Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 70

Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 70
KASANÓVA-KOMPLEXINN Tracthenberg greinir á milli sex gerða af Kasanóvum: 1. Flagarinn (Veiðimaðurinn eða Fló á skinni). Flann stoppar ekki lengur en eina nótt hjá hverri konu, en getur tek- ið langan tíma í að komast yfir hana. Aðdragandinn er honum allt, veiðigleðin, en kynlífið sjálft aftur á móti næstum því eins og anti-klímax. Hann vill síst af öllu kynnast konum náið og ást er honum yfirleitt víðs fjarri. Sjálfur Kasanóva var í þess- um flokki. Virkasti maðurinn á okkar tímum, með þessi ein- kenni, er Hollywoodleikarinn Warren Beatty. Hann er táp- mikill og sérvitur eins og allir frægir elskhugar. Honum nægir ekki útrás einu sinni á dag heldur er lágmarkið hjá honum fjórum sinnum á degi hverjum. Sérviska hans felst ekki síst í því að tala í síma meðan hann er strengdur við ástkonu sína. Fær hann þar með svokallaðan tvístreng: Naflastreng og síma- streng. Ekki fara miklar sögur af eldri systur hans, Shirley MacLaine, í ástamálum, líklega hefur hún ekki verið systir Napóleóns £ fyrra lífi. Warren á í harðri baráttu við starfsbróður sinn Ryan O’Neal um yfirflagaratitilinn. Ryan hefur verið fremur af- kastaslappur undanfarið eftir að Farrah Fawcett sproksetti hann. Sögur segja að hún sé svo kröfuhörð að O’Neal fái ekki einu sinni að halda framhjá. Sögur fara hins vegar ekki af því hvort hann hafi áhuga á því. Strengir Fawcett ná til Burt Reynolds, sem ætlaði að giftast henni, allt til þess er kom að giftingunni. Hún átti einnig (vin)gott við Sylvester Stallone. Ryan O’Neal og Warren Beatty eru að sjálfsögðu báðir vel yfir þúsund kvenna markinu. Hvor þeirra hefur verið vand- fýsnari er erfitt um að segja, líklega best fyrir hvern og einn að dæma um það á eigin spýtur. Strengjasýnishorn Ryan O’Neal eru erftirfarandi: Joan Collins, Ursula Andress, Joni Mitchell, Carole King, Britt Ekland, Oona Chapl- in, Mia Farrow, Ali MacGraw (úr kvikmyndinni Love Story), Liza Minnelli, Barbra Streisand, Marisa Beren- son (úr kvikmyndinni Barry Lyndon) og þannig áfram. Vafalaust hefur Barbra verið Ryan mjög að skapi því hún gengur undir gælunafninu hreðjabryðja. Það var fyrrverandi eiginmaður hennar, Jón Pétursson, sem gaf henni þetta smekklega viðurnefni. Nánar tiltekið sagði hann að Barbra væri „maneater, a ball-breaker.“ Ryan fiplaði leikkonuna Anouk Aimee þegar hún var í föstu sambandi við hinn mikla breska leikara Al- bert Finney. Varð Finney að vonum reiður. Yfir Anjel- icu Huston komst Ryan er hún strengdist sínum sterk- ustu böndum við Jack Nicholson. Varð Nicholson afar reiður yfir þessu. Konu Mick Jaggers, Biöncu, lagði O’Neal einnig að velli og er það heimssögulegt afrek því hún var kona trú sínum eiginmanni. Mick varð ekk- ert reiður. Hann hefur líklega verið svo upptekinn af að telja, hefur vafalaust verið að komast upp í þúsund kvenna markið. Og hvers konar elskhugi er svo þessi mjúki en skapmikli Ryan? Eftir því sem Britt Ekland segir: „Huggulegur og þægi- legur.“ Það er hins vegar popp-söngvarinn Rod Stewart sem fær heldur hressilegri einkunn hjá henni: „Eg upplifði hinn fullkomna samruna með Rod. Sérhver fullnæging var ástarjátning. Stærri ást er ekki til hjá karlmanni." Og hvað verður um keppinaut Ryans í fiplinu í munni Brittu? „Warren er sá guðdómlegasti elskugi sem hægt er að hugsa sér.“ Peter Sellers fær hins vegar enga einkunnagjöf, enda var Britt gift honum og það er, eins og alltaf, alvarlegt mál hjá gamanleik- urum. Peir ná sér ekki alltaf á strik. Strengir ástarinnar eru órannsakanlegir, nema hjá þeim sem halda góða dagbók. Strengir Warren Beatty eru meðal annars svona: Leslie Caron, Joan Collins, Brigitte Bardot, Diana Ross, Liv Ullman, Candice Bergen, Elizabeth Taylor, Ma- donna, Vivien Leigh, Molly Ringwald og áfram. Aldursmun- urinn á milli hinna tveggja síðastnefndu er fimmtíu og sjö ár. Það er auðvitað misskilningur að halda því fram að Kasanóvar geti ekki elskað. En ást þeirra er óneitalega ekki sérlega heil. Beatty er sagður hafa verið ástfanginn af Diane Keaton en mest á hann að hafa elskað Julie Christie. Hann framleiddi Brigitte Bardot. Guð skapaði konuna. Nema Brigittu, RogerVadim skóp hana. Mick Jagger var alveg sama þó Bianca hans héldi framhjá honum með Ryan O’Neal, enda eru þau Mick skilin núna. Það skiptir líka engu máli þó kona sé með Ryan O’Neal því það hala hvort eð er allar konur verið með honum og auk þess flýr hann fljótt frá þeim. Albert Finney sem hjartagosinn Tom Jones. Ryan O'Neal komst upp á milli Finneys og Anouk Aimee, en hafði ekki úthald. Mia Farrow varð yfir sig hissa þegar lögfræðingur rétti henni skilnaðarskjöl frá Frank Sinatra þar sem hún var í miðjum upptökum á kvikmynd. Julie Christie: „Nei Warren Beatty! Það er allt búið á milli okkar, laus- lætisgepillinn þinn! Hver er í rúminu hjá þér!?“ 70 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.