Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 69

Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 69
Systir Napóleons mikla, Pálína, var sögð þjást af brókarsótt (nymphomaniá). Hún átti sex hundruð kjóla. Helsta vanda- mál hennar var að hún leit ekki við mönnum nema þeir hefðu bústna besefa. Þetta kom sér illa fyrir hana líffræðilega því hún var ekkert risavaxin sjálf. Hún þjáðist því mjög af nún- ingsmeiðslum á viðkvæmum stað og dó úr krabbameini fjöru- tíu og fjögurra ára að aldri. Sá sem varð best við tröllauknum líffærakröfum hennar var Louise Philippe Auguste de Forbin, sem varð forstjóri Louvre, listasafnsins fræga í París. Sem betur fer var Ágúst þessi dáinn þegar bandaríski rithöfundurinn Scott Fitzgerald gekk þar um sali með starfs- bróður sínum Ernest Hemingway. Fitzgerald hefði vafalaust ekki fengið lækningu meina sinna ef hann hefði hitt Louis Philippe á Louvre, því Hemingway var að sýna Fitzgerald fornar styttur af nöktum karlmönnum til að reyna að sannfæra Fitzgerald um að hann væri alveg nægilega vel kýldur, jafnvel þótt eiginkona Scotts héldi hinu gagnstæða fram. Hún hefur líklega verið andlega skyld eiginkonu sænska skáldsins Strind- bergs, Siri von Essen, sem hélt hinu sama fram um eiginmann sinn. Strindberg hélt því aftur á móti fram, eins og hann orðaði það, að „róin væri of stór fyrir skrúfuna". Á nútímamamáli út- leggjast orð hans: „Róin er ekki í nægi- lega góðri skeiðar- þjálfun“. Fitzgerald var ekki í rónni þó hann væri með jafn- stóran ponna og Hemingway, verið gat að fyðillinn á Hemingway væri und- ir meðallagi. En áfram með kon- urnar kátu. Katrín mikla (Catherine the Great), keisaraynja í Rússlandi, er sögð hafa dáið undir hesti. Hún var gift getulaus- um manni sem var með vanskapaðan völsa. Hún var þvf að vonum afar ófull- nægð. í stað þess að fremja sjálfsmorð við þessar erfiðu að- stæður og áður en henni hugkvæmdist að koma sér upp elskhugakerfi, fékk hún útrás á hestbaki í miklum flengi- reiðtúrum. í Hver var með hverjum er hestinum (Harry the Horse), sem Katrín er sögð hafa dáið undir, gefið mál og hann segir: „/ just had Catherine and she was not great“, sem útleggst til dæmis: „Katrín er eitthvað slöpp“. Pegar Katrín var komin á efri ár gerði hún sér grein fyrir að hún gæti skipt um elskhuga jafnoft og hún skipti um þjóna. En málið var að hún skipti ekkert oft um þjóna. Á sextán árum átti hún þrettán elskhuga. Þeir voru misjafnir, eins og gengur og gerist, en gæði þeirra voru tryggð á eftirfarandi hátt: Fyrr- verandi elskhugi Katrínar fann frambjóðanda í embætti elsk- huga. Einkalæknir Katrínar skoðaði síðan tilvonandi elskhuga til þess að ganga úr skugga um að hann væri ekki með kyn- sjúkdóma. Næst kom inntökuprófið. Spennukraftur tilvonandi elskhuga var sannprófaður af þjónustustúlku sem var sérstak- lega til þess ráðin. Þannig valdi Katrín alla sína næturkeisara. Afi tónskáldsins fræga Rimski-Korsakov varð fyrir þeirri smán að þurfa að koma tvisvar í spennupróf. Pá var prófdóm- arinn rekinn og reyndari kona ráðin til að sitja yfir (eða undir) í prófunum. Að lokum ber að geta þess að hin lífseiga gróusaga um að