýta á undan sér alla tíð síðan. Hlutafé hefur að vísu komið inn í smáskömmtum en étist upp í verðbólgu og vaxtagreiðslum á vanski' og því nýst félaginu illa. Kristinn hefar því aldrei getað einbeitt sér að rekstrin- um heldur mikið af tíma hans og starf- skröftum farið í að bjarga fjármálunum fyrir horn frá degi til dags. Þegar nýju hluthafarnir báru saman bækumar þetta sumar var úr vöndu að ráða. Með lagasetningu Alþingis um rík- isábyrgð gegn 95 milljón króna hluta- fjárframlögum höfðu menn skuldbundið sig með vissum hætti til að sjá dæmið til enda. Menn gerðu þá ráð fyrir að það væri sjö til tíu ára verkefni að koma fé- laginu á réttan kjöl. RÍKIÐ HIRÐIR ÞOTUNA Allt frá upphafi Amsterdamflugsins hafði Arnarflug haft mikið og gott sam- starf við hollenska flugfélagið KLM. Því var nú leitað til þess með ráðgjöf. Það Starfað með einni leiguþotu. Svavar Egilsson býður 200 milljón króna hlutafé gegn meirihluta í félaginu. sendi hingað starfsmann sinn af norskum ættum, Olaf Everts að nafni, og kom hann hingað með einu flugi Amarflugs frá Amsterdam. Félagið flaug þá með einni flugvél og sameinaði fragt- og far- þegaflutninga eftir því sem þörfin gaf til- efni til. Svo slysalega hafði viljað til þeg- ar vélin var á útleið, að fiskur hafði farið niður í fragtrýminu fram í og var ekki laust við að enn legði fisklyktina aftur í farþegaklefann. Hvort sem þetta hefur nú haft úrslitaáhrif á skýrslu Everts, þá lagði hann til eftir vikudvöl hér á landi, að þessum sameinuðu fragt- og farþega- flutningum yrði hætt, þáverandi vél yrði áfram í fragtflutningum og tilfallandi verkefnum en ný vél fengin til farþega- flugs. Menn voru mjög í vafa um hvort þetta væri tímabært, en það ýtti á eftir að Flugleiðir voru að tilkynna um vænt- anleg kaup á nýjum vélum og að æ fleiri lönd voru í þann veginn að banna sam- nýtingu farþega- og fragtflutninga með þessum hætti. En um leið og félagið hóf rekstur með tveimur flugvélum 1988 reið hin heimatilbúna íslenska kreppa í hlað með samdrætti á öllum sviðum eftir tvö undangengin veltiár. Fjármagn frá þýsk- um aðilum, sem menn höfðu gert sér vonir um, lét á sér standa og 1988 varð mikið tapár. Menn brugðust líka of seint við og þessi taprekstur hélt áfram fram á árið 1989. IEEE1 Ríkið leysir til sín „Þjóðarþotuna". Laufey Jóhannsdóttir flugfreyja gengur um beina á gullfarrými Arnarflugs. HEIMSMYND 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.