Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 54

Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 54
Ur stífu karlmannlegu dragtinni" má segja að lýsi þeirri hugarfars- breytingu sem á sér stað meðal kvenna á vinnu- markaðinum í dag. Það er ekki svo ýkja langt síðan konur fóru að seilast til aukinna áhrifa og tóku að skipa ýmsar þær ábyrgðar- og stjórnunarstöður sem þær gera í dag. Þegar konur fóru fyrst að gegna þessum störfum kom upp sú spurning hverju þær ættu að klæðast. Lengi létu konur stjórnast af hefðbundn- um klæðaburði karlmanna. Þær klædd- ust einföldum ókvenlegum drögtum, gjarnan bláum eða svörtum, sem voru einhvers konar eftirlíkingar af hefð- bundnum jakkafötum karla. Við dragt- irnar voru gjarnan notaðar einfaldar hvítar skyrtur og oft var slaufa hnýtt í hálsinn og var þá einhvers konar bindis- ígildi. Kvenlegar línur og litir þóttu ekki eiga heima á vinnustað og slæður og skartgripir best geymt heima. Með öðr- um orðum, kvenleiki átti ekki við á vinnustaðnum. Með auknum áhrifum kvenna í atvinnulífinu og vaxandi sjálfs- öryggi hafa þær hins vegar æ oftar farið út fyrir þann hefðbundna ramma sem klæðaburði þeirra var í upphafi settur. í dag er algengt að sjá glæsilega klæddar konur í ábyrgðarstöðum sem leggja óhræddar áherslu á kvenleika sinn. Þess- ar konur hafa söðlað um og mæta nú til vinnu sem jafnokar karlmanna án þess að líkja eftir hefðbundnum klæðnaði þeirra. Engum dettur lengur í hug að halda því fram að kvenlegur klæðaburð- ur muni draga úr áhrifamætti orða þeirra og gerða og ef til vill síst þeim sjálfum. tískuhönnuðir hafa komið til móts við konur að því leyti að þeir eru nú teknir að hanna kvenlegar dragtir sem henta konum sem gegna ábyrgðar- stöðum á vinnumarkaðinum. Þessar dragtir eru gjarnan lit- ríkar eða með skrautlegum hnöppum sem lífga upp á konuna, gera hana áber- andi og draga fram kosti hennar og sér- kenni í stað þess að fella allar konur í sama mótið. Nýja ímyndin af konu, sem komist hefur til virðingar og valda í þjóðfélaginu, er kona sem setur pers- ónulegan svip sinn á umhverfið engu síð- ur en karlmenn. En föt eru annað og meira en spjarir til að verjast kuldanum eða til þess að hylja nekt okkar. Fatnað- ur hefur löngum gegnt því hlutverki að sýna stöðu fólks, aldur, fjárhag eða starfsstétt. Fatnaður er einnig leið til sjálfstjáningar og þá tjáningaraðferð nota allir meira eða minna, bæði meðvit- að og ómeðvitað. Italski rithöfundurinn Umberto Eco telur til dæmis að fatnaður sé hluti af táknkerfi mannsins svipað og málið. Þennan tjáningarmáta kunna konur svo sannarlega að nýta sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.