Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 96

Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 96
á opinberu framfæri? (framhald af bls.82) Guðmundur Daníelsson var skólastjóri. Guðmundur G. Hagalín var kennari og ritstjóri fyrir vestan og síðan bókafulltrúi ríkisins, Þórbergur og Jóhannes úr Kötlum fengust við kennslu, og er ekki Matthías Johannessen enn ritstjóri Morgunblaðsins? Þannig gæti ég haldið áfram að nefna menn. Eg gæti líka farið lengra aftur. Var ekki Hallgrímur Pétursson prestur í Saurbæ og Snorri Sturluson bóndi í Reykholti? Það fer að verða fátt um fína drætti í bókmenntum Islendinga. Það er þó huggun harmi gegn að Einar Kárason er greinilega skrif- andi. Er ég las viðtalið í HEIMSMYND kom mér í hug það sem gamall maður norðan af Ströndum sagði mér einu sinni. Hann lýsti fyrir mér skriföndum, sagði þá vera sérstaka andategund sem tæki sér bólfestu í kúlupennum, ritvélum eða tölvum þeirra sem andinn hefði velþóknun á og fyllti þá allt sem þeir gerðu sérstöku andríki. Aður fyrr hefðu þeir notast við hrafnsfjaðrir eða blekpenna, en það væri breytt eins og margt annað. Það leynir sér ekki að Einar Kárason er slíkur skrifandi. Þetta er því merkilegra, sem gamli maðurinn sagði skrif- anda oftast ósýnilega öðru fólki. Þó væri til lýsing á þeim, höfð eftir sérstökum sjáendum. Samkvæmt henni eru skrifendur fremur smáir vexti, klæddir gráum prjónabrókum og með rauða skotthúfu á höfði. Stöku sinnum hefðu þeir sést með græn gleraugu. Það væru þó aðeins tvö tilvik kunn af því tagi. Skrifandar væru gæddir sérstökum Andlegum þroska og birtist sá Andlegi þroski í öllu því sem þeir létu frá sér fara. Það fylgdi sögunni að sumir hefðu tekið feil á skriföndum og jólasveinum, vegna þess hve erfitt geti verið að þekkja þessar tvær tegundir í sundur. Einar skrifandi nafngreinir í viðtalinu nokkra óskrifandi menn, sem leyfðu sér að taka einhvern þátt í stéttarfélagi skrifandi manna. Einn þeirra er Árni Árnason, „sem ég hygg að sé skrifstofumaður hjá Náms- gagnastofnun". Og bætir við: „Ég hef reyndar aldrei séð hann og hafði það ekki alveg á hreinu að hann væri í félaginu.“ Borgaði hann ekki félagsgjaldið bannsettur! (Getur Námsgagnastofnun haft óskrifandi menn á skrifstofunni?) Annar er Jónas Jónasson, sem hefur leyft sér að tala í útvarp og þættir hans „hafa verið vélritaðir upp og gefnir út á bók“. Það er vitaskuld alvarlegt mál af óskrifandi manni. Einn enn er „Hjörtur Pálsson útvarpsmaður", sem ég hélt að væri löngu hættur þar, en hefur leyft sér að gefa út nokkrar ljóðabækur. Merkilegt hve útvarpið hefur komist af með marga óskrifandi menn! En kannski kunna þeir að lesa! Síðan eru taldir upp nokkrir menn sem „hringdu í fólk“. Þar eru meðal annarra Ingólfur Jónsson frá Prestbakka. Á fund- inum sem ég áður hef nefnt, bað maður einn mig fyrir skilaboð til Ingólfs og því hringdi ég til hans daginn eftir. Þar sem við Ingólfur erum báðir fólk, er þetta hárrétt. Við Ingólfur höfum oft talast við áður án þess að það þætti fréttnæmt og hann var í stjórn Rithöfundafélagsins með okkur Ása í Bæ á sínum tíma og studdi okkur. Það má kallast mikil fórnfysi að Einar skrifandi skuli hafa eytt átta árum af sinni dýrmætu ævi í það að vinna fyrir svona pakk. Hann svarar því reyndar sjálfur: „Ég leit svo á að ef ég ætti að reyna að fram- fleyta mér og mínum á því að skrifa, væri nauðsynlegt að hafa gott stéttarfélag.“ Það var og. Óskrifandi menn þurfa vitaskuld ekki slíkt félag! Eitt var það í viðtalinu sem vakti sérstaka athygli mína. Þar stendur: „Hvað ætli fólki fyndist til dæmis um það ef allir námsmenn og aðrir sem grípa í verkamannavinnu nokkrar vikur á sumrin gengju í Dagsbrún og krefðust þess að félagið yrði sniðið að þeirra þörfum.