Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 63

Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 63
brjálaður. Þegar hann sá að hann hafði meitt mig, gjörbreyttist hann, varð blíður og góður, bað mig fyrirgefningar því nú sá hann eftir því sem hann hafði gert. Við tók hrika- leg tilfinningaflækja, þetta var maðurinn minn. Hvað hafði gerst? Hvað var að honum? Var þetta kanski mér að kenna? Allar þessar spurningar komu upp í hugann og fyrr en varði var ég farin að leita að skýringunni hjá mér. Eg var farin að taka ábyrgð á ofbeld- inu. Maður vill fyrirgefa manninum sínum og trúir því að þetta sé bara einstakt tilfelli, eit- thvað sem komi aldrei fyrir aftur. En það var vitleysa. Þegar ég var ófrísk að öðru barninu gerðist þetta aftur og síðan smá jókst ofbeldið og varð grófara.“ Hún leitaði til heimilis- læknis þeirra þegar þetta gerðist. Hann ræddi málin, sagði mann hennar tilfinningalega vanþroska, en það væri lítið annað fyrir hana að gera en að bíta á jaxlinn. „Ég skammaðist mín fyrir að láta berja mig eins og hund. Ég reyndi að fela ofbeldið, líf mitt varð fljótt að einum lygavef. Uppi á slysavarðstofu var ég búin að segjast hafa rekið mig í alla hugsanlega hurðarhúna, dyra- stafi og veggi. Þegar maður er lítilsvirtur á þennan hátt fer maður að leita skýringa. Ég viðaði að mér sálfræðibókum til að reyna að skilja hvað væri að, af hverju maðurinn minn gerði mér þetta. Það sem ruglaði mig mest í ríminu var að eftir að hann hafði misþyrmt mér sá hann alltaf eftir því, grét og vildi allt til þess vinna að ég fyrirgæfi honum. Seinna lærði ég að þetta er ein- mitt mjög algengt hjá þessum mönnum, þeir eru þeir verstu og bestu í lífi konunnar.“ Þessi fimmtán ár gerði hún margar tilraunir til að fara frá manni sínum eftir að hann hafði lagt á hana hendur og leitaði þá ýmist til vinkvenna sinna eða móður. „Eftir eina eða tvær nætur á heimili annarra fer maður að finna að manni er ofaukið og þá fer maður aftur heim. Mér finnst konur oft taka mikið upp í sig þegar þær tala um heimilisofbeldi, stundum held ég að það séu einmitt þær sem eru lamdar og kúgaðar af mönnum sínum sem hafa hæst. Feluleikurinn er þeim svo mikilvægur því þannig reyna þær að halda í sjálfsvirðinguna. Ég hlæ að því þegar konur segja með hroka og þjósti, að þær myndu aldrei láta berja sig. Þetta getur engin kona sagt. Aður en kona er barin er búið að fyrirkoma sjálfsmyndinni og sjálfsörygginu. Það er búið að telja henni trú um að hún geti ekki staðið á eigin fótum. Maðurinn er búinn að gera hana háða sér, ekki síst fjárhagslega og hótar jafnvel að taka börnin ef hún fari.“ Það urðu miklar breyt- ingar á persónuleika hennar og framkomu þau ár sem hún bjó við ofbeldi manns síns. „Ég varð óörugg innan um fólk. Hann hafði alltaf orð fyrir okkur. Ég dró mig í hlé og þorði ekki að tala því í brjósti mér bjó óttinn um að ég gæti sagt eitthvað rangt, eitthvað sem yrði til þess að ég yrði lamin þegar við kæmum heim. Þetta varð til þess að ég hætti alveg að fara með honum út, ég þorði því ein- faldlega ekki. Ég var svo hrædd um að eitt- hvað kæmi upp á sem myndi reita hann til reiði. Maður er laminn fyrir eitthvað sem maður gerði í dag og passar upp á að það komi ekki fyrir aftur en þá fmnur hann ein- hverja aðra ástæðu til að lernja." Þegar sá atburður gerðist sem lýst var hér í upphafi hafði hún verið gift manni sínum í rúm sjö ár. „Hann kom heim eftir að hafa verið á kvennafari. Þetta hafði gerst oft áður og ég hafði það á