Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 72

Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 72
vera mjög brengluð þann dag, en svo er það búið daginn eftir. Ég held ég verði bara meira sjarmerandi með árunum," bætir hún við í þá mund að djössuð útgáfa af laginu ‘Ain’t she sweet’ hljómar frá hátölurunum í stofunni. „Ég hef aldrei logið um aldur, jafnvel þó að í Bandaríkjunum væri mér sagt að ég yrði að skrökva um aldurinn þar sem ég væri orðin of gömul! Framboðið af dönsurum er slíkt að það var verið að losa sig við alla sem voru komnir yfir 25 ára aldurinn - hreint brjálæði - en þetta er algjör æskudýrkun. Ég neitaði að ljúga. Það er svo flókið því þá þarf maður að breyta allri fortíðinni, ljúga liðlangan daginn. Það var reyndar ein ballerína í Berlín sem var 25 ára öll þau níu ár sem ég var þar! Ég var eiginlega orðin svolítið hissa á því.“ Erfiðu sporin Meðan á samtali okkar stendur hefur María fengið sér hvern vindl- inginn á fætur öðrum. Hún verður svolítið skömmustuleg er hún teygir sig eftir einum enn. „Ég byrjaði 26 ára gömul... ég veit ekki... allur þessi agi og ég hafði verið til fyrimyndar í öllu, drykkju og svoleiðis ..., ég gaf eitthvað eftir þarna .“ Orðin koma hægt og seint. „Þetta var erfitt tímabil,“ segir hún snögglega, „ég þurfti að hætta að dansa í eitt ár út af æxlum í hálsi. Þeir héldu að ég væri með krabbamein, það voru alltaf að koma upp ný æxli, guð má vita af hverju! Það reyndi rosalega á - og biðin eftir aðgerðirnar, eftir að vita hvort ég hefði lamast öðru megin í andlitinu ... þessar taugar í hálsinum eru svo viðkvæmar. Ég held að léttirinn og þakklætistilfinningin sem ég upplifði þegar í Ijós kom að ég var ekki með krabbamein sé ein stærsta stundin í lífi mínu.“ Hún talar af alvöruþunga. „En ég held að maður styrkist af svona reynslu, maður neyðist til að vera jákvæður. En það að halda heilsunni skiptir öllu!“ Á löngum ferli má búast við mörgum merkisstundum í lífi dansara. Stórkost- legir sigrar á sviðinu, það að hreppa draumahlutverkið, dansa með frábærum mótdansara, komast inn í betri flokka heims .... Þar skiptast á skin og skúrir og stundum virðist sem það ætli aldrei að stytta upp. Vonbrigðin geta verið gífurlega sár og það getur verið erfitt að finna plástur á sært stoltið. „Ég varð fyrir mjög miklum vonbrigðum þegar ég kom til Bandaríkjanna og komst ekki inn í þessa betri flokka - það var erfitt!“ og áherslan er þung, „því að ég var góð! Ég var komin yfir þennan svokallaða 26 ára aldur, orðin 28 ára gömul og hafði lítil sambönd. Svo virðast Bandaríkjamenn ekki fylgjast eins mikið með evrópska dansheiminum eins og Evrópbúar fylgjast með þeim bandaríska. Það vissu allir um Berlínarflokkinn og það þótti flott, en fáir höfðu hugmynd um ’Wiesbaden-flokkinn, þar sem ég hafði verið aðaldansari í tvö ár. Ég vildi ekki verða bitur,“ heldur María áfram. „Ég sá svo mikið af bitrum og illkvitnum dönsurum og kennurum. Fólk sem hafði ekki náð eins langt og það hafði dreymt um, fólk sem varð að hætta af því að það var orðið lélegt. Sumt þetta fólk vissi ekkert hvað það átti að gera við líf sitt. Sumir drápu sig, duttu í drykkju og brotnuðu niður. Það er bara svo mikill óþarfi að vera að hamra á því sem illa fór í mörg ár.” Röddin er ákveðin. „Maður verður að fá að syrgja og maður verður að fá að vera reiður og maður verður að fá að vera bitur í einhvern tíma, en ekki árum saman. Maður eyðist bara upp!