Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 8

Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 8
HFIMSMYl mest selda t í m a r i t i ð Frá ritstjóra ÍVAR JÓNSSON lauk doktorsnámi í stjórn- málahagfræði við háskólann í Sussex, Englandi. Hann er höfundur bókarinnar Innri hringurinn og íslensk fyrirtæki sem hann skrif- aði ásamt Fannari Jónssyni hagfræðingi. Hann hefur skrifað greinar í blöð og tímarit bæði hér og erlendis. Grein hans hér heitir Valdastétt á villigötum (bls. 16). JÓHANNA VIGDÍS HJALTADÓTTIR er sérfrœð- ingur í kóngafólki Evrópu en hún lauk loka- prófi í blaðamennsku og fjölmiðlafræðum frá Háskólanum í Freiburg í Sviss og hlaut verð- laun fyrir lokaritgerð sína um íslenskar fjöl- miðlakonur. Jóhanna hefur dvalist á megin- landi Evrópu um árabil og fylgst grannt með gangi mála þar. Astandið í bresku konungsfjöl- skyldunni fór ekki fram hjá henni og úttekt hennar birtist hér (bls. 26). ÞÓRA KRISTÍN ÁSGEIRSDÓTTIR er með grein um konur og afstöðu þeirra til annarra kvenna. Byggir hún greinina meðal annars á skoðana- könnun þar að lútandi sem og könnun meðal karla um hvaða konur féllu í kramið hjá þeim. Þóra Kristín hefur nýlokið við samtalsbók við Guðberg Bergsson rithöfund sem kemur út hjá Forlaginu á næstunni (bls. 46). RRAGI ÓLAFSSON skrifar um tónlist fyrir HEIMSMYND. Hann er betur þekktur sem einn Sykurmolanna en sem blaðamaður og fyr- ir ljóðagerð en tvær ljóðabækur hafa komið frá honum, Dragsúgur 1986 og Ansjósur 1991. Bragi skrifar um jazzmúsíkanta og öfgafullan lífsstíl þeirra á árum áður (bls. 66). AUÐBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR er menntuð í fréttamennsku frá Boston University og vann að loknu námi við The World Monitor, sem er fréttaþáttur á sjónvarpsstöð The Christian Sci- ence Monitor í Boston. Auðbjörg tók viðtal við Maríu Gísladóttur ballerínu og nýráðinn list- dansstjóra Islenska dansflokksins (bls. 68). KRISTJÁN JÓHANN JÓNSSON tók viðtal við Roy Jacobsen, norska rithöfundinn sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir bók sína Sig- urvegarana. Kristján Jóhann er bókmennta- fræðingur og hann skrifar reglulega fyrir HEIMSMYND (bls. 74). HJÖRDÍS SMITH er svæfingalæknir en hún starfaði í Bandaríkjunum um árabil og fékk þar ólæknandi matarbakteríu. Hjördís er meistara- kokkur og við getum óhikað mælt með upp- skriftunum hennar sem birtast í hverju blaði HEIMSMYNDAR (bls. 90). Stríð, styrjaldir og hörmungar því tengdar hafa sett svip sinn á tuttugustu öldina. Imyndir þessa hryllings loða við mannkynið eins og blóðug dula. Við höfum vanist þessari ásýnd þjáningarinnar. Hún er daglegt brauð fyrir okkur. Við verðum vitni að endalausum gyðingaofsóknum í kvikmyndum, horfum upp á hungruð og deyjandi börn í sárþjáðri Sómalíu, en þau hafa tekið við í sjónvarpsfréttum af andlega vanheilum og alnæmissjúkum börnum Rúmeníu. Við fáum einnig á skjáinn myndir af limlestum, höktandi börnum á hækjum í hinni viðbjóðslegu styrjöld í Júgóslavíu. Við sjáum mæður, fátækar, hjálparvana alþýðukonur með társtokkna hvarma, horfa á eftir þessum vesalingum far- lama inn í óvissu framtíðarinnar. Við erum orðin þjálfuð í að horfa upp á þjáningu annarra, snúum okkur í mesta lagi undan andspænis ásýnd barns sem er að deyja úr hungri í fangi móður, sem er lifandi beina- grind. Börn með útblásna maga, danglandi útlimi og dauðann í stórum barnsaugunum. Sjónvarpskóngurinn Ted Turner var kjörinn maður ársins í fyrra fyrir að hafa stuðlað að því að heimurinn yrði eitt lítið þorp. í þessu alheimsþorpi eru mörg samfélög, margir heimar og sumir þeirra helvíti á jörðu. í einum þessara heima, þeim velmegandi, býr kristið fólk, alið upp við boðskap um náungakærleik og ábyrgð á meðbræðrum. Sú ábyrgð felst í því að fylgjast með úr fjarska, horfa upp á hörmungarnar í beinni útsendingu, teygja sig í söfn- unarbauk frá Hjálparstofnun kirkjunnar þegar best lætur og hneykslast á því að einhverjir aðrir grípi ekki í taumana. Það er sannarlega þorparablær á þessu alheimsþorpi. ■ HEIMS 8 MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.