Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 58

Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 58
og krafði hana sagna. Þegar honum fannst hún ekki svara nógu greiðlega úrskurðaði hann hana í varðhald í Hegningarhúsinu. Þannig stóð þá á að hún var fárveik af heimakomu, en rannsóknardómarinn lét sig það engu skipta. Þegar út í Hegningarhúsið kom neitaði Sigurður Jónsson fangavörður að setja hana í fangaklefa svona veika. Hann horfði skilningslaus á rannsóknardómarann og sagði að Þor- björg hefði hjúkrað konu sinni og börnum og meðan hann væri hús- bóndi í Hegningarhúsinu skyidi hún ekki látin veik í fangaklefa, en í stofu sinni gæti hún legið í góðu rúmi, og hann skyldi ábyrgjast að enginn talaði þar við hana né kæmi inn til hennar án hans leyfis. Mæltist þessi varðhaldsúrskurður einnig afar illa fyrir í Reykjavík því að Þorbjörg naut almennra vinsælda og virðingar. Margir töldu hana píslarvott. Þorbjörg Sveinsdóttir sat þó aðeins þessa einu nótt í gæslu- varðhaldinu. Séra Matthías Jochumsson var þá ritstjóri Þjóðólfs í Reykjavík og gefur þessa lýsingu á fangelsun hennar í söguköflum sínum: „Þorbjörg var ein sem Jón ritari tók um nótt og „setti inn“ fyrir óspektir. Var þá nýfætt barn hjá mér og kona mín sjálf veik af kíg- hósta og barnið veikt. Vissi ég ekkert um það og fór upp í Þingholt að sækja Þorbjörgu sem ljósmóður. Þetta var fyrir dag í hlákumyrkri. Ég greip í tómt því að hina sömu nótt hafði Þorbjörg verið tekin. Braust ég óðar inn til hennar í þinghúsið. Leit hún þá upp af fletinu þar sem hún lá og aumkunarlegri mannsmynd hafði ég aldrei séð því að allt andlitið var bólguhella af heimakomu. „Svona er nú komið fyrir mér,“ sagði hún með sárveikum rómi. „Verið þér róleg, út skuluð þér óðara,“ sagði ég og áður en birti hafði hún fengið lausn, þó ekki fyrr en ég vakti upp landshöfðingjann og fékk skipun hans að henni skyldi óðar sleppt.“ Hún brotnaði niður Séra Matthías vildi þó ekkert skipta sér af Elliðaármálum í blaði sínu og kallaði það óþrifamál. Hann segir: „Þorbjörg yfirsetukona þótti pottur og panna í aðförum bænda með Benedikt að brjóta veiðikisturnar úr ánum. Veitti hún mér óþvegin orð og sakaði um beinan níðingsskap að ég fylgdi ekki bróður sínum í því máli - ellegar mér gengi hugleysi til. Ég kvaðst fylgja bróður hennar í anda en aðvaraði hana að brjóta ekki svo berlega lögin. Hún hamaðist því meira, barðist um og grét beisklega." Jón ritari, rannsóknardómarinn, fékk geysilegan álitshnekki vegna harðneskjulegrar framkomu sinnar við Þorbjörgu og fangelsunin mun hafa haft mikil áhrif á þessa geðstóru konu. Hún brotnaði niður. Er dæmt var í málinu hlaut Þorbjörg þyngstu sektina, 40 krónur, og skyldi 12 daga einfalt fangelsi koma í stað sektar ef hún yrði ekki greidd. Þorsteinn Thorarensen rithöfundur segir að eftir þetta hafi Þor- björg farið að verða undarleg í háttum og sama sumarið og dómurinn var upp kveðinn tók hún upp á því að flytja inn til Bendikts Gröndals skálds sem þá hafði um skeið legið í látlausu fylleríi eftir lát konu sinn- ar. Virðist svo vera sem þau hafi ætlað að verða hjón en kannski hefur Þorbjörg þó fyrst og fremst viljað draga skáldið upp úr eymd sinni. Hún var vön að hafa drykkjumenn í kringum sig, fyrst föður sinn, svo