Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 82

Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 82
[bókmennlir] á opinberu framfæri? Það fer að verða fátt um fína drætti í bókmenntum íslend- inga, segir Jón frá Pálmholti vegna yfirlýsinga Einars Kárasonar fyrrverandi formanns Rithöfundasambandsins í HEIMSMYND í júníblaði HEIMSMYNDAR birtist viðtal við Einar Kárason fyrrverandi formann Rithöfundasambandsins. Umræðu- efnið er kallað „átökin í rithöfundasambandinu". Þar sem fyrrnefndur Einar dregur nafn mitt inn í þessi átök þykir mér ástæða til að hóa ofurlítið í lætin. Sjálfur veit ég fremur fátt um þessi átök enda ekkert skipt mér af samtökum rithöfunda síðastliðin tuttugu ár, utan það að greiða árgjaldið. Svo var það einn dag síðastliðið vor að kunn- ingi minn kom að máli við mig og sagði Þráin Bertelsson hafa ákveðið framboð sitt til for- manns í Rithöfundasambandinu. Sagði hann fund þá um kvöldið í Kópavogi með for- mannsefni og stuðningsmönnum og spurði hvort ég vildi koma með sér. Eg þáði boðið, því bæði var langt um liðið frá því ég sá minn gamla kunningja síðast og ég var forvitinn að heyra um hvað höfundar væru að hugsa og tala. Ætli það hafi ekki verið um fimmtán manns á fundinum. Fundarmenn töldu þörf á því að endurnýja forystu Rithöfunda- sambandsins og nefndu þar til meðal annars úthlutun úr launasjóði rit- höfunda. Töldu þeir að ákveðinn hópur undir forystu nokkurra manna af 68-kynslóðinni hefði yfirtekið sambandið og beitti því síðan í eigin þágu, og á kostnað annarra. Væru það sýnilega samantekin ráð þessa hóps, ákveðinna útgefenda og stjórnar Launasjóðsins að skapa hér for- réttindahóp höfunda, einskonar elítu. Utgefendurnir gæfu út verk þessara manna og stjórn Launasjóðsins sæi um að greiða þeim vinnulaunin. Þetta töldu menn misnotkun á sjóðnum. Mótmælt var nýjum lögum um sjóðinn og skorað á Þráin að beita sér fyrir afnámi þeirra. Sigurður Pálsson skáld var einnig í framboði til formanns. Honum var ekki hallmælt á fundinum, en talið var að fyrrverandi formaður og menn hans hefðu beitt Sigurð miklum þrýstingi við að fá hann til framboðs, gegn eigin fyrirætlan. Trúlega hefðu þeir ekki fundið annan frambærilegan formann. Astæðulaust þótti að bjóða fram gegn öðrum stjórnarmönnum, enda vildu menn ekki valda klofningi í sambandinu. Þeir töldu og stjórnarmenn hæfa til að gegna störfum sínum. Mitt innlegg til þessara umræðna var það helst að segja frá því hvernig þeir sem upphaflega áttu hugmyndina að Launasjóðnum hugsuðu sér hlutverk hans. Það vill svo til að ég veit hvað menn hugsuðu þegar hugmyndin að Launasjóðnum var upphaflega fest á blað. Ég skrifaði hana nefnilega sjálfur. Það mun hafa verið árið 1971 sem við Asi í Bæ buðum okkur fram til stjórnar í Rithöfundafélagi Islands, sem var forveri núverandi sam- bands. Við ætluðum að gera eitthvað í hagsmunamálum höfunda, en í þann tíð voru hin umdeildu listamannalaun eina opinbera aðstoðin við eftir Jón frá Pálmholti listamenn á Islandi. Við vorum kosnir og skömmu síðar hittumst við í eldhúsinu heima hjá mér að ræða málið. Niðurstaðan var tillaga um sjóðsstofnun. Kom í minn hlut að festa tillöguna á blað og fara með hana á næsta stjórnarfund. Var tillaga okkar rædd á nokkrum stjórnarfundum, en ekki náðist samkomulag í stjórninni um að bera tillöguna fram í nafni stjórnar á næsta aðalfundi. Eg kvaddi mér því hljóðs á aðalfundinum og flutti tillöguna undir dagskrárliðnum önnur mál. Fundarmenn voru óvanir tillögugerð af þessu tagi og vissu ekki f fyrstu hvernig taka skyldi erindinu. Reis þá upp séra Gunnar Benediktsson rithöfundur og mælti eindregið með samþykkt tillögunnar. Margir fleiri tóku síðan í sama streng. Loks lýsti Svava Jakobsdóttir því yfir að hún myndi taka málið upp á Alþingi, en hún var þá nýorðin þingmaður. Svava flutti síðan frumvarp til laga um Launasjóð og barðist fyrir framgangi þess með sóma. Baráttan varð erfið og leit svo út um tíma, að málið yrði fellt fyrir henni. Kom þá til skjalanna Gunnar Thoroddsen þingmaður og flutti breytingartillögu við frumvarp Svövu, og fékk hana samþykkta. Var frumvarpið svo samþykkt þannig breytt. Við Asi vildum að helsta hlutverk sjóðsins væri að sjá til þess að skáld og rithöfundar fengju eitthvað greitt fyrir sína vinnu, en á slíku var mikill misbrestur og er víst enn. Okkur kom ekki til hugar að sjóðurinn ætti að halda litlum hópi höfunda á föstum árslaunum, en skilja hina eftir. Slíkan sjóð mætti reyndar allt eins nefna Launasjóð útgefenda. Við Asi munum ekki hafa búið yfir því hugmyndaflugi, sem vissulega hefði þurft til að ímynda sér til dæmis ljóðagerð sem atvinnu- veg sem menn skyldu stunda á föstum árslaunum. Annars teldust þeir óskrifandi. Nú er að víkja að viðtalinu við Einar Kárason. Hann skiptir félagsmönnum Rithöfundasambandsins í tvær fylkingar: Atvinnu- rithöfunda og þá sem eru óskrifandi. Sorteringin vefst að sjálfsögðu ekkert fyrir honum, og þessar fylkingar tókust á í formannskosn- ingunum, segir hann. Hann segir þó að hann hafi átt „mjög erfitt með að átta sig á því hvað skildi þær að“. Eg sem hélt að það væri yfirleitt augljóst hvort menn kynnu að skrifa eða ekki. Það ætti til dæmis að koma fram á kjörseðli hvort viðkomandi hefur ráðið við að kjósa. Þessi skipting höfunda hlýtur að setja menn í nokkurn vanda. Eg fæ ekki betur séð en flestir helstu höfundar okkar, að meðtöldum svo- nefndum þjóðskáldum, séu eða hafi verið óskrifandi. Þannig var til dæmis Davíð Stefánsson bókavörður alla sína starfsævi. Snorri Hjartar- son sömuleiðis. Guðmundur Böðvarsson var bóndi og síðan bóka- vörður. Jón úr Vör rak fornbókaverslun uns hann varð bókavörður einnig. Jón Helgason var prófessor í Kaupmannahöfn. (framhaldd bls. 96) HEIMS 82 MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.