Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 80
Gamla bænda- og sveitasamfélagið hefur á skömmum tíma þró-
ast í iðnaðar- og borgarsamfélag. Þetta hefur haft í
för með sér að í stað stórfjölskyldunnar
er nú komin lítil kjarnafjölskylda,
sem sinnir færri og að nokkru leyti
breyttu hlutverki. Þannig hafa nú ýms-
ar stofnanir í æ ríkara mæli tekið að sér
að sinna hlutverkum, sem fjölskyldan sá
sjálf um að sinna áður. Dæmi um þessi
hlutverk eru t.d. félagsmótun og afþrey-
ing. Hver fjölskylda elur nú af sér færri
börn og sinnir þörfum færri einstaklinga.
Orsökin er væntanlega sú, að hjónum hafa
nú opnast nýir möguleikar til að hafa stjórn á
barneignum, sem svo aftur hefur haft í för
með sér aukna möguleika beggja hjóna til
tekjuöflunar. Af því leiðir svo aftur að minni
tíma er varið innan veggja heimilisins. Þannig
notar nú fjölskyldan meiri tíma en áður í að afla
tekna utan veggja heimilisins, meðal annars
vegna aukinnar neyslu, að ekki sé nú talað
um verðtryggð lán vegna hús-
næðisöflunar. Með þessu er fjöl-
skyldan ekki lengur samfélag um
víðtæk og margbrotin hlutverk,
framleiðslu og neyslu, heldur nær
eingöngu samfélag um neyslu og
færri hlutverk en áður. Tjáskipti
milli ættliða virðast fara minnkandi,
en vegna þess fara nú börn á mis við
þann dýrmæta reynslu og þroskasjóð,
sem hinir öldnu búa yfir. Vinnuálagið
utan veggja heimilisins hefur einnig
dregið úr möguleikum hjóna til að sam
mótast og styrkja bönd gagnkvæms
trausts. En þróunin hefur
ekki einungis verið neikvæð.
Valdahlutföll innan fjölskyld-
unnar virðast vera að breytast
og samkomulag um jafnan rétt
beggja hjóna til að njóta starfs- og
framatækifæra hefur styrkst. Kon-
ur hafa af eðlilegum ástæðum
einnig óskað eftir jafnri þátttöku-
beggja aðila í heimilisstörfunum.
Mikilvægi fjölskyldunnar sem
mannverndarstofnunar hefur aukist, því hún er nánast eina tilfinninga-
lega athvarf okkar í dag. En í því er þó ákveðin hætta fólgin.
TILFINNINGARNAR EINAR
þá í að sinna brýnustu skyldum heimilislífsins og
sjónvarpið sér svo um að veita tilbreytingu og
jafnvel skapa í hugum fólks ímyndaðar neyslu-
þarfir og skjól fyrir hugrenningar um veröld
handan daglegs strits og anna. Við tjáum okk-
ur einfaldlega minna en áður. Við höfum ekki
eða tökum okkur ekki tíma til að tala saman.
Hæfileikinn til að tjá sig er lærður hæfileiki.
Þeirri færni þarf að sinna. Strjál tjáskipti-
leiða því til ómarkvissari tjáskipta. Og þegar
við höfum misst hæfileikann til að tjá okk-
ur grípum við til annars tveggja, rífumst af
ótamdri heift eða þegjum í þjáningarfullri
þykkju. Hér erum við komin að því at-
riði, sem ég tel vera alvarlegast og skipta
mestu þegar rætt er um hjónaskilnaði.
LÍTIL TJÁSKIPTIGETA
LEITT TIL RANGHUGMYNDA
Sem prestur hika ég ekki við að fullyrða að opinská tjáning milli
hjóna skipi einn veigamesta þáttinn í farsælu hjónabandi. Það er
líka afar mikilvægt að fara í gegnum tilfmningar sínar í stað þess
að fara framhjá þeim, tala og skiptast á skoðunum þó að það sé
þjáningarfullt. Ymsar ástæður, sem tilgreindar eru þegar óskað er
eftir skilnaði, til dæmis afbrýðisemi, tortryggni og ásakanir um
framhjáhald, eiga oft rót sína að rekja til ranghugmynda, sem
orðið hafa til vegna skorts á einlægum og heiðarlegum tjáskipt-
um. Þjáningarfull tjáskipti geta verið farvegur að lausn, auk-
inni samstöðu og þroska, sem svo miklu skiptir. Þannig er
hægt að forðast að sólin setjist yfir reiðina. Við þurfum að
vinna íyrir öllum góðum hlutum. Góð sambúð krefst álags, en álagið
skilar sér í aukinni dýpt og tryggð. Álagið er að vissu leyti eins og það
þolpróf, sem málmar stórra úthafsskipa þurfa að standast áður en skip-
ið leggur til atlögu við öldur hafsins á vit áfangastaða í fjarska.
SÖNN ÁST SPYR EKKIUM ENDURGJALD
Annað atriði skiptir líka miklu máli: Að elska er ákvörðun. Sönn ást
er ást, sem ekki spyr um endurgjald. Sönn ást er fórnandi ást. Ef við
hefjum sambúð með annað í huga er næsta víst, að reynslan tekur í
hnakkadrambið á okkur einn góðviðrisdaginn. Um leið og við höfum
ákveðið að við ætlum að elska erum við því að taka ákvörðun um að við
ætlum að lifa fyrir maka okkar, reyna að fyrirgefa á grundvelli skilnings
á aðstæðum og byggja upp sameiginlega hamingju og gleði, en ekki
sjálfhverfa og eigingjarna lífsnautn. Takmark hjónabandsins ætti þannig
að vera að sameinast og verða ein manneskja. Reynslan sannar að slíkt
markmið leiðir til varanlegrar og sannrar lífsfýllingar.
Þegar hjónabandið snýst nær eingöngu um gagnkvæmar tilfinningar
og ást reynir sannarlega á þol og úthald. Hjónaband sem byggir ein-
göngu á tilfinningum er jafn fallvalt og tilfinningar eru í eðli sínu. Með
þessu er ég ekki að halda því fram að ást og hlýjar tilfinningar séu gagns-
lausar. Þær eru að sjálfsögðu hvati, sem miklu veldur þegar ákvörðun
um hjúskap er tekin. Annað atriði, sem fyrrgreind þróun fjölskyldunn-
ar hefur leitt af sér er að tími til innilegra tjáskipta og sameiginlegs átaks
í önnum daganna hefur farið þverrandi. Sá litli tími, sem aflögu er, fer
SMÁLYGAR VERBA AG VEGG
Uppsafnaðar smálygar verða oft að vegg, sem örðugt getur verið að
brjóta niður. Þær skapa ástand, sem iðulega leiðir til skilnaðar. Smályg-
ar geta einmitt átt rót sína að rekja til vanhæfni til tjáskipta. Þó er oftast
HEIMS
80
MYND