Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 102

Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 102
The WorldPaper TIMBURMENN AUSTUR-EVRÓPU Sjö daga vinnuvika Istvan er Allur Allsson Ungverjalands EFTIR ARPAD SlMENFALVY í Búdapest, Ungverjalandi Á MÁNUDÖGUM er Istvan dauð- þreyttur eins og svo margir Ungverjar, eftir hörkuvinnu alla helgina. Þessa tvo frídaga kemst enginn opinber erind- rekstur að; alhr eru önnum kafnir í hlið- arstarfinu, að afla tekna til að standa straum af helgarleigunni fyrir sumarbú- staðinn. í Ungverjalandi er það jafnvel á færi almenns verkamanns að afla eins mikilla tekna í hliðarstarfinu um helgar, og hann nær á mánuði í aðalstarfinu. Hvers vegna mætir þá nokkur maður í vinnuna á „virkum" dögum - þegar enginn þénar neitt að ráði eða leggur mjög hart að sér? Svarið er einfalt: Allir eru hvfldar þurfi. Istvan þarfnast hvfldar eins og aðrir Ungverjar. Hann lauk doktorsgráðu í h'ffræði í Varsjá og talar pólsku reip- rennandi. Eftir að hann sneri heim til Búdapest var hann fljótur að uppgötva að hann bæri meira úr býtum sem túlkur í útflutningsfyrirtækinu Konsumex, en með því að vinna að fræðigrein sinni. Istvan er núna 36 ára gamall og finnst orðið of seint að endurmennta sig. En það er ekki orðið of seint að græða á því Arpad Simenfalvy er sjálfstæður blaðamaður í Búdapest. sem er honum raunverulegt áhugamál, sérstaklega núna þegar einstaklings- framtakinu hefur verið gefið grænt ljós í Ungverjalandi. Istvan hefur komið á fót myndbanda- leigu með Sandor vini sínum. Sandor sér um útleiguna meðan Istvan hamast um helgar við að hljóðsetja vinsælustu kvikmyndir heimsmarkaðarins á ung- versku. Istvan kann vel að meta mánudags- morgnana í Konsumex, sérstaklega vegna þess að hann hefur aðgang að síma. Yfirmennirnir skipta sér ekkert af honum, því þeir eru einnig önnum kafn- ir við sín eigin mál. Hann snýr skífunni og viðskiptin hefjast, pantar ný mynd- bönd, ber saman verð á myndbands- tækjum og tölvum í Vín og Varsjá. Milli símtala fer hann í gegnum morgunblöð- in. Áður en hann veit af er komið há- degi, en hálftíma matarhléið teygist óhjákvæmilega upp í fullan klukkutíma, hitta þarf væntanlega viðskiptaaðila, fara í banka og sinna öðrum erindum. Fyrir hádegishléið hringir Istvan sam- viskusamlega í Kati, vinstúlku sína. I raunveruleikanum er hún þriðja konan hans - en þau hafa ekki gengið opinber- lega í hjónaband ennþá, því að hvorugt hefur til þess tíma. Istvan kynntist Kati gegnum einka- málaauglýsingarnar í Magyar Nemzets. Kati á bara eitt hjónaband að baki og býr í herbergi í íbúð foreldra sinna. Istv- an og Kati hafa komist að samkomulagi. Pau ætla ekki að auka á hjónaskilnaða- fjöldann, og ætla því ekki að gifta sig að svo stöddu. Ný vika lofar góðu fyrir Istvan. Hann hefur fengið gott tilboð frá Þýðenda- sambandinu, sem hann er félagi í. Sam- bandið velur dómtúlka fyrir dómstól- ana. Eftir ljúfar samræður yfir kaffi og koníaki, sem Istvan auðvitað borgar, af- hendir hann formanni nefndarinnar, sem valdi hann, ókeypis myndleigukort. Þetta er höfðingleg gjöf; dagleg leiga kostar um níutíu krónur. Glaður í bragði yfir velgengni sinni snýr Istvan aftur til skrifstofunnar og snýr sér að vinnunni fullur ákafa. Öllum skylduverkum hans er lokið á fimm mínútum. Stundvíslega klukkan fjögur yfirgefur Istvan skrifstofuna. Hann tekur neðan- jarðarlestina - almannasamgöngukerfið í Búdapest er skilvirkt - og hittir Kati á þriðju stöð. Þau ætla að hitta tvo vini sína, sem ganga með hugmyndir um að stofna til pólsk-ungversks samstarfsfyr- irtækis. Hugmyndin er að flytja út vín og ávaxtasafa. Þeir vilja fá Istvan til að ráð- leggja sér hvað þeir ættu að flytja inn frá Póllandi og bjóða honum að gerast aðili að fyrirtækinu. En það er stór ákvörðun fyrir Istvan. Það sem Istvan óttast mest er að tapa öllu því sem hann hefur hingað til náð að leggja fyrir. Þótt hann missi vinnuna á morgun, getur hann fengið betri vinnu seinna. Ef Kati fer frá honum finnur hann áreiðanlega aðra vinstúlku. En ef hann tapar sínu lítilfjörlega sparifé er það endalok alls. Og nú er ætlast til að hann taki þá áhættu. Hvað ber framtíð- in í skauti sér? Er þetta þess virði að leggja allt sitt sparifé undir? Með þessar nagandi efasemdir um óvissa framtíð ganga Istvan og Kati til fundar við vini sína á kaffihúsinu. Á ákvörðunum þeirra og þeirra líka mun velta hvemig það nýja líf verður sem bíður Ungverja.* The WorldPaper features fresh perspectives from around the uiorld on matters ofglobal concem, appearing monthly in English, Spanish, Chinese or Russian editions in the followingpublications: , K P t H ASIA LATIN AMERICA MIDDLE EAST ■■ /jÍtíaX China & the World Beijing The News Mexico City The Star Amman t WorloTimes « Economic Information Beijing Actualidad Económica Sanjosé USSR . TRIBUNfMONDIALt . Mainichi Daily News Tokyo Gerencia Guatemala City New Times Moscow The Business Star Manila Estrategia Bogotá NORTH ATLANTIC Executive HongKong E1 Diario de Caracas Caracas Korea BusinessWorld Seoul Daily Joumal Caracas Heimsmynd Reykjavik President & Editor in Chief Business Review Bangkok E1 Cronista Comercial BuenosAires Crocker Snow, Jr. The Nation Lahore E1 Diario Noticias Asunción The WorldPaper / World Tunes Inc. Daily Observer Colombo La Epoca Santiago 210 World Trade Center, Boston MA 02210, USA Tel: 617-439-5400 Telex: 6817273 Business India Bombay Debate Lima Hoy Quito Fax: 617-439-5415 Volume XII, Number 10 ® Copyright World Times 102 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.