Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 59

Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 59
líklega hefur séra Sigurði ekki þótt vænlegt að gegna prestsembætti í Reykjavík með slíkt fylgi að baki því að hann hafnaði því þegar til kom. Sjálf var Þorbjörg Sveinsdóttir kosin í sóknarnefnd árið 1890 þó að konur hefðu þá aðeins kosningarétt en ekki kjörgengi til sveita- stjórna og sóknarnefnda og var kjör hennar talið ólöglegt. Svo mikill var hugur reykvískra kvenna og annarra stuðningsmanna hennar að hún var kosin þó að hún hefði alls ekki lagalegan rétt á setu í sókn- arnefnd. Þorbjörg var trúuð kona og um skeið var hún meðhjálpari í Dómkirkjunni en það var starf sem karlar höfðu ávallt gegnt. Þá skal þess getið hér að Þorbjörg ásamt fósturdóttur sinni, Ólafíu Jóhannsdóttur, var aðalforgöngumaður að stofnun Hvíta bandsins árið 1895 en það var fyrst og fremst stofnað til að berjast gegn áfengis- bölinu en einnig sem líknarfélag fyrir fátæklinga. Barist fyrir háskóla Eitt af brennandi áhugamálum Benedikts Sveinssonar var stofnun háskóla á Islandi og hafði hann hvað eftir annað borið fram frumvarp um stofnun hans. Er hann því eins konar faðir Háskóla íslands. Það var þó ekki fyrr en 1893 að slíkt frumvarp var samþykkt á Alþingi þó að því væri synjað staðfestingar af konungi. Hitt hefur frekar gleymst að Þorbjörg Sveinsdóttir var engu síður en bróðir hennar forgöngu- maður að málinu. Við samþykkt frumvarpsins 1893 hljóp mörgum kapp í kinn við að þoka málinu áleiðis og átti það ekki síst við um Þorbjörgu. Gekk hún nú fram fyrir skjöldu í þessu máli eins og öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Árið 1894 var hún orðin 67 ára gömul en fjör hennar og kjarkur óbiluð. Þannig sagðist Þjóðólfi frá 2. febrúar 1894: „Eftirbreytnisverð samtök og lofsverður áhugi er það sem fjöldi kvenna hér í bænum og á Seltjarnarnesi hafa sýnt í einhverju hinu allra þýðingarmesta velferðarmáli þjóðar vorrar, háskólamálinu. Hefur Þorbjörg Sveinsdóttir yfirsetukona með sínum alþekkta dugnaði og Konur fagna fengnum kosningarétti á Austurvélli við setningu Alþingis 1915. Þorbjörg Sveinsdóttir varð fyrst til að skapa fjölda- hreyfingu kvenna um málið. áhuga gengið mest og best fram í því að fá þær til að ganga í félagsskap þessu máli til styrktar, einkum með loforðum um samskot til tombólu er halda á næstkomandi haust í þessum tilgangi. Var haldinn fundur hér í bænum 26. fyrra mánaðar til að ræða nánar um þetta og voru þar saman komnar nær 200 kvenna og nokkrir karlmenn er boðnir voru... Þorbjörg Sveinsdóttir hélt langa ræðu á fundinum og mæltist vel. Að því búnu voru valdar 18 konur hér í bænum til að annast um undirbúning hinnar fyrirhuguðu tombólu og á nefnd þessi einnig að sjá um allt er þessu máli geti til stuðnings orðið og fá aðrar konur á landinu til að veita því eftirtekt og taka þátt í þessum félagsskap. Má eflaust búast við að þessi hreyfing hér í höfuðstaðnum hafi mikil áhrif málinu til sigurs og verði jafnframt til þess að karlþjóðin Iáti eitthvað til sín taka og sitji ekki auðum höndum og hreyfingarlaus, þá er kvenþjóðín er farin af stað, því að það væri stór minnkun. Er ekki ólík- legt að hér og hvar á Iandinu verði farið að dæmi Reykjavíkur-kvenn- anna...