Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 92
1/2 tsk. cayenne pipar
1 mslE sœtpapril(a
2 ts£. yróft salt
1/4 botfi rauðvírusecíif
1 búnt sa?caðurferskiir ffríander (má síeppa)
1 sa?iaðurferskur chibipipar
Hakkið saman kjöt og spekk, blandið í
kryddi, salti, ediki, kóríander (ef þið notið
hann) og chilipipar, hnoðið vel saman. Chorizo
er mikið notuð laus, það er ekki troðið í garnir.
Nefni ég til dæmis spánska eggjaköku (tortilla),
sem ekki væri svipur hjá sjón án Chorizo - og
þessi litlu kjötpæ þeirra Spánverja - empanados
- sem gjarnan eru fyllt með Chorizo. Þá er hún
einnig mikið notuð reykt.
Bratwurst
750g svínalgöt
500g kátfalqöt
250g svínaspekf,
1 msf saCt
1 tsf syfur
1 tsfpipar
1 tsf masi (mace)
1 tsf kúmenfrce
1/2 tsf engiferduft
1/2 boCCi mjóCf
Blandið saman kjöti, sykri, salti og kryddi
og hakkið. Blandið mjólk í og hnoðið vel sam-
an. Troðið í garnir og bindið á milli. Pylsurnar
má geyma soðnar eða hráar, steikið síðan á
pönnu eða grillið á útigrilli. Mikið sinnep og
góður bjór spillir ekki! Ur þessari uppskrift fæst
1 1/2 kg af pylsu.
Chorizo.
Þetta er augljóslega aðeins sýnishorn af þeim
mikla fjölda sperðla sem hægt er að laga. Þessar
pylsur er hægt að nota á mjög margvíslegan
hátt og geta oft komið í stað hver annarrar. Eg
bendi til dæmis á að þegar uppskrift gerir ráð
fyrir reyktri pylsu má nota hvort sem er
andouille, chorizo eða pólska kielbasa. Hér á
eftir fylgja síðan tvær uppskriftir að réttum sem
nota tvær af þessum pylsum.
Pasta með pylsu og papriku
Þessi pastasósa er unaðsleg kjötsósa, það er
upplagt að laga mikið í einu og frysta, þá eigið
þið alltaf efni í frábæra máltíð - aðeins rauðvín
og góð baguetta geta bætt hana.
1 kg miCd ítöCsk,pytsa (ígöm)
3 msf óCífuoCía
1 boCCi sai(gður (aukur
3 rauðar paprikur, skpmar í rczmur
1 boCCi purrt rauðvín
1 beiídós tómatar (1 kg)
1 botCi vatn
1 msf oregano
1 tsf timian
saCt og svartur pipar eftir smekk.
chiCepipaftögur
1 tsffenneCfrce
1/2 boCCi sö^uð steinseCja
6 hvítCauksrif, sö?(uð
Stingið gat á pylsurnar með gaffli, setjið þær
í pott með ca. botnfylli af vatni, setjið pottinn
yfir meðalhita og sjóðið í ca. 20 mínútur. Vatn-
ið mun gufa upp og pylsurnar steikjast í eigin
feiti. Snúið öðru hverju og látið steikjast í ca.
10 mínútur eða þar til vel brúnaðar. Færið upp
úr og látið renna af þeim. Hellið feitinni af
pylsunum úr pottinum (ekki þvo pottinn), setj-
ið olíu og lauk í og látið malla í 25 mínútur
undir loki. Bætið papriku útí og steikið í 5-10
mínútur í viðbót, hrærið oft í. Bætið útí víni,
tómötum, vatni, oregano og timian. Kryddið
eftir smekk með salti, pipar og chiliflögum.
Látið sjóða upp, lækkið hitann og látið malla í
30 mínútur. Sneiðið pylsurnar í ca. 1 cm þykk-
ar sneiðar, bætið þeim útí pottinn ásamt fenn-
el, látið sjóða í 20 mínútur í viðbót. Að síðustu
er steinselju og hvítlauk bætt í og látið malla í 5
mínútur. Þessi uppskrift gefur af sér um það bil
1 lítra af pastasósu, sem nægir á um það bil 1 kg
af pasta.
Fimm-bauna-súpa
HANDA 6-8
Þetta er matarmikil súpa, sem er ákaflega
bragðgóð og ómissandi í komandi vetrarkuld-
um.
1/2 boCCi purrar, svartar baunir '
1/2 boCCi nýmabaunir
1/2 boCCi hvítar baunir
1/2 boCCi augnbaunir
1/2 boCCi Cimabaunir
325g andoiCCe pyísa
1 vcenn reyktur svínaskgnki
(fœst t.d. í fjöthöCCinni)
4 boCCar vatn
1 stórguCrót, skprin í bita
3 stórir seCCerístöngCar
3 steinsetjugreinar
1 mjög stór Caukur (ca. 325g), gróft sa?(aður
1/4 boCCi óCífuotía
2 stórir sa?(gðir hvítCauksgeirar
1 CárviðarCauf
2 1/2 tsf saCt
2 tsf paprikg
2 tsf maCað cumin
2 tsf chiCiduft
1 tsf svartur pipar
1/4 tsf kaniCC
2 boCCar niðursoðnir tómatar með vöfva
2 boCCar nautakjötssoð
1 tsf rauðvínsedif
Chorizo á leið í Spœnska „ Tortilla “.
Leggið fyrstu fjórar baunategundirnar sam-
an í bleyti yfir nótt, leggið limabaunirnar sér í
bleyti. Setjið svínaskanka og pylsu í pott ásamt
vatni, látið suðuna koma upp, bætið þá útí gul-
rót, sellerí og steinselju. Látið suðuna koma
upp og látið sjóða við hægan hita. Takið pyls-
una uppúr eftir 15 mínútur, látið svínaskank-
ann sjóða í aðrar 45 mínútur. Steikið laukinn í
olíu í ca. 5 mínútur, bætið hvítlauk útí, takið af
hitanum. Síið frá vökvann sem pylsan og svína-
kjötið voru soðin í, fleygið grænmetinu og los-
ið kjötið frá beinunum, skerið í bita. Síið
baunategundirnar fjórar og setjið í stóran pott,
mælið soðið og bætið út
í nægilegu vatni til að úr verði 4 bollar af
vökva. Hellið yfir baunirnar og látið suðu koma
upp, bætið lauk og hvítlauk útí, þar á eftir
kryddi. Látið malla í 1 1/2 til 2 tíma. Bætið
tómötum og soði útí, látið suðuna kóma upp
aftur, setjið þá limabaunirnar útí, sjóðið í 30
mínútur í viðbót. Skerið pylsuna í þunnar
sneiðar og látið útí ásamt svínakjöti og ediki,
látið sjóða í 5 mínútur í viðbót. Með þessari
súpu er gott að bera sýrðan rjóma og saxaðan
vorlauk eða blaðlauk. Svo er gott gróft brauð
auðvitað ómissandi.
Ég óska lesendum síðan góðs gengis við
pylsugerðina.
Au revoir.
Hjördís
HEIMS
92
MYND