Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 41

Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 41
það reyndist mér dýrkeypt en slíkt sér maður heldur ekki fyrr en eftir á. Eg var vinnusjúklingur og áttaði mig ekki á því. Eitt ein- kenni þess að vera vinnualki er að sækja í stöðuga spennu og sem spennufíkill sótti ég í þennan hœttulega mann. Eg tók mér aldrei frí því ég gat það ekki. Þar af leiðandi náði ég aldrei að slaka á. Eg hafði stöðugar áhyggjur af gangi stöðvarinnar, fjármálahliðinni og efnistökum í dagskránni. Ekkert smáatriði var mér óviðkomandi. Auðvitað fór ég gersamlega fram úr sjálfri mér á þessu tímabili og var undir lokin orðin veik þótt ég væri brosandi eins og ekkert væri auðveldara í 19:19. Við Jón Óttar vorum þarna saman allan sólar- hringinn en hann er líka spennufíkill. Þó að þetta hafi verið mikið álag, ekki síst sambandið við hann, var þetta einnig stærsta ævin- fyri lífs míns. Þeir Jón Óttar, Hans Kristján og Óli H. eru að mörgu leyti stórkostlegir menn. Þeir gerðu sín mistök og guldu líka fyrir þau en enginn þeirra sem nú er í forsvari fyrir stöðinni hefði getað komið henni á laggirnar eins og þeir.“ Um það bil hálfu ári áður en eigendaskiptin urðu á Stöð 2 urðu kaflaskipti í lífi Völu. „Eg var orðin mjög horuð, hafði enga matar- lyst og átti bágt með svefn. Vinnan gekk fyrir öllu. Svo gerist það þegar ég er í viðtali út í bæ að það steinlíður yfir mig. Þetta var ekk- ert þyrnirósaryfirlið, ég skall kylliflöt í gólfið og var með galopin augu í losti. Svo heppilega vildi til að þarna á staðnum var kona sem áttaði sig á því hvað var að gerast og kunni til verka. Eg rank- aði við mér þegar hún var að nudda í mig lífi og heyri þá að hún segir við aðra viðstadda: Þessiþarfmí góða hvíld ogslökun.“ Vala tók sig taki. Þetta var í vorbyrjun 1989. Hún sá að við svo búið mátti ekki standa. „Eg fór á Reykhóla í hvíld og það var fyrsta skrefið. En þegar maður er svona langt leiddur í stressi eins og ég var tekur það langan tíma að ná sér. Eg fór til Ingólfs Sveinssonar læknis upphaflega og hann sýndi mér svart á hvítu öll streituein- kennin sem ég þjáðist af. Eitt þessara einkenna var að ég gat ekki lengur einbeitt mér. Síðan benti hann mér á úrræði og eitt þeirra var að sjálfsögðu að draga úr vinnu. Annað var auðvitað að losa mig út úr sambandinu við Jón Óttar. Ég var svo vanmáttug á því sviði því sambandið við hann var svo sterkt en ég lít samt ekki á mig sem fórnarlamb." Hún hlær hvellt. „Það sem birtist í fjölmiðl- um á þessum tíma var bara brot af því sem gerðist á bak við tjöld- in. Þegar ég lít til baka er þetta eins og sápuópera. Einhvern tíma á ég eftir að skrifa kvikmyndahandrit í þessum dúr.“ Þó að hún hafi verið óvægin við sjálfa sig er hún þannig skapi farin að upplagi að hún gat alltaf hlegið. „Ég reyndi að vera jákvæð, hláturmild og opin. Jafnvel þegar mér líður illa er stutt í hláturinn. Ég er svo mikil Pollýanna í mér. Á tímabili eftir að ég hætti á Stöð 2 var ég að hugsa um að snúa mér alfarið að arkitektúr en það gef- ur mér svo mikið að geta miðlað einhverju jákvæðu og góðu til fólks að ég get ekki slitið mig frá fjölmiðlun. Drifkrafturinn í lífi mínu er að láta gott af mér leiða og það skiptir mig miklu máli að það sem ég geri skilji eitthvað eftir. Það er svo þungt hljóðið í fólki núna. Menn eru bæði áhyggjufullir og neikvæðir en samt höfum við það svo gott. Auðvitað nyti ég þess betur að sitja hér,“ segir hún og horfir í kringum sig í Perlunni, „ef að við