“ Með leyfi að spyrja: Hvaða þörfum? Þegar ég var Dagsbrúnarmaður í gamla daga og vann með skólamönnum á sumrin, til dæmis við upp- bygginguna við Sundahöfn í Reykjavík, höfðu þeir sama kaup og sömu réttindi og aðrir verkamenn. Það held ég að formanni Dagsbrúnar þætti skrýtin latína að flokka félagsmenn niður í atvinnu- menn og aðra óvinnandi! Nema Einar skrifandi vilji stofna lánasjóð Dagsbrúnarmanna, eða launasjóð sem tryggði „atvinnuverkamönn- um“ opinbert framfæri til viðbótar vinnulaunum? Mörgum verka- manninum veitti víst ekki af því eins og kaupið er orðið. Svo þurfa þessir verkamenn meðal annars að standa undir framfærslu skrifanda, sem vonandi fá einnig einhver laun hjá útgefendum, eða hvað? Ég hef að minnsta kosti vanist því að atvinnumenn séu þeir einir sem vinna fyrir sér með starfi sínu. Hinir hafa verið nefndir áhugamenn. Og markmiðið með stofnun Launasjóðsins var fyrst og fremst að leggja áhugamönnum lið. Ég nefndi fyrr 68-kynslóðina. Einn merkasti menningarrýnir okkar, Bragi Ásgeirsson listmálari, sem hefur lengi skrifað um myndlist í Morgunblaðið, íjallar um þetta afbrigði af mannkyninu í Morgunblaðinu 1. ágúst síðastliðinn. Tilefnið var málþing í Gerðubergi. Bragi segir: „Það er líkast því í þessu landi að listamenn séu ekki til nema þeir séu ungir að árum, jafnvel þótt áhöld séu um það, hvað þeir hafi afrekað annað en að vera ungir, hafa verið á námslánum og leikið sér. Kynslóðirnar þar á undan fengu lítil eða engin námslán, en urðu hins vegar að vinna hörðum höndum og höfðu fjarska lítinn tíma til að leika sér.“ Ennfremur: „Meginástæðan er sú að menn virðast svo uppteknir við að skara eld að sinni köku sem og vina sinna og skoðanabræðra, að þeir nenni hvorki né hafi áhuga á að ræða um hlutina í víðara samhengi." Bragi segir þetta ástand ekki séríslenskt heldur samnorrænt. Hann vitnar í grein í Politiken eftir listamann „sem benti á að svo virtist af nýjum kennslubókum í grunn- og framhaldsskólum að dæma, að danskar bókmenntir hafi fyrst orðið til árið 1968. Þá kom fram kynslóð sem nefnd hefur verið ÉG-kynslóðin.“ Ætli skrifandi finnist í Danmörku líka? Kannski hefur hann borist þaðan hingað til lands, eins og margt fleira? Einar skrifandi segist að minnsta kosti hafa stundað nám í Danmörku! í ritgerð sinni Upphaf mannúðarstefnu ræðir Halldór Laxness spurninguna um „höfuðskyldur rithöfundarins í dag“. Svar hans er þannig: „ Spurníngu um æðstu skyldu“ rithöfundar í dag“ treysti ég mér ekki til að gegna öðruvísi en með einu afdráttarlausu fyrir- framsvari: æðsta skylda rithöfundar nú er að skrifa það sem honum líst og sjá aðra rithöfunda í friði.“ Með þessum orðum lýk ég rausi þessu, en guð minn almáttugur ef þú ert til, forðaðu okkur frá „elítukenningunni“ ■ Eldur, gull og stál (framhald afbls. 59) Þorbjörgu fyrstu kvenréttindakonuna á íslandi. Hún hafi ekki aðeins haft brennandi föðurlandsást, framfaralöngun og frelsisþrá heldur hafi hún einnig viljað stuðla að framförum kvenna í öllum greinum og auka frelsi þeirra og réttindi svo að sömu réttindi næðu til þeirra og karlmanna. Þá hafi Þorbjörg alla ævi verið ósmeyk við að rétta hlut lítilmagnans gagnvart þeim sem voru hærra settir. Bríet bætir síðan við: „Ýmsum hefur efalítið þótt hún harðskeytt og óvægin en allir hlutu að virða hana fyrir mannúð og kærleika til þeirra sem erfitt áttu, svo og fyrir mannvit og skarpskyggni.“ Nafni Þorbjargar Sveinsdóttur hefur nokkuð verið haldið á lofti en þó kannski ekki sem skyldi. Hið íslenska kvenfélag reisti henni og Ólafíu Jóhannsdóttur minnisvarða á leiði þeirra í gamla kirkju- garðinum við Suðurgötu árið 1927 og árið 1982 kom út frímerki með mynd Þorbjargar í flokknum Merkir Islendingar. Matthías Jochums- son skáld orti erfiljóð um Þorbjörgu og í fáum ljóðlínum tókst honum að sýna þau einkenni sem voru sterkust í skapgerð þessarar stórbrotnu konu: Harða, blíða, heita, sterka sál. Hjarta þitt var eldur, gull og stál. ■ HEIMS 96 MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.