Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 73

Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 73
tók margar af mínum bestu ballettmyndum. Hann var mjög listrænn. Eftir á að hyggja var þetta ekki stóra ástin,“segir hún eins og við sjálfa sig. „Nei, stóra ástin var annar karlmaður," og hún stöðvar frekari umræðu um það efni. „Við Dennis vorum komin í sitthvora áttina,“ heldur María áfram. „Þetta var engin stór sprengja hjá okkur. Einn daginn sagði ég bara við hann: „Við erum að skilja, er það ekki?“ Hann sagði jú og þar með var það búið. Þetta var ekkert rætt. Eftir á kom allskonar reiði, sársauki og söknuður, fegin að vera laus og maður var alltaf að skipta um skoðun á því hvernig manni leið. Svo komst ég yfir þetta - ég sá kannski bara eftir því að hafa ekki rasað eitthvað út... Börn Hún segist viðurkenna það núna að ballettinn hafi oft haft forgang í lífi hennar, þó að áður hafi hún ekki viljað vita það. A svo stuttum ferli er hinsvegar skiljanlegt að valið geti verið erfitt, á milli frægðar og frama annarsvegar og hjónabands og fjölskyldulífs hinsvegar. Vilji balllerína eignast börn fylgir oft að segja skilið við feril sinn. „Þegar við giftumst vann ég frá 10-1 og 4-8 á kvöldin. Maturinn var ekkert alltaf klukkan sjö á kvöldin, skilurðu. Og við skiptumst á um að elda, hann ryksugaði og ég setti í þvottavélina - þetta var fínt,“ rifjar María upp. „Þá allt í einu vildi hann að þetta yrði mitt mál. Hann vildi að ég hætti að dansa, en samt vildi hann ekki eignast barn. Hvað ætti ég þá að gera allan daginn, ég dræpist úr leiðindum. Ég sagði við hann að ég yrði ekki konan sem hann þekkti eftir eitt ár!“ María hallar sér fram í stólnum og drepur í sígarettunni. „Börn voru spurning hjá mér þegar ég var svona 28 ára. Þetta var spurning um klukkuna, eða eins og þeir segja í Ameríku, the clock was ticking. Þá gekk ég í gegnum tímabil þar sem ég sá ekkert nema ófrískar konur, barna- vagna og barnaföt." Hún hristir höfuðið líkt og í forundran yfir þessum ósköpum. „Það þekkja þetta margar konur," bætir hún svo við. „Ég var að hugsa um að hætta að dansa af því að ég vissi vel að ef ég færi að eignast barn yrði það alveg meiriháttar verkefni. En Dennis var ekki tilbúinn að eignast börn og þarna í nokkra mánuði var þetta heilmik- ið mál hjá okkur. Það hefur örugglega haft mikið um það að segja hvernig hlutirnir fóru á endanum - einhver særindi. „Þetta bara breyttist allt einhvernveginn," segir hún hugsi, „það er ekkert hægt að útskýra hvað gerðist.“ Nýr kapítuli Þrátt fyrir að María segist vera manneskja mikilla tilfinninga, er henni auðsjáanlega ekki um það gefið að dvelja of lengi við þau flóknu mál. Hún stendur upp og setur á nýjan geisladisk. Djassinn flæðir út um hátal- arana. Hún er hrifnæm og tekst öll á loft þegar talað er um tónlist. Hún neitar því hinsvegar staðfastlega að dansarar séu eins einangraðir og uppteknir af sínum eigin heimi og margir vilja halda fram. “ Ég er framagjörn og viðurkenni það alveg að ég þarf mjög mikla athygli, en það er líka hluti af þessu öllu. En ég fylgist vel með heimsmálunum og því sem er að gerast í þjóðfélaginu, enda er ég mjög forvitin. Ég hef hitt fólk sem heldur að maður kunni ekkert nema ballett og það er mjög sárt. Þó svo maður gangi reistur og beri höfuðið hátt, þá er ekki allt sem sýnist. Við erum öll mannleg og fólk á bara að kíkja aðeins dýpra.