Katrín hafi dáið af því að leggja lag sitt við hest er að sjálf- sögðu uppspuni. Katrín dó úr hjartaáfalli eftir tveggja daga banalegu. Hitt er svo auðvitað annað mál, hvers vegna hún fékk hjartaáfall. En við vorum að leita að nafni á brókarduldina. Hvað á hnúturinn að heita? Joplin-komplex? Pálínu-duld? Nei, lík- lega er best að kalla hann Kleópötru-komplex eða Katrínar- komplex til að halda í íslenskar stuðlahefðir. Nútíminn, kynin og kynlífið. Pað eru talsvert merkilegir tímar sem við lifum núna. Eftir kvennabyltinguna, nítján hundruð og sjötíu, hafa komið út margar bækur sem lýsa því, út frá sjónarmiði kvenna, hvað karlmenn séu ómögulegir. Hins vegar hafa ekki komið út margar bækur þar sem konur skoða sjálfar sig í gagnrýnu ljósi. Bók Trachtenbergs um Kasanóva-komplexinn er tímamóta- verk að því leyti til að þar kemur nútímakarlmaður fram með harða sjálfsgagnrýni í játningaformi. Karlabyltingin á tilfinn- ingasviðinu hófst árið 1976 með bók H.Goldbergs The Hazards of Being Ma- /e (hún er til á bóka- söfnum í Reykjavík). Þessi bylting virðist hafa farið algjörlega fram hjá Islendingum og annað stig hennar, sem kemur meðal annars fram í bókinni um Kasanóva-duld- ina, fer vísast sömu leið. Annað stigið í karlabyltingunni er eins konar sátt milli kvenna- og karlabylt- ingarinnar samfara skefjalausri en upp- byggilegri sjálfsgagn- rýni. Það fór víst framhjá flestum hér á landi að „Nýr karl- maður“ kom fram fyrir ellefu árum, þeg- ar önnur bók H.Goldbergs kom út The New Male: From Macho to Sensitive But Still All Male. í það minnsta hef ég ekki getað fundið þá bók á bókasöfnum hér á landi og ekki nema í einni bókabúð. Annað stigið í karlabyltingunni kom fyrst fram fyrir fjórum árum í tengslum við bókina Why Men Are the Way They Are eftir W.Farrell. Eitt meginvandamál „nýja karlmannsins“ er sú staða sem aldrei hefur komið upp áður í mannskynssögunni: Stór hluti kvenna á Vesturlöndum er orðinn sterkur, sjálfstæður og kröfuharður og lætur ekki fara illa með sig. Það er ekki síst þess vegna sem Kasanóva karlinn er kominn í kreppu. Ekki svo að skilja að búið sé að útrýma heimsku og greindartregðu í heiminum. En á hinn bóginn er almenn upplýsing og mennt- un miklu meiri á Vesturlöndum en áður hefur verið og hefur orðið geysileg bylting í þessum málum hvað varðar konur, þótt enn sé langt í það að kynjajafnrétti sé komið á. Menn fóru fyrst að gera sér grein fyrir og skilgreina það sem er kallað „Nýi karlmaðurinn" þegar fór að bera á auknu kynferðislegu getuleysi hjá karlmönnum, ekki síst í Bandaríkj- unum. Við því var brugðist með því að reyna að kenna körl- um að þekkja sjálfa sig og sínar þarfir, elska sjálfa sig og vera ekki hræddir við allar þær kröfur sem nútímakonan setur upp gagnvart karlmönnum. Eftir þessa gegnumlýsingu reyndist auðveldara að greina kalla-galla eins og Kasanóva-komplex- inn og samsetningu hans. Ursula Andress. Lenti í Bond-mynd (Dr. No) og Bond-komplex (Ryan O’Neal) vegna þess að hún vildi ekki segja „nei“. Á myndinni er Ursula með atvinnuleikaranum Sean Connery sem lék Bond meistaralega. HEIMSMYND 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.