Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 70

Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 70
„Þú verður að fyrirgefa draslið," sagði hún afsakandi þótt gestkomandi kæmi hvergi auga á umtalað róðarí. „Þetta er voðalega lítið pláss hérna, en ég var heppin að fá þetta hús á leigu og ég fæ að vera þangað til þeir klára þessar íbúðir hérna fyrir aldraða,“ segir hún og bendir á nýbyggingarnar sem eru að rísa fyrir utan stofugluggann. „Þá verður þetta rifið.“ Það er ekki ofsögum sagt að plássið sé lítið. Og það er ekki laust við að manni komi brúðuhús í hug, eða sagan um litlu Gunnu og litlajón, þegar maður ber húsið fyrst augum. Það kemur sér vel að María er ekki stærri en raun ber vitni, tæpir 163 cm á hæð og svo létt að það tekur því ekki að nefna kílóin. Niðri er agnarsmá stofa, enn minna eldhús og þaðan af smærra baðherbergi. Undir risinu er svo lítið svefnloft og sjónvarpshol, ef leyfist að nota slíkt orð um svo fáa fermetra. „Mér var sagt að húsið hefði verið fjós hér á árum áður og risið var V hlöðuloftið. Svo var hérna bílasala,“ sagði María um leið og við komum okkur fyrir í stofunni. „En það er góður andi í húsinu og það er fyrir mestu.“ Sporin heim Ætli manni sé ekki óhætt að titla Maríu Gísladóttur sem eina af okkar bestu - ef ekki okkar allra bestu - ballerínum, fram til dagsins í dag. Og þótt lítið hafi nú verið gert af því að gera íslenska ballettinum hátt undir höfði, þá kannast flestir Islendingar við nafn Maríu Gísladóttur og sigra hennar. María kom alkomin heim til Islands fyrir tveimur árum, þá eftir 20 ára dvöl erlendis þar sem svo sannarlega höfðu skipst á skin og skúrir í gegn- um tíðina. Hún var tvö ár í Englandi, 11 ár í Þýskalandi og sjö ár í Bandaríkjunum. „Það trúði því enginn eftir 20 ár að ég kæmi nokkurntíma heim,“ segir María þar sem hún krýpur á gólfinu og rótar eftir vindlingum í töskunni sinni. „En ég var búin að ganga með þetta í maganum lengi og ég kom loks 1990 og dansaði þá líka í síðasta sinn, á Listahátíðinni.“ Þetta var tímabil stórra og erfiðra ákvarðana og tilfinningalegs umróts fyrir Maríu. Samband hennar og bandarísks eiginmanns hennar, Dennis Lappert, var í molum eftir sjö ára hjónaband. „Við skildum fyrir þremur árum ... og fólk sem hefur staðið í slíku veit að það er svona upp og niður og út á hlið. Allskonar tilfinningaflækjur, einn daginn í lagi og þann næsta ekki. Það tekur tíma að jafna sig á því.“ 36 ára gömul var María einnig komin að endamörkum dansferils síns - þetta var spurning um að hætta á toppnum áður en aldurinn færi að segja til sín. Akvörðuninni um síðasta dansinn varð ekki frestað mun lengur. „Það var mjög erfitt að hætta að dansa,“segir María og effirsjáin er greinileg í röddinni. „Mjöööög erfitt,“ bætir hún við og dregur tóninn. „Ég var í mörg ár að undirbúa mig. Ég byrjaði að hugsa um það þegar ég var 28 ára og hvað ég ætlaði að gera við líf mitt eftir dansinn. Maður tekur einhverja svona skynsamlega ákvörðun um að hætta á ein- hverjum vissum aldri, en svo er maður alltaf að skipta um skoðun, þangað til að ákvörðunin verður ekki lengur umflúin. Það að ég missteig mig illi- lega hjálpaði mér að gera upp hug minn. Ég jafnaði mig að vísu og dansaði erfið hlutverk eftir það, en ég fann að fóturinn var aldrei eins sterkur og áður. Líkaminn var bara búinn að fá nóg. Svo ég fór að hugsa um að hætta áður en ég færi að fara niður á við. En það er rosalega erfitt að hætta einhverju sem hefur verið ástríða manns í öll þessi ár. Maður verður bara að vera jákvæður - og finna sér eitthvert áhugamál til að hella sér út í af fullum krafti.“ Hún ber sig mannalega og talar jákvætt og af raunsæi um hlutina. En söknuðurinn er ekki langt undir yfirborðinu, enda má búast við að mögum yrði brugðið að þurfa skyndilega að gjörbreyta sínum lífsstíl og ferli vegna aldurs, þá rétt hálffertugir. „Það er auðvitað erfitt að breyta svona um lífstíl,“ segir María, „og mér leiddist óttalega hérna (heima) fyrst. Ég vissi eiginlega ekkert hvað ég átti af mér að gera. Þetta var allt svo öðruvísi en ég átti að venjast, vinnutími minn í ballettskólanum stangaðist á við vinnutíma vina og kunningja og svo er allt svo dýrt. En ég hef alltaf verið fljót að aðlagast nýjum kringumstæðum og mig bara langaði heim og að kynnast fjölskyldunni aftur almennilega - og svo finnst mér ofboðslega gaman að fá að takast á við uppbyggingu dansins hérna heima. í kjölfar köllunarinnar Uppbygging dansins á Islandi á hug Maríu allan um þessar mundir. Strax við komuna til landsins hóf hún starf hjá Listdansskóla Islands, en nú hefur hún tekið við sem listdansstjóri íslenska dansflokksins og mun stjórna honum næstu þrjú árin. Það verður að teljast mikill fengur í Maríu 70 HEIMS MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.