hugsuðum betur um gamla fólk- ið og litlu börnin ættu öruggara athvarf, dagvistun væri ekki vandamál og ekki væri búið að skerða tækifæri ungs fólks til náms. Það eru rangar ákvarðanir stjórnvalda í tengslum við forgangsverk- efni sem fara í taugarnar á mér. En þegar ég horfi á fréttir í sjón- varpinu frá stríðshrjáðri Júgóslavíu og eymdinni í Sómalíu finn ég hvað við höfum það ótrúlega gott. Og hvaða máli skiptir það þó að það séu minni peningar í umferð. Sjálf hef ég gert það upp við mig að ég vil frekar hafa minni auraráð og líða vel heldur en að vera að drepast úr áhyggjum vegna fjárfestinga í steinsteypu eða annarra útgjalda. Þetta er það gildismat sem ég bý að frá æsku. Við erum sex systkinin, foreldrar mínir voru kennarar og þau brýndu fyrir okkur þetta gildismat sem byggði á andlegum verðmætum en ekki veraldlegum." Faðir hennar, Matthías Haraldsson, lést fyrir tveim- ur árum. „Það var mér mikið áfall þegar hann dó og ég sakna hans daglega. Ég finn sterkt fyrir því veganesti sem hann gaf mér og þarf ekki annað en að sjá fyrir mér djúpu broshrukkurnar sem hann hafði í kringum augun en þær hef ég erft frá honum.“ Móðir henn- ar er Elín Ólafsdóttir fulltrúi Kvennalistans í borgarstjórn. „Hún var náttúrulega þessi fullkomna kvenhetja, sex barna móðir, í fullu starfi sem kennari og að auki í kjarabaráttu. Svo var hún alltaf að sauma á okkur. Ég dáist að móður minni. Hún hefur barist af hug- sjón fyrir rétti hinna vanmáttugu í þjóðfélaginu og hefur verið mér góð fyrirmynd." Vala sem elsta barn átti einnig sinn þátt í heimilishaldi og um- sjá yngri systkina sinna enda samband þeirra sterkt í dag. „Ég á svo ótrúlega gott að eiga samheldna fjölskyldu. Dóttir mín, Tinna, og fósturdóttir mín Sólveig, dóttir Jóns Óttars, eru mín stærsta gleði í lífinu. Nú ætla ég að eyða meiri tíma með ástvinum mínum. I því er hin raunverulega hamingja fólgin.“ Nú býr hún ásamt Tinnu, sextán ára dóttur sinni, á Hagamelnum. Hún ætlar sér að byrja al- „ ... ég skall kylliflöt í gólfið og var með galopin augu í losti. Ég rankaði við mér þegar hún var að nudda í mig lífi.u veg upp á nýtt. „Mér líður vel að vera komin í hóp venjulegra borg- ara í stað þess að vera í sviðsljósinu á hverju kvöldi. Að vísu á hún eftir að birtast á skjánum fljótlega í Litrófi, lista- og menningar- þætti Ríkissjónvarpsins. Hún mun stjórna þeim þætti á móti Arth- úri Björgvini Bollasyni. Hún bendir á það hlæjandi að þó að þau Arthúr séu andstæður sé það líkt með þeim að bæði séu umdeild. „Það er mjög sterkt í mínu fari að bjóða smáborgaralegum viðhorf- um byrginn. Það gerði ég til dæmis þegar ég var í viðtali á sínum tíma og var í netsokkabuxum á myndum. Nokkrum árum seinna kom varla út eintak af Vanity Fair&n þess að Barbra Streisand, Liza Minelli eða Madonna væru í samskonar múnderingu og þótti eng- um athugavert. Hér á Islandi tökum við sjálf okkur allt of hátíð- lega. En af því að ég gerðist sek um það að tjá tilfinningar mínar í tímaritsviðtali fékk Árni Bergmann móðursýkiskast á gamla Þjóð- viljanum og úthúðaði blaðaefni af þessu tagi. Er nokkur hissa á að blaðið hans Árna sé hætt að koma út? En þjóðfélagið er enn það lít- ið að manni eru settar skorður. Lengi vel var það tabú að ræða til- finningar og þegar ég var yngri þjáði það mig hve allir voru lokað- ir. Eitt af því sem hreif mig við Jón Óttar á sínum tíma var sú stað- reynd að hann gaf skít í það sem öðrum (framhald á bls. 94) HEIMS 41 MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.