Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 88

Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 88
af bandarískum sálfræðingum og var meðal annars notað við sálgreiningu. Það hefur örvandi áhrif á viðkomandi og losar um hvers kyns sálarhöft. Sá sem neytir þess kemst í gleðivímu og er lyfið líka sagt hafa örvandi áhrif á kynhvöt fólks. Samkvæmt upplýsingum Elínar Hallvarðsdóttur, fulltrúa lögreglustjór- ans í Reykjavík, er ecstasy í umferð á Is- landi. Aðstandendur Pakkhúss postul- anna segja hins vegar að svo sé ekki. Ekki vildi Elín, í samtali við HEIMS- MYND, tiltaka í hvaða hópum lögreglan teldi að lyfið væri notað. eins og flestir menningar- straumar sem stríða gegn viðteknum venjum og þar sem nýjar slóðir eru troðnar mætir pakk- húsamenningin litlum skilningi yfirvalda. Hef- ur þeim sem staðið hafa að skemmtana- haldi á vegum Pakkhúss postulanna ít- rekað lent saman við lögreglu sem hefur hvað eftir annað reynt að koma í veg fyrir skemmtanir þeirra. Hvað veldur því að lögreglu og þessu unga fólki lendir saman? Að sögn Elínar hafa lögreglu- yfirvöld ekkert á móti þessari hreyfingu en segir það hluta af hugmyndafræði hennar að vilja vera í andstöðu við yfirvöld. Engu að síður hafa forsvarsmenn Pakkhúss postulanna oft verið teknir höndum af lögreglu, sakaðir um að standa fyrir ólöglegu skemmtanahaldi. Aðstandendur pakkhúsamenningarinnar segjast hafa rétt á að skemmta sér á sínum forsendum en ekki kerfisins. „Við viljum fá að dansa þar til okkur sjálf- um þykir nóg, í stað þess að þurfa að hætta klukkan þrjú eins og lög gera ráð fyrir,“ segir einn aðstandenda 26. maí hópsins. Hvernig skýra meðlimir Pakkhússins afstöðu yfirvalda í þeirra garð? Þorsteinn Högni verður fyrir svörum. „Alltaf þegar fólk brýst út úr kerfinu og fer að gera eitthvað utan þess og gefur með þeim hætti í skyn að það þurfi ekki á kerfinu að halda, er eins og ótti grípi yf- irvöld. Ótti um að missa tökin brýst út í því að vilja-bæla þessa strauma niður. Pannig er það einnig þegar ungt fólk tekur sig saman og fer að gera eitthvað á stöðum þar sem það á ekki að vera eða hefur ekki verið áður. Hvað ungt fólk er að gera inn í skemmum án eftirlits er eitthvað sem yfirvöld og eldra fólk á erfitt með að skilja og dregur þá gjarnan ályktun eins og þá að við hljótum að standa fyrir sölu eiturlyfja eða einhverju ámóta hættulegu. Fólk óttast allt sem það skilur ekki.“ í þeim veislum sem Pakkhús postul- anna hefur staðið fyrir hefur geysilega Þykkbotna skór og sokkabuxur í öllum regnbogans litum eiga upp á pallborðið hjá nýju blómabörnunum. 88 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.