Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 44

Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 44
vegna. Ég vil þó taka fram að ég tala ekki sem listfræðingur: Ég kynntist verkum Jóns fyrst í stað gegnum söfn og einkaheimili og kom tíðum á Hótel Holt sem gestur og myndir hans hrifu mig ákaflega þá og gera ennþá. Þegar áðurnefnd mynd kom inn á borð til mín í Morkinskinnu varð ég strax ákaflega hrifinn. Jón Stefánsson málaði þessa mynd 1939, fyrir veitingahúsið Frascatie, sem stóð á horni Vesterbrogade og H.C Andersen Boulevard en er nú hætt starfsemi en flestir Islendingar af eldri kynslóðinni muna eftir engu að síður. Þegar veitingahúsið var rifið keypti Þorvaldur í Síld og fisk þessa mynd og hefur hún hangið á Hótel Holti síðan. Þegar ég horfi á myndlist skynja ég hana tifinningalega og ég á því erfitt með að finna því orð sem ég skynja. Ég held að það sem höfðar einna sterkast til mín sé stemmningin í myndinni, maturinn á teppinu, vínið í glösunum og fólkið hans Jóns á myndinni. Ég fæ í mínu starfi mikið af lands-- lagsmyndum í ljósmyndastíl og er þreyttur á þannig myndum. I myndum Jóns eru fjöllin fyrst og fremst form og við að horfa á þessa mynd kemur eitthvað í ljós sem er í senn rammíslenskt og evrópskt. Mér finnst einkum gaman að bera þessa mynd saman við þrjár evrópskar myndir sem eru „LeDejeuner sun e hebe“ en hún er frá árinu 1863, „Pastoral concend" eftir Giorgione frá árinu 1510 og Dejeuner sun e hebe“ eftir Botero frá árinu 1969 en þessar myndir eru allar málaðar í kringum sömu hugmyndina. Oll verk Jóns eru mjög góð og hann endurvann sínar myndir ótal sinnum, mynd ofan á mynd, ofan á mynd. Þessi agi er ekki síst til kominn vegna náms hans hjá Matisse í París og Zhartman í Kaupmannahöfn. Litirnir í þessari mynd eru ótrúlega fallegir, og það er hægt að horfa á hana endalaust án þess að þreytast sökum kyrrðar í myndefni, forminu og litnum, þrátt fyrir að allt sé á hreyfingu á myndinni. Allt í þessari mynd hefur sinn ákveðna tilgang og ekkert má missa sín í bygg- ingunni, það er fullkominn samhljóm- ur í öllu. Hún er ótrúlega falleg. Þegar mynd eftir Jón Stefánsson kemur inn á borð til mín læt ég hana ganga fyrir. Sökum nákvæmni í vinnu- brögðum og þess sem ég nefndi áðan að hann málaði gjarnan yfir myndirnar, skapa hans myndir ákveðin vandamál í viðgerðum. Hann gerði líka það að blanda fernis í liti til þess að þeir yrðu gagnsæjir en fernisinn hefur dökknað með árunum og þarafleiðandi liturinn líka. I þriðja lagi eru myndir hans mjög þykkar og málningin hefur því til- hneigingu til að springa. Það er því óhætt að segja að myndir hans séu skemmtilegt og krefjandi viðfangsefni fyrir mann eins og mig. Ég þakka Jóni það eins og svo margt annað.H Maturinn á teppinu, vínið í glösunum og fólkið hans Jóns. TÖKUM EFTIR GÖMLUM LJÓSMYNDUM í SVART HVÍTU OG LIT. ÓDÝR OG GÓÐ ÞJÓNUSTA! ALHLIÐA LJÓSMYNDA ÞJÓNUSTA 'Litsel Austurstræti 6 - Sími 611788 HEIMS 44 MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.