Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 11

Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 11
eru óákveðin eða neita að svara. Þetta segir þá sögu að Kvennalistinn sé ekki í hugum kvenna almennt sá vettvangur tækifæranna sem hann gefur sig út fyrir að vera. Þá hefur Kvennalistinn einnig verið harðlega gagnrýndur fyrir útskipta- reglur sínar en þó er ekki loku fyrir skot- ið að konurnar tefli fram kvenkostum sem laða að fylgi, eins og Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur eða jafnvel Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur sem lét af þing- mennsku 1987. Sumir segja að samstarf við Kvenna- lista væri kjörstaða fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Aðrir telja að Kvennalistinn sé hugsanlegt fjórða hjól undir vagni í áframhaldandi vinstri stjórn þar sem Borgaraflokkurinn verði ekki til staðar eftir næstu kosningar en fylgi hans mæl- ist nú innan við hálft prósent. Verði Þorsteinn Pálsson í aðstöðu til að mynda stjórn er ekki ólíklegt að Kvennalistinn komi við sögu jafnvel þótt um reginágreining verði að ræða í stefnumálum. Konurnar eru þekktar fyr- ir að standa við gerða samninga en hið sama verður ekki sagt um marga aðra. Stóra spurningin eftir sem áður er í hvaða hlutverki Davíð Oddsson verður í næstu kosningum. Hann er í ákveðnum ógöngum þótt hann standi sterkar að vígi en nokkur annar stjórnmálamaður á Is- landi nú. Taki hann sæti á þingi sem óbreyttur þingmaður undir ríkisstjórn með þátttöku Sjálfstæðisflokks fær hann ekki tækifæri til að taka við flokknum fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Þá verður hann að rýma borgarstjórastólinn fyrir arftaka sínum, eins og Birgir ísleifur rýmdi fyrir honum og Geir Hallgrímsson fyrir Birgi á sínum tíma. Þá er óhugsandi að hann láti af embætti sínu sem borgar- stjóri til að verða fagráðherra. Hingað til hafa margir Sjálfstæðis- menn verið andvígir því að halda lands- fund fyrir kosningar í vor til að losna við að opinbera ágreininginn innan flokks- ins. Nú gætu mál skipast þannig að Dav- íð ynni það mikinn sigur í prófkjöri í Reykjavík að landsfundur yrði kallaður saman fyrir kosningar. Enda segir sagan að Þorsteinn Pálsson standi ekkert of sterkt í eigin kjördæmi, Suðurlandi, og fari hann illa út úr prófkjöri leiðir það næstum sjálfkrafa til landsfundar og for- mannsskipta. Leiði Þorsteinn hins vegar flokk sinn í komandi kosningum og tak- ist honum að mynda ríkisstjórn í kjölfar þeirra er hugsanlegt að hann verði for- maður lengur en margur ætlar nú. Mis- takist Þorsteini Pálssyni hins vegar eru dagar hans í stjórnmálum taldir og þá á Davíð vart neitt val lengur. Sumir sjálfstæðismenn eru yfirmáta bjartsýnir á úrslit næstu þingkosninga og telja að Sjálfstæðisflokkurinn nái jafnvel meirihluta. Hinir raunsæju gera sér í mesta lagi vonir um 40 prósent sigur og telja flokkinn geta vel við unað. En þá er líka ljóst að miðað við óbreytta forystu er Þorsteini Pálssyni mikill vandi á hönd- um. Það er hætt við því að þegar viðræð- ur hefjast á milli hans og formanna nú- verandi stjórnarflokka að þráðurinn slitni með minningarbrotum úr fortíð- inni, núverandi ráðherrar dæsi og segi sem svo, best að reyna aftur sjálfir. Þá er það ekki bara tilhugsunin um vinstri stjórn næstu árin sem mun vefjast fyrir Þorsteini Pálssyni heldur einnig hans eigin pólitíska framtíð. Því væri klókt hjá honum að snúa sér að ljósk- unni á myndinni að ofan og stöllum hennar strax.D VANDLÁTIR VELJA VOSSEN Stœrðir. 50x100 30x50 22x15 67x140 100x150 ,'fvossen S. ARMANN MAGNUSSON HEILDVERSLUN SKÚTUVOGI 12j SÍMI 6870 70 HEIMSMYND 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.