“ Fyrir utan stofugluggann heyrist nafn Maríu kallað djúpri röddu. Svo er bankað. Maðurinn er William Soleau, einn af danshöfundunum sem vinna nú hörðum höndum ásamt Maríu við undirbúning frumsýningar fslenska dansflokksins þann 23. október. Manninum er fenginn bolli og blað í hönd og talið berst að hinu nýja verkefni Maríu og dansflokknum. „Þetta er ægilega spennandi,“ segir hún af sannfæringu um uppbygg- ingu flokksins. „Ég vona bara að við fáum stuðning frá íslensku þjóðinni - og peninga. Mér er alveg sama hvaðan, bara að dansararnir fái tækifæri og að þetta verði ekki einhver bóla sem deyr. Þetta gerist ekki á einni nóttu og menn mega ekki búast við einhverj- um meistaraverkum strax eftir svona langa bið. Mig langar til að flokkurinn verði mjög góður og það gerist einungis ef hann fær að sýna. Það er hægt að gera þennan danshóp fyrsta flokks á þremur árum - án þess þó ég sé að bera okkur saman við Royal Ballet.“ María segist vera viss um að hlutirnir komi til með að ganga upp að þessu sinni, þó að vissulega sé þetta allt á brattan að sækja hjá flokknum eftir svo langt hlé og afskiptaleysi. Það er góður andi í herbúðum dansaranna og allra viðkomandi og svo virðist sem almenningur sé að verða opnari og áhugasamari um ballett yfirleitt. „Það er að hverfa þetta hugarfar, já, svo þú ert í ballett - og hvernig vinnurðu svo fyrir þér?“ segir María og kímir. í gegnum tíðina hefur það brunnið við að fólk hafi haft lítinn skilning á því hve mikil barátta ballett- inn er við sál og líkama - og það dagleg barátta. Pressan er mikil á dönsur- um og stjórnendum um þessar mundir. Rússneskur balletthópur, blanda af Bolshoi- og Kirov-ballettflokkunum, er að koma til landsins og það aðeins einni viku fyrir frumsýningu íslenska flokksins! Samanburðurinn er ósanngjarn. Ég bara treysti á að skynsamt fólk sé ekki að bera þetta saman,“ segir María og hristir hausinn. „Rússarnir eru oftast ofboðslega góðir og það er öll þessi hefð fyrir dansi í Rússlandi. Við erum á algjöru byrjunarstigi. Ég vil auðvitað fá sem mestan dans til Islands, við erum alltof einangruð. En þetta er vissulega óheppilegur tími fyrir okkur. Hinsvegar vona ég að fólk sjái það nú að ef við gerum eitthvað fyrir dans á íslandi, þá getum við verið með mjög góðan flokk eftir nokkur ár!“ Táskórnir Táskórnir hennar Maríu eru komnir upp á hillu. Ég ímynda mér hana handleika þá varlega á síðkvöldum þegar minningar liðinna daga eiga auðveldara með að læðast að fólki. Það eru liðin tvö ár frá því hún leysti af sér dansskóna í síðasta sinn. Ætli hún passi í þá ennþá? „Ég var að prófa þá síðasta sunnudag,“ svarar María pælingum mínum. „Það var mikil pressa á mér, vegna meiðsla í flokknum, að fara aftur á svið.“ Hún þegir um stund og það er auðséð að hún á í tilfinningalegri baráttu. „Ég var alveg komin að því,“ segir hún svo af hita, „en ég ætla ekki að gera það! Þó að það kitli mig, þá geri ég það ekki,“ segir hún aftur, líkara því að hún sé að sannfæra sjálfa sig en viðmælanda sinn. Svo koma eftirþankarnir. „Ef ég fer aftur á svið, þá verður það út af algjörri neyð af því að okkur vantar fólk. Þetta er svooooo erfitt. Sérstaklega þegar fólk segir „bara í þetta eina sinn, þú lítur enn vel út“. Málið er bara að það er svo ofboðslega erfitt að hætta að dansa. Ég veit ekki hvort að ég þoli það andlega að ögra sjálfri mér með þessum hætti. Svo er ég bara með svo mikla ábyrgð núna - allan dansflokkinn. Ef ég fylgi skynseminni þá fer ég ekki aftur á svið, en ef ég fylgi hjartanu þá fer ég. Það er þetta með heilann og hjartað - nú er ég farin að hlusta meira á skynsemina. Ég er hinsvegar ekkert viss um að maður eigi að gera of mikið af því.... En þó að ég verði hundgömul kerling með staf, þá verð ég alltaf dansari - inni í 73 HEIMS MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.