Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 18
Kreppa og hnignun
Talað er um kreppu þegar sjúklingar eru í því ástandi að ekki er vit-
að hvort þeim muni batna eða hraka alvarlega. Islenskt efnahagslíf þjá-
ist af langtíma innanmeini stöðnunar, sem mun að öllu óbreyttu leiða
til stöðugt harðari samfélagsátaka í framtíðinni. Mikil þensla síðustu
áratuga varð til þess að almenningur taldi Island nánast stéttlaust sam-
félag þar sem allir hefðu jöfn tækifæri til frama og efnalegra gæða. I
dag hefur bjartsýni meðaljónsins breyst í andhverfu sína. Um leið og
stéttaskipting eykst fjölgar þeim hópum sem ýtt er út á jaðar samfé-
lagsins. Langtíma atvinnuleysingjum fjölgar. Tekjumunur milli
BSRB-félaga og bónuslauss ófaglærðs verkafólks annars vegar og hins
vegar annarra launþega eykst stöðugt. Aðstæður kvenna versna
stöðugt miðað við karla þegar tekið er tillit til tekna og at-
vinnuleysis. Bilið milli kynslóða verður æ skýrara bæði hvað
varðar atvinnutækifæri og möguleika fólks á að eignast þak
yfir höfuðið. Jafnframt skerpast andstæðurnar milli annars
vegar stórborgarafyrirtækja í fákeppnigeirum eins og trygg-
ingum, olíuverslun, sjóflutningum og flugi og hins vegar
fjölmenns hers smáborgara á Islandi. I bók Ornólfs Arnason-
ar, A slóð kolkrabbans, bergmála skerandi angistaróp smá-
borgaranna á hverri síðu.
Auk vandamála sem tengjast smæð fyrirtækja skapa hinn smái
heimamarkaður og hin mörgu smáu sveitarfélög aðstæður þar sem fá-
keppni og náttúruleg einokun á mörkuðum er reglan fremur en und-
antekning. Þessar aðstæður grafa undan framleiðni hagkerfisins þegar
til lengri tíma er litið. Fákeppni og einhæft atvinnulíf á svæðisbundn-
um mörkuðum á Islandi, einkum í sjávarþorpunum á landsbyggðinni,
leiðir til þess að valdasamþjöppun er svo gífurleg að segja má að hálf-
lénskur kapítalismi ríki þar. Þegar valdakerfið í landinu er skoðað í
ljósi sveitarfélaga eru völd atvinnurekenda enn skýrari en völd „kol-
krabbans“ á landsmælikvarða.
Sérkenni íslensks vinnumarkaðar eru mörg. Afleiðing lítillar ný-
sköpunarstarfsemi á Islandi er að vinnumarkaður einkennist af langri
vinnuviku og lágum launum samanborið til dæmis við Norðurlönd.
Skattkerfið er lagað að þessu með mikilli áherslu á óbeina skatta frem-
Umfang framleiðsluiðnaðar, stærð fyrirtækja og virðisaukningarstig i
framleiðsluiðnaði á Norðurlöndum 1985.
En eru þetta ekki allt skammtíma vandamál? spyrja sjálf-
sagt margir. Islendingar eru vanir því að hlutirnir „reddist"
einhvern veginn. Fiskafli minnkar eitt árið, en eykst svo það
næsta. En vandinn er meiri en svo. Hagvöxtur er minni á fs-
landi en í nágrannalöndunum eins og kemur fram í línurit-
inu. Þessi þróun hófst snemma á síðasta áratug. Vandamálin
er sýnu alvarlegri vegna þess að íslenskt samfélag og efna-
hagslíf er á margan hátt líkara því sem gerist í þriðja heiminum. í þeim
skilningi er sjúklingurinn þroskaheftur. í stuttu máli felst vandamálið
í því hversu örsmátt íslenska hagkerfið er.
