Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 33
Sjöundi himinn Hoffmans
Höfundur: Alice Hoffman
SEVENTH HEAVEN. eða Sjöundi himinn, heitir áttunda
skáldsaga bandaríska rithöfundarins Alice Hoffman en margir
vilja meina að þessi bók muni skipa henni á bekk með viður-
kenndustu og mest seldu höfundum þar vestra. Með síðustu
tveimur bókum hennar hefur lesendahópurinn farið ört vaxandi
þrátt fyrir að síðasta bókin, At Risk (I hættu), hafi verið um-
deild og farið fyrir brjóstið á sumum gagnrýnendum en
hún fjallaði um ellefu ára gamla stúlku sem
smitast af eyðni við blóðgjöf.
Sjöundi himinn gerist á nokkurs konar
tímamótum, þegar íhaldssemi sjötta áratugar-
ins var á undanhaldi og félagslegur anarkismi
sjöunda áratugarins var að taka við. Allt var
hálfógnvekjandi en allt virtist líka mögulegt.
Nora Silk, fráskilin tveggja barna móðir, kemur
akandi á Fólksvagninum sínum klædd leðurstíg-
vélum inn í ástríðulaust og ákaflega hefðbundið
samfélag á Long Island í New York fylki. Þetta
er árið 1959. Fyrir komu Noru dafnar þarna
áhyggjulaust, öruggt og lítt spennandi fjölskyldu-
líf. En Nora er boðberi nýrra tíma og veldur
miklu umróti í hverfinu. Tíðni alvarlegri glæpa
vex skyndilega og óhefðbundnar kynferðislegar
langanir taka að koma upp á yfirborðið. Fjölskyld-
ur klofna. Eiginmenn yfirgefa konur sínar og öf-
ugt. Heiftarleg rifrildi valda óbætanlegum skaða í
samskiptum systkina og leiðir bestu vina skilja. Þegar öllu er á
botninn hvolft standa persónurnar samt á traustari grunni en
áður, grunni sem byggir á þeirri vitneskju að heimurinn er
hættulegur, að öryggi er brothætt og það er vel hugsanlegt að
maður glati því sem maður hélt að ætti alltaf eftir að fylgja
manni.D
gang Lotz sem var þekktur undir viðurnefninu
„kampavínsnjósnarinn“ fyrir það hversu dýran smekk
hann hafði. Hann þóttist vera hrossaræktarmaður og
fyrrum nasisti í Kaíró á fyrrihluta sjöunda áratugarins.
Bókin greinir líka frá því hversu mikið fyrrverandi
njósnarar geta grætt á þeirri sérþekkingu sem þeir
hafa orðið sér úti um í þjónustu ríkisins. Margir
hafa hagnýtt sér þessa þekkingu í „einkageiran-
um“, oft á vægast sagt vafasömum sviðum. Um
þetta eru mörg dæmi í ísraelsku leyniþjónust-
unni. Má þar nefna Mike Harari, sem á sínum
tíma stjórnaði þeirri sveit Mossadmanna sem
hafði uppi á þeim meðlimum úr Svarta septem-
ber hryðjuverkahópnum sem myrtu ísraelsku
íþróttamennina í Munchen. Síðar varð hann
yfirmaður Mossad í Mexíkóborg en umbreytt-
ist stuttu seinna í ómetanlegan hægrihandar-
mann Noriegas í Panama. Hann var einmitt
við hlið Noriegas þegar Bandaríkjamenn
réðust inn í Panama en slapp einhvern veg-
inn úr landi og til ísraels. Þá var það Yair
Klein, sem stjórnaði eitt sinn ísraelskri sveit
sem vann við að uppræta hryðjuverkahópa,
en hann birtist síðar á sjónvarpsskjám um
heim allan þar sem hann sást þjálfa dauða-
sveitir Medellin eiturlyfjasamtakanna í Kólumbíu.
David Wise, sem hefur sjálfur skrifað bækur um
leyniþjónustur og njósnir, segir í New York Times
Book Review að höfundar fari ótroðnar slóðir og veiti
lesendum eins skýra og yfirgripsmikla mynd af ísra-
elsku leyniþjónustunni og nokkur kostur er. Og nóg
er af skemmtilegum sögum.D
Að minnsta kosti
hefur hann sín áhrif.
SÍF er sölusamtök saltfiskframleiðenda á íslandi,
stofnað 1932. Fjöldi saltfiskframleiðenda er um 350.
Um það bil 40% af árlegum þorskafla
landsmanna fer til söltunar.
Útflutningsverðmæti saltfiskafurða sem
seldar eru til allra heimsálfa, hefur verið
9-11 milljarðar króna á undanförnum
árum eða 14-16% af vöruútflutnings-
tekjum landsmanna.
SÖLUSAMBAND ÍSLENSKRA FISKFRAMLEIÐENDA
AÐALSTRÆTI 6 101 REYKJAVÍK
HEIMSMYND 33