Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 81
ástæða til að athuga vel hvort aðrar undirliggjandi ástæður geta verið til
staðar, til dæmis óhófleg áfengisneysla eða jafnvel tvöfalt líf af einhverri
gerð. Þegar um uppsafnaðar smálygar er að ræða getur líka verið að hinn
aðilinn þurfi að skoða vel sín eigin viðbrögð og andsvör gagnvart maka
sínum. Það getur einfaldlega verið að reynslan hafi kennt viðkomandi
að ekki sé óhætt að segja satt, alltaf sé tekið með grimmd og óvægni á
öllum málum.
ÞE6AR ALLT VERBUR EINNOTA
Þeirri hyggju virðist vaxa ásmegin að alit sé einnota. Auglýsingar og
ýmsar glansmyndir kvikmynda og fjölmiðla geta komið þeirri hugmynd
inn hjá fólki hægt og sígandi að við eigum að njóta og henda, kaupa aft-
ur, njóta og henda. Eg er þeirrar skoðunar að þessi afskræmda mynd af
raunveruleikanum hafi gert mörgum hjónaböndum mjög illt. Þau
hjónabönd, sem ekki byggja á þeirri lífsnautn, sem innihaldsríkar sam-
verustundir gefa, eru sérlega útsett fyrir þessum vágesti. Ef við höfum
ekki tíma til að tala saman og vera saman í gleði og sorg látum við því
miður oft glepjast af því, að láta slíkar ímyndir ná tökum á okkur. Við
segjum þá við sjálf okkur, ef til vill ómeðvitað, að best sé að henda maka
okkar, fá nýjan maka og njóta hans. Árangurinn verður óhamimgja og
þroskavana og bernskur hugur.
A EG Afi SKILJA?
Margar rannsóknir benda til
þess að hjónabandið þurfi að
vera mjög slæmt til að hjóna-
skilnaður sé betri kostur en að leita
sátta og fá aðstoð við úrlausn mála.
Prestum bregður oft þegar hjón, sem
skilin hafa verið að borði og sæng,
koma eftir eitt ár til að sækja lögskilnað-
arvottorð og sjá eftir að hafa sótt um
skilnað. Oft er þá of seint að grípa í
taumana. Fólk kemst fljótt að því, að það
fylgir því líka mikið álag að byggja upp
nýtt samband og undantekn-
ingarlítið er skilnað-
urinn efnahags-
legt áfall. Sumir
sérfræðingar
að börn komi oft
betur út úr ólgumiklu
fjölskyldulífi en brot-
inni fjölskyldu.
Flestum ber saman um
að hjón í skilnaðarhugleið-
ingum leiti of seint til hjálp-
araðila. Prestar ná vissulega
stundum nokkrum árangri við
sáttatilraunir sínar, en reynslan
sýnir að grípa hefði þurft í
taumana mun fyrr. Oft fer fólk
ekki til prestsins fyrr en hin raun-
verulega ákvörðun hefur verið tekin.
Ég tel að mörgum hjónaböndum væri hægt að
ef leitað væri til prests þegar verulegs
að gæta. Fólk ætti líka að notfæra
sér námskeið og samverustundir, sem í
boði eru, til að læra hvað hægt er að gera
að byggja upp farsæl hjónabönd.
Prestar geta líka skorið úr um hvort
ástand hjónabands er svo slæmt, að
leita þurfi sálfræðilegrar aðstoðar. En
það er líka mikilvægt fyrir alla aðila,
í skilnaðarhugleiðingum
og einnig hina sem ekki búa við
veruleg hjúskaparvandamál, að
taka ákvörðun um að gefa sér
tíma til innihaldsríkra samveru-
stunda. Slíkar stundir leiða til betri sam-
búðar og geta átt sinn þátt í að gefa börnunum
heilnæma mynd af því, hvað það er að vera manneskja í
samfélagi við aðra manneskju. Atferli okkar og viðbrögð í lífsstríð-
inu ráðast nefnilega að miklu leyti af þeirri foskrift, sem við nemum í æsku.B
HEIMS
81
MYND