“ Fyrsta kvenréttindahreyflngin í kjölfarið á þessum samtökum var í apríl 1894 stofnað Hið ís- lenska kvenfélag og voru 700 konur í Reykjavík og á Seltjarnarnesi meðal stofnfélaga en íbúar í Reykjavík voru þá aðeins tæplega fjögur þúsund. Þetta var fyrsta fjöldahreyfing kvenna á íslandi og var tilgang- ur hennar ekki einungis að stuðla að stofnun háskóla heldur einnig að auka réttindi kvenna og lyfta kvenþjóðinni upp á við. Þetta var því fyrsta kvenréttindahreyfing á íslandi og þar var Þorbjörg potturinn og pannan. Sigþrúður Friðriksdóttir var að vísu kjörin fyrsti formaðurinn en Þorbjörg tók við formennskunni 1897 og gegndi henni til dauðadags. Meðal þess fyrsta sem Þorbjörg beitti sér fyrir á vegum félagsins var, eins og fyrr sagði, að efna til undirskrifta um jafnrétti í öllum málum á við karla. Rituðu þúsundir kvenna undir áskoranir til Alþingis. Þá gaf félagið árið 1900 út bókina Um kúgun kvenna eftir Johns Stuart Mill í íslenskri þýðingu, en hún var eitt af grundvallar- ritum kvenréttindahreyfingarinnar og er raunar enn í dag. Fyrst til að draga íslenskan fána að húni Ovenjulega mikið fjör var í Þorbjörgu þegar hún nálgaðist sjö- tugsaldurinn og hefur það sjálfsagt átt þátt í því að nú eygði hún nýja tíma. Þó að kvenréttindi væru ofarlega í huga hennar og hana megi kalla fyrstu íslensku „súffragettuna“ var fátt mannlegt henni óviðkomandi. Hún hafði breiðan áhuga á öllu því sem til framfara horfði og voru þjóðfrelsismálin þar ofarlega á baugi. Á heimili hennar saumaði Ólafía, fósturdóttir hennar, fyrsta íslenska fánann (hvít- bláinn) eftir fyrirsögn Einars Benediktssonar, frænda þeirra. Fáninn var fyrst sýndur á þrettándaskemmtun í Reykjavík 1895. Á þjóðhátíð sem haldin var við Rauðará 2. ágúst 1897 tók Hið íslenska kvenfélag þátt í skrúðgöngu og hafði eigið veitingatjald á hátíðinni. Þar dró Þorbjörg þennan fána fyrst allra íslendinga að húni. Allir hlutu að virða hana Þorbjörg Sveinsdóttir andaðist eftir þunga legu 6. janúar 1903 og var jarðsungin frá Dómkirkjunni að viðstöddu miklu fjölmenni. Kistan var sveipuð svörtu flaueli og voru engin blóm eða sveigar á henni. Var það samlcvæmt ósk Þorbjargar sem jafnframt hafði óskað að andvirði blóma eða kransa væri látið ganga í sjóð til styrktar fátækum sæng- urkonum í Reykjavík. Söfnuðust þá þegar sex hundruð krónur og bætti síðan fósturdóttir hennar, Ólafía Jóhannsdóttir, við þannig að sjóðs- upphæðin náði fimmtán hundruð krónum. Sjóður þessi var kallaður Blómsveigasjóður Þorb- jargar Sveinsdóttur og mun hafa komið mör- gum að gagni. Bríet Bjarnhéðins- dóttir, annar risi í ís- lenskri kvenréttinda- baráttu, sem var um 30 árum yngri en Þorbjörg, skrifaði eftirmæli um hana í Kvennablaðið og kemur þar fram að Bríet telur (jramhaldá bb. 96) Fátækar konur í Reykjavík elskuðu og virtu Ijósmóðurina. Myndin er tekin í Þvotta- laugunum fyrir aldamót. HEIMS 59 MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.