Framleiðsluiðnaður sem % af heildarvinnuafli Virðisauki framleiðsluiðnaðar sem % af veltu Meðalstærð fyrirtækja; fjöldi starfs- fólks per fyrirtæki
Danmörk 20.1 40.5 57.9
Finnland 21.8 36.8 69.3
Island 13.8 34.2 8.5
Noregur 17.9 27.2 44.0
Svíþjóð 22.4 41.2 84.6
Örsmdtt hagkerfi
Hagkerfið einkennist af óvenju miklum og tíðum hagsveiflum,
sem stafa af samsetningu útflutnings. Yfir 90 prósent af útflutningi
(þjónusta ekki meðtalin) eru hálfunnar sjávarafurðir og hráefni eins og
ál og járnblendi. Útflutningurinn er háður miklum líffræðisveiflum
og verðsveiflum. Að þessu leyti líkist Island þróunarlandi. Fleira má
nefna. Atvinnuþróun einkennist af hægum vexti framleiðsluiðnaðar,
stöðnun innlendra fýrirtækja og vaxandi umsvifum fjölþjóðlegra fýrir-
tækja síðan á sjöunda áratugnum. Stöðnun innlendra fyrirtækja stafar
af smæð heimamarkaðar og íslenskra fyrirtækja (samanber taflan hér
að ofan), lágu tæknistigi og hlutfallslega litlum framlögum fyrirtækja
til rannsókna- og þróunarstarfsemi. Slík framlög á fslandi eru meðal
þess lægsta sem þekkjast í OECD-löndum. Islendingar sitja á botnin-
um ásamt Tyrkjum í þessum efnum. Þessi stærðarbundnu vandamál
leiða til þess að hagnaður fyrirtækja er lítill, skattar lágir og laun lág
samanborið við nágrannalöndin. Eða með öðrum orðum, virðisaukn-
ingarstigið er lágt. Astæða þessa er að framleiðni vinnuafls hefur auk-
ist hægt - samanborið við hin Norðurlöndin auk Bandaríkjanna, Bret-
lands og Japans því framleiðslan á Islandi byggist fyrst og fremst á auk-
inni framleiðslu án framleiðniaukandi nýsköpunar. Hagvöxtur var
mikill á síðustu áratugum því framboð af ódýru vinnuafli var nóg,
einkum vegna aukinnar atvinnuþátttöku kvenna og mikilla flutninga
ódýrs vinnuafls milli landshluta.
ur en stighækkandi tekjuskatta, skatta á hagnað fyrirtækja og eigna-
skatta. Aherslan á óbeina skatta á sér ekki hliðstæðu innan OECD.
Skattkerfið dregur því ekki úr tekjumun og samfélagslegum átökum.
Mikill efnahagslegur óstöðugleiki, löng vinnuvika og lítt afkomujafn-
andi skattakerfi leiðir loks til óvenju mikilla átaka á vinnumarkaði,
sem birtast í gífurlega tíðum verkföllum og vinnudeilum. Sem dæmi
má nefna að frá 1970 hafa vinnudeilur að meðaltali verið um 10 sinn-
um tíðari hér á landi en í Svíþjóð.
Stjórnvöld hafa brugðist óvenju oft við hinum mikla óstöðugleika
á vinnumarkaði með kúgunaraðgerðum. Lögum og bráðabirgðalög-
um hefur gjarnan verið beitt til að nema vísistölubindingu launa úr
sambandi og ógilda launahækkanir kjarasamninga. Um leið hafa laun-
þegar misst grundvallarmannréttindi eins og samnings- og verkfalls-
rétt.
Mikill óstöðugleiki í stjórnmálum fylgir hinum tíðu hagsveiflum á
Islandi. Keynesískar aðgerðir hafa ekki verið notaðar takmarkað til að
draga úr hagsveiflum og hafa útgjöld hins opinbera því sveiflast í takt
við þjóðartekjur. Raunar eru opinber útgjöld lítil að umfangi á fslandi
samanborið við OECD-lönd hvort sem litið er á heildarútgjöld eða
einstaka útgjaldaliði eins og útgjöld til félagsmála. Stjórnvöld gera því
lítið til að draga úr samfélagsátökum
Vanþróun íslenska velferðarkerfisins og skortur á keynesískri efna-
hagsstefnu má í anda Keynes rekja til veikrar stöðu launþegahreyfmg-
arinnar og vinstri flokka. Staða launþegahreyfingarinnar virðist sterk
við fyrstu sýn því þátttaka launþega í félögum er um 70 prósent. En
ekki er allt sem sýnist. Launþegahreyfingin er klofin í fjórar megin
hreyfingar, sem vinna meira eða minna óháð hver annarri að launa-
HEIMS
18
MYND