Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 18

Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 18
UPPLJÓSTRANIR UPPSAGNIR A SLÆMUM TIMA ... UPPRENNANDI.. . GOTUDANS ... UPPRENNANDI Ingvar E. Sigurðsson, er nýútskrifaður leikari frá Leik- listarskóla íslands en hefur þó þegar fengið tvö hlutverk, annað í Borgarleikhúsinu en hitt í Þjóöleikhúsinu. Ingvar fer með hlutverk Þórs, ungs gítarleikara í leikritinu Eg er meistarinn eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur sem tekið verður til sýninga 4. október í Borgarleikhúsinu. Það er Kjartan Ragnarsson sem leikstýrir verkinu. I Þjóðleikhúsinu glímir Ingvar hins vegar ásamt Arnari Jónssyni við hlutverk Péturs Gauts í samnefndu leikriti eftir Henrik Ibsen í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Ingvar kveðst að vonum vera mjög ánægður með þessa þróun mála því oft geti ungum leikurum reynst erfitt að krækja í hlutverk. Ingvar hefur einnig komið nálægt kvikmyndaleik. Hann fór með hlutverk í kvikmynd Oskars Jónassonar, SSL 25 eða Sérsveitin Laugarásvegi 25, sem vakti mikla athygli þegar hún var sýnd hér síðasta vetur. NYR UTFLUTN- INGUR Sífellt fleiri íslenskar fyrir- sætur halda til starfa á er- lendri grundu. Fyrirsætufyr- irtækið Icelandic Models kynnti fyrir skömmu þær stúlkur sem starfa á vegum þess en margar þeirra hafa unnið við fyrirsætustörf er- lendis svo sem í Japan, á Spáni og Italíu. Kynningin, sem haldin var á Hótel Borg, var að vonum vel sótt og voru hátt í fjögur hundruð gestir viðstaddir. Að rekstri Icelandic Models standa fjór- ar stúlkur, Sif Guðmunds- dóttir, Laufey Johansen, Hendrikka Waage og Berg- lind Johansen. VOGUE Nýjungar skjóta stöðugt upp kollinum. Bandaríska söng- og leikkonan Ma- donna, sem þekkt er fyrir allt annað en að fara troðnar slóðir, gaf ekki alls fyrir löngu út plötu sem ber nafn- ið Vogue. Söngkonan, sem gerði víðreist og kynnti plöt- una um allan heim með mikl- um ljósa- og danstilþrifum, lét sig ekki muna um að kynna samhliða tónlist sinni nýjan dansstfl sem hún hefur þróað og kallaður hefur verið Voguedans. Dansinn sem saman stendur af stöðum og diskódansi féll strax vel í kramið hjá áhorfendum og nýtur nú mikillar hrifningar á diskótekum á Vesturlöndum. Islenskir dansskólar hafa að venju brugðist fljótt við og bjóða nú flestir námskeið fyr- ir alla aldursflokka í þessum óvenjulega dansi sem á stundum þykir minna mjög á tilburði vaxtarræktarmanna og -kvenna en í þeirra hópi eru svokallaðar stöður gjarn- an iðkaðar. Því má bæta við að það allra nýjasta sem íslenskir dansskólar bjóða nemendum sínum upp á eru námskeið í street dansi sem á íslensku myndi útleggjast götudans. Sá dans er dansaður við hou- se og hip hop tónlist og nýtur að sögn Sóleyjar Jóhanns- dóttur hvað mestra vinsælda meðal karlþjóðarinnar. PRESSU MÍNUS Ný ritsjórn vikublaðsins Pressunnar hefur tekið til starfa þó dregist hafi að ganga endanlega frá samningi vegna starfsloka fráfarandi ritstjórnar blaðsins. Að sögn Jónínu Leósdóttur, fyrrverandi ritstjóra blaðsins, ber fjármálastjóri þess Hákon Hákonarson fyrir sig skorti á lausafé en benda má á að á sama tíma hefur fyrirtækið lagt út í kostnað við kaup á nýjum skrifstofubúnaði og tekið á leigu viðbótar- húsnæði. Ekki er þó talið líklegt að Blað hf., en svo heitir útgáfufyrirtæki það sem rekur Pressuna, komist hjá því að borga fráfarandi ritstjórum blaðsins, þeim Jónínu Leósdótt- ur og Ómari Friðrikssyni, þriggja mánaða lögbundinn upp- sagnarfrest. Hvorugt þeirra hefur enn sem komið er ráðið sig í vinnu að nýju. „Eg hef enn ekki fengið nóg af fjölmiðlum þó vissulega hafi það verið ólýsanlega erfið reynsla að hafa verið sagt upp starfi svo fyrirvaralaust,“ sagði Jónína í samtali við HEIMSMYND. „Það þarf þó meira til en þetta svo ég segi endanlega skilið við fjölmiðlana," bætti hún við. Jónína var ein þeirra sem stóðu að stofnun Pressunar á sínum tíma og sú sem heiðurinn á að nafninu sem mörgum þykir sérlega vel til fundið. Ómar Friðriksson, sem ásamt Jónínu missti starf sitt sem ritstjóri, segist hafa lært á þessu að vanda valið þegar að því kemur að velja vinnuveitendur og flana ekki að neinu. „Uppsagnirnar koma á mjög slæmum tíma því flestir fjöl- miðlar hafa þegar ráðið fólk til starfa fyrir veturinn en það góða við þetta er að nú gefst meiri tími til að sinna dætrun- um tveim og húsverkunum,“ sagði Ómar. Ingvar E. Sigurðsson. Jónína Leósdóttir. íslensk fyrirsæta. 18 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.