Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 42
irnar bera með sér.
Það var starfsfólk
hárgreiðslustofunn-
ar Salon VEH sem
hannaði greiðsl-
urnar og klippti
módelin en Karl
Berndsen sá um
förðun. Mynd-
irnar tók María
Guðmundsdótt-
ir.D
tókst á nokkrum árum að afla sér orðstírs sem leikkona.
Hún vann sinn fyrsta leiksigur. 1869 í hlutverki Zanetto í
leikritinu Le Passant eftir Francois Coppées. Victor Hugo
kallaði hana „gullnu röddina“ eftir að hún lék í leikritinu
Ruy Blas eftir hann. En gagnrýnendur voru
áfram tortryggnir. Það var ekki fyrr en Sarah
Bernhard stofnaði sinn eigin leikflokk að hún
lagði heiminn að fótum sér. Hún fór átta sinnum
til Bandaríkjanna og lék í New York og ferðaðist
allt til Ástralíu frá Suður-Ameríku. Frægust varð
hún í hlutverki Kamelíufrúarinnar eftir Alexan-
dre Dumas yngra.
Það breytti miklu fyrir Söruh þegar hún kynntist
leikritaskáldinu Victorien Sardou. Hann skrifaði
mörg leikrit fyrir hana í aðalhlutverki, Fédora,
La Tosca, Kleópötru og fleiri, leikstýrði sjálfur
og kenndi henni að klæðast á áberandi hátt.
Hún slasaði sig á sviði í Suður-Ameríku 1905 með þeim
afleiðingum að það þurfti að taka af henni annan fótlegginn
tíu árum síðar. I fyrri heimsstyrjöldinni lét hún bera sig í litl-
um stóli þegar hún heimsótti hermennina á vígstöðvunum.
Allt til dauðadags lék hún sitjandi og rétt áður en hún lést
var hún fest á filmu í íbúð sinni í París, þar sem hún lést
1923, 59 ára gömul.
FEGURÐ: Stutt og stílhreint
HÁR, líkt og fatnaður og snyrting, ber í vetur keim af tísku
sjöunda áratugarinns. Formin í hársnyrtingu eru sótt til þessa
tímabils en útfærð á nýjan hátt. Stílhreinar línur eru ríkjandi
en tjásulegt hár hippatímabilsins látið lönd og leið. Lína hárs-
ins á annaðhvort að vera stutt eða síð í vetur. Stutt hár er þá
oft klippt hátt í hnakkann en síðara að framan. Þannig er
það klippt í form sem minnir á kúlu og lítur þá út fyrir að
vera túberað án þess þó að vera það. Náttúrulegir brúnir lit-
ir eru áberandi í vetrartískunni en gervilegir hárlitir sjást
lítið sem ekkert. Mikið er jafnframt lagt upp úr því að hár-
ið glansi.
Sítt hár sem nær niður á mitt bak á einnig eftir að sjást
mikið í vetur. Hárið er þá oft sett upp í nokkurs konar
pylsu í hnakkann að sögn Elsu Haraldsdóttur hárgreiðsl-
umeistara og lokkar látnir falla lausir um andlitið. Þá
verður svokölluð Bardot greiðsla mjög vinsæl í vetur en
þá er hárið túberað upp á hvirflinum og lokkar sömu-
leiðis látnir falla um andlitið. Þessi greiðsla fer ljósu
hári sérlega vel.
Stflhreinar línur henta
jafnt konum á öllum
aldri. Þar hefur svipuð
þróun átt sér stað og í
fatatísku. Klassískur
fatnaður höfðar nú í
stöðugt meira mæli til
yngri aldurshópa.
Þannig má segja að
tískan geri það að
verkum að allir geti
notað sömu föt og
sömu klippingar.
Á myndunum
má sjá tvær klipp-
ingar úr vetrarlín-
unni frá Salon
VEH. Grunn-
tónninn í báðum
er form sjöunda
áratugarins en
þeim má
breyta mjög
eins og mynd-
Leikkonan Sarah Bernhardt, hin guðdómlega Sarah,
La Divine Sarah, sem var viðurnefni hennar, var
fædd 22. eða 23. október árið 1844 í París. Upp-
runalegt nafn hennar var Henriette Rosine Bernard. Hún
varð goðsögn í lifanda lífi, lék á sviði um alla
Evrópu og í Bandaríkjunum og er eitt stærsta
nafn í sögu leikhússins.
Hún var óskilgetin. Móðir hennar Judith Van
Hard var hollensk vændiskona af fínni sortinni
og faðir hennar Edouard Bernard laganemi. Ju-
dith treysti sér ekki til að ala dóttur sína upp og
hin veikbyggða Sarah var send í klaustur. Það
var elskhugi móður hennar, hálfbróðir Napó-
leons III, sem leiddi hana inn á braut leiklistar-
innar með því að koma henni í leiklistarskóla.
Enginn kennaranna þar fékk sérstakar mætur á
stúlkunni sem þótti ekki mjög hæfileikarík.
Síðar komst hún að hjá Comédie-Francaise, franska þjóð-
leikhúsinu, en vakti heldur ekki athygli þar. Hún var rekin
þaðan 1863 fyrir að gefa eldri leikkonu, sem hafði verið
ókurteis, kinnhest. í kjölfarið fylgdi tímabil þar sem Sarah
efaðist um hæfileika sína. Á þessum tíma var hún ástkona
Hinriks prins af Ligne og eignaðist sitt eina barn, Maurice.
Árið 1866 komst hún á samning við Odeon-leikhúsið og