Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 51

Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 51
áhersla færðist yfir á vopn og karlmenn. Smám saman tóku strákarnir með vopnin völdin og ýmist sigruðu mæðrasamfé- lögin eða breyttu þeim í feðraveldi. Sigurvegararnir stofnuðu þjóðfélög með valdaröð, móðurgyðjan varð að ströngum föð- urguði, einkaeign og hernaðarhyggja komu til sögunnar. Um leið minnkaði áhuginn á hringrás tíma og lífs, áður höfðu myrkur og ljós, líf og dauði verið jafngild en boðberar hinna nýju siða vildu einungis vera sólarmegin í lífinu og röskuðu með því ævagömlu jafnvægi. Barátta Heide Göttner-Abendroth fyrir því að fá að iðka rannsóknir á mæðraveldi og koma þeim áleiðis hefur verið löng og ströng og sett mark sitt á allt líf hennar. Það hefur tekið hana tuttugu ár að ná þeim markmiðum og starfsgrund- velli sem hún hefur nú. Hún hefur ekki einungis yfirgefið há- skólann, hún hefur líka sagt skilið við kristni og kirkju. Kristnin er í hennar augum trúarbrögð feðraveldis, sem ekki einu sinni kvennaguðfræðin - sem mörgum þykir þó æði rót- tæk - megnar að milda. Hún var alin upp í mótmælendasið en gerðist kaþólsk þegar hún giftist kaþólskum manni. í fyrstu heillaðist hún af þeim kvenleika sem kaþólska kirkjan felur í sér, ekki hvað síst í ímynd Maríu meyjar, þó fór svo að lokum að hún gerðist fráhverf kristni. Hjónabandið tók líka enda en tvær.dætur hennar hafa komið til liðs við hana. Við skilnaðinn kom bóndabærinn í hennar hlut og þar er bæði heimili hennar og vinnustaður. Það er víst óhætt að kalla Heide Göttner- Abendroth últra-femínista og líklega ekki margar konur sem hafa löngun eða þor til þess að fara sömu leið og hún. Þegar hún er spurð að því hvaða gildi rannsóknir hennar geti haft fyrir konur nútímans bendir hún góðlátlega á að ekki sé unnt að hverfa aftur í tímann, enda hafi fæstir víst áhuga á því, hins vegar geti athuganir hennar hjálpað konum til að öðlast betri skilning á sjálfum sér. Sjálf segist hún hafa unnið þrotlaust í átta ár þar til hana fór að dreyma sjálfa sig í gyðju- líki, þá fannst henni hulin öfl leysast úr læðingi og hún fór að skynja nýjar víddir . . . Oft heyrist sagt nú að komin sé þreyta í kvennabaráttuna og alla umræðu um málefni kvenna. Það er eflaust eitthvað til í því en eitt er víst að konur eru líka sjálfar þreyttar. Þreyttar eftir langan vinnudag og endalausan þeyting milli dagvista og verslana. Aukin atvinnu- og félagsmálaþátttaka hefur haft í för með sér aukið álag en harla lítil völd. Sú kynslóð sem hóf barnauppeldi um 1970 sá fyrir sér nýja lausn: foreldraábyrgð og umhyggja skyldi vera jöfn um leið og bæði kyn áttu jafnan hlut í því að afla fjölskyldunni lífsviðurværis. En eitthvað hef- ur farið úrskeiðis á leiðinni, þjóðfélagið hefur lítið sem ekkert lagað sig að breyttum lífsháttum. Vinnutíminn hefur ekki styst. Sveigjanlegur vinnutími og þar með sveigjanlegur af- greiðslutími fyrirtækja og stofnana er jafnfjarlægur draumur og fyrir tuttugu árum. Það er því afskaplega auðvelt að láta undan þeim þrýstingi sem alltaf er fyrir hendi og snúa heim - í þeirri trú að það sé best fyrir börnin. Sífellt er alið á sektar- kennd mæðra og konur eru ævinlega veikar fyrir ef gefið er í skyn að þær vanræki börnin. Eitt stórblaðanna í tískuheiminum kynnti nú í haust sígildu línuna í tískunni þar sem áhersla var lögð á gömlu, góðu, var- anlegu gildin. Fyrirsætur tískublaðanna eru venjulega vart komnar af barnsaldri, en þennan þátt tískunnar kynnti fyrir- sæta með virðulegri og þroskaðri svip - með lokkaprútt og vel klætt barn á handleggnum. Mjúkir brúnir og gylltir litir um- vöfðu þessa nútíma móðurgyðju, íklædda kasmírull og silki, þar sem virðulega búið heimili myndaði ákjósanlegan bak- grunn. Við fyrstu sýn virðist hér vera á ferðinni geðþekkari kvenímynd en formhrein og köld ímynd uppakonunnar sem einkenndi síðastliðinn áratug. En þessi móðurtíska er líka dá- lítið brosleg og allt að því varasöm. Hún er víðsfjarri - og næstum móðgun við - hversdagstilveru íslenskrar móður. Það er engin lausn, þrátt fyrir lævíslegan áróður, að ganga aftur inn á vel búið og snyrtilegt brúðuheimili, loka vandlega á eftir sér dyrunum að umheiminum og koma sér upp stórum og fal- legum barnahópi. Börnin vaxa úr grasi og þurfa að eiga sér framtíð. Þora konur að afsala sér allri þátttöku í mótun þjóð- félagsins í hendur karlanna?D POUR HOMMES! JOOP!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.