Benedikt, bróður sinn. Ekki varð þó sambúðin við Gröndal löng, aðeins nokkrar vikur eða mánuðir. Eftir þetta tók Þorbjörg sig upp og hélt til Kaupmannahafnar þar sem hún dvaldi næstu þrjú árin. Mun erindi hennar hafa verið það að framfylgja máli sínu vegna laxakistu- brotanna fyrir hæstarétti. Varð hún nánast sinnisveik meðan málið var fyrir rétti. Dómur hæstaréttar féll loks á þá leið að Þorbjörg var dæmd í 8 daga fangelsi í stað peningasektar. Mun hún þó aldrei hafa þurft að afplána þann dóm því að Tryggvi Gunnarsson hjálpaði henni til að sækja um konungsnáðun. Píslarvottur í augum fátæklinga Eftir þessar þrengingar náði Þorbjörg sér upp úr þunglyndinu og nú hófst nýtt tímabil í ævi hennar og stórlyndi hennar og kjarkur var sem aldrei fyrr. Meðan hún var enn í Kaupmannahöfn komst hún í samband við einn af helstu fjáraflamönnum Islendinga um þær mundir, Eggert Gunnarsson, og hugðist nú, þótt kvenmaður væri, fara út í stórfellda kaupsýslu með honum. En Eggert var kominn í botnlausar skuldir og flúði af hólmi til Ameríku þegar á reyndi. Þá hugðist Þorbjörg gerast Ameríkuagent og gangast fyrir Vesturheimsferðum Islendinga í stórum stíl en einnig það fyrirtæki hennar misheppnaðist. Er hún kom til Reykjavíkur slasaðist hún, er hún datt niður í kjall- aratröppur í myrkri, og lét þá af öllum hugmyndum um að gerast fjáraflakona. Eftir það helgaði hún sig eingöngu ljósmóðurstörfum og lækningum auk þess sem hún tók sem áður virkan þátt í stjórnmálum og réttindamálum kvenna. Hún var álitin píslarvottur af öllum al- menningi í höfuðstaðnum og vinsældir hennar voru sem aldrei fyrr, ekki síst meðal fátæks fólks. Hún var ávallt reiðubúin að hjúkra og hjálpa þeim sem áttu um sárt að binda og það var trú fólks að höndum hennar fylgdi dularfullur lækningamáttur. Konur virkjaðar til átaka Arið 1889 var dómkirkjuprestsembættið laust í Reykjavík og tókust á tvær fylkingar um nýjan prest. Ihaldssamir embættismenn og kaupmenn vildu kjósa séra Isleif Gíslason í Arnarbæli en hinir áköfu þjóðfrelsismenn vildu séra Sigurð Stefánsson í Vigur. Auðvitað skipaði Þorbjörg Sveinsdóttir í síðari hópinn og lá ekki á liði sínu. Ekkjur og aðrar konur sem voru sjálfrar sín, það er ekki giftar, höfðu fengið kosningarétt til bæjarstjórnar og sóknarnefnda árið 1882 en yfirleitt ekki notað þann rétt sinn né heldur kosið í prestskosningum. Nú brá svo við að 50 konur kusu og þótti það miklum tíðindum sæta. Jón Borgfirðingur segir í dagbókum sínum að Þorbjörg Sveinsdóttir hafi smalað saman kvenlýðnum, er kosningarétt hafði, og þar á meðal jafn- vel vatnskerlingum eins og Gunnu grallara. Fjallkonan sagði að sumar kerlingar sem kusu hafi verið bæklaðar og bjagaðar og hafi verið „særðar út úr kofunum eins og vofur, og með naumindum getað skreiðst á fundinn „til að kjósa hann síra Sigurð, eins og mér var upp á lagt“, sagði ein þeirra. Séra Sigurður fékk flest atkvæði og tryggði kvenþjóðin undir forystu Þorbjargar ljósmóður honum kosningu. En Stjórn Hvíta bandsins árið 1897. Þorbjörg gekkst mest fyrir stofnun þess ásamt Ólafíu, fósturdóttur sinni. Þorjörg situr fyrir miðju en Ólafía er önnur frá vinstri í efri röð. Skautbúningurinn undirstrikar þjóðernisstefnu kvennanna. HEIMS 58 MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.