“ Til Richmond Hvað sem segja má um vonbrigðin í Bandaríkjunum sem augljóslega hafa skilið einhver spor eftir í huga Maríu og svíður jafnvel enn undan er hún ekki að velta sér upp úr hlutunum. Ég var lausadansari í þrjú ár í New York og ferðaðist víða. Dansaði Hnotubrjótinn í Los Angeles, dansaði galasýningar í Chicago og Jacops Pillow á móti frægum dönsurum. Þetta var allt mjög vel borgað og mjög spennandi. „En þetta var mjög erfitt. Maður dansaði kannski tvær sýningar, en svo gerðist ekkert í tvo mánuði. Þó varð maður stöðugt að halda sér í formi og fara í tíma á hverjum degi þó ekkert væri framundan. Mér var reyndar boðin vinna út um allt, í New Orleans, Idaho og Kóreu ... en ég fékk ekki vinnu með þessum stóru - þó að ég væri í tímum með þessu fólki, Barishnikov, Makarovu, Helga Tómassyni og öðrum atvinnudöns- urum.“ Hún þagnar. „Því ég var góð! En það bara gekk ekki upp.“ Líf dansara snýst um það að dansa - annars er það ekkert líf. Þetta var orðin spurning fyrir Maríu um að dansa yfirleitt eða gefast upp, hætta, breyta til. Þegar fólki er dansinn í blóð borinn, gengur það hinsvegar ekkert út einn daginn og segir skilið við leikhús og ballett fyrir fullt og allt. „Það er bara ekki hægt,“ segir María með sannfæringu þess sem reynsluna hefur. „Þess vegna fór ég til Richmond. Ég þurfti að gera mér grein fyrir því hvort ég vildi dansa reglulega - þó svo það væri í litlum flokki.“ Fjórtán dansarar eru nú starfandi við Islenska dansflokkmn, en hann er lítill í samanburði við þá flokka sem María hafði áður starfað við; 55 manna flokkur í Berlín og 35 manns í Wiesbaden. „Þetta var eins árs gamall flokkur og á virkilega lágum standard miðað við það sem ég var vön. Ég var í sex mánuði að ákveða hvort ég ætti að fara þangað, þetta var ekkert smá erfitt. Mér fannst það fyrir neðan virðingu mína að fara til Richmond," segir María hreinskilnislega. „Maður var alinn svona upp, búið að prenta þennan hugsunarhátt inn í mann. Þetta var alls ekki snobb. En hjónabandið gekk einnig mjög illa og ég var langt niðri. Við vorum ósammála um allt, þetta er svart sagði ég, þetta er hvítt sagði hann. Annað okkar varð bara að forða sér.“ Skilnaöur Sjö ára hjónaband var að renna sitt skeið. Skilnaðurinn var langur og erfiður og af innbúinu að ráða, virðist María ekki hafa tekið heim með sér feita sjóði. „Já, sumar vinkonur mínar úti sögðu mig vitlausa að hafa ekki haft meira út úr skilnaðinum,“ segir hún dræmt. „Það er nefnilega hægt að verða mjög ríkur af skilnaði í Bandaríkjunum. En það er alltaf erfitt að skilja, mjög erfitt . Við vorum í þrjú ár að að rembast við að skilja, kvelja hvort annað. Við vorum bæði svo þrjósk og gamaldags, ætluðum ekki að skilja. Ég er búin að jafna mig á þessu og við tölumst alveg við,“ segir hún hæglega. „Þetta er fínn maður og mér þykir vænt um hann - hann er gift- ur aftur og allt í lagi með það.“ María teygir sig í aðra sígarettu og ég er ekki viss um að hún ætli að segja meira um málið. Þessi mál eru vandmeðfarin og ábyggilega ekkr sár- saukalaust að rifja upp. En María er opinská og hreinskilin. Eftir langan smók heldur hún áfram. „Ástin hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi. Ég var eiginlega ástfang- in af því að vera ástfangin þegar ég var yngri. Svo hefur maður náttúru- lega þroskast," segir hún og hlær. „Við Dennis kynntumst í Berlín - hann varð ástfanginn af mér á sviði - og það var mikil ást fyrst. Hann var tölvufræðingur, einkaflugmaður, svifdrekamaður og ljósmyndari. Hann HEIMS n MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.