tilfinningunni að hann berði mig til að friða eigin samvisku eftir að hafa verið á flangsi með öðrum konum. Hann undirbjó sig alltaf áður en barsmíðarnar hófust. Hann gætti þess til dæmis að búið væri að rífa símatengilinn út úr veggnum, þannig að ekki væri hægt að kalla á hjálp. I þetta sinn reyndi hann að kyrkja mig og síðan kæfa með kodda. Þegar ég kom á spítalann með brákaða höfuðkúpu, andlitið eins og blóði vættan svamp og allar tennurnar lausar ákvað ég að segja hvað hafði gerst og var þá spurð hvort ég hygðist kæra. Fyrst í stað var ég staðráðin í að gera það og hafði samband við lögfræðing. Þá kom fjölskylda hans til sög- unnar. Ég man að faðir hans reyndi mjög að tala um fyrir mér, sagði að þetta væri nú ekkert til að gera veður út af, það héldu allir karlar fram hjá konunum sínum. Þetta væri einkamál, nokkuð sem maður þegði um í fjölskyldunni. Ég fékk enga aðstoð, félags- ráðgjafi var ekki kallaður til, það var enginn til að hjálpa mér og leiðbeina. Ég er sannfærð um að ef ég hefði fengið frið á spítalanum og einhver hefði bent mér á að svona nokkuð léti maður ekki bjóða sér, þá hefði ég kært hann. Þetta var tilraun til manndráps, ef ég hefði ekki verið konan hans heldur konan úr næstu íbúð þá hefði verið tekið allt öðruvísi á málunum. Það er algjört siðleysi að maður geti án þess að nokkuð sé að gert misþyrmt og nánast drepið sína nánustu. En lögreglan gerði ekkert, hann var ekki einu sinni tekinn til yfirheyrslu. Hann bara grét sínum krókó- dílatárum framan í lögregluna og átti samúð hennar alla.“ Eftir spítalaleguna fór hún heim til foreldra sinna og síðan til útlanda í nokkra mánuði með börnin meðan hún var að jafna sig. „Þegar leið að hausti varð ég að koma heim, börnin þurftu að fara í skóla þannig að enn einu sinni flutti ég til hans.“ En ofbeldið hélt áfram, þótt það yrði aldrei jafn slæmt og í þetta sinn. „Vitleysan var að leita ekki hjálp- ar. Ég vissi alltaf að ég yrði að gera eitthvað, það var bara hvenær og hvernig. Hann var búinn að telja mér trú um að ég gæti ekki unnið fyrir mér. Hann hótaði mér líka stöðugt, sagðist mundu koma mér fyrir kattarnef og að ég myndi ekki líta glaðan dag ef ég vogaði mér að fara. Það tók mig mörg ár að undirbúa skilnaðinn. Ég byrjaði á að fara í Fjölbraut í Ármúla, jafnvel þótt það væri gegn hans vilja. Ég kom öllum peningamálum á hreint og labbaði svo út með börnin mín á jóladag 1987. Þau tóku strax miklum stakkaskiptum, þeim leið vel og voru fegin að komast burt. Við áttum ekki í neitt hús að venda. Við vorum með rúmfötin okkar, skólatöskurnar og eitthvað smálegt sem við höfðum gripið með okkur. Við ókum um langt fram á nótt og spjölluðum saman og enduðum með því að fara til systur minnar. Eitt var ég viss um á þessari stundu, að ég skyldi aldrei til baka. Ég var hrædd við að fara frá honum, en gerði það samt.“ Þegar hún lítur um öxl telur hún að það sem hafi gert útslagið var að hún fór aftur að rækta tengsl sín fyrir utan heimilið. Hún lauk skólanum og fór að vinna. „Þetta gaf mér kraft til að brjótast burt frá honum. Ég og börnin fengum leiguíbúð í gegnum kunningsskap en það var úr litlu að spila. Um það bil helmin- gur af laununum fór í að borga húsaleiguna þannig að ég varð að vinna á þremur stöðum til að sjá okkur farborða. Maðurinn minn neitaði að veita mér skilnað, þannig að ég Þegar hann sá að hann hafði meitt mig, gjör- breyttist hann, varð blíður og góður, bað mig fyrirgefningar því nú sá hann eftir því sem hann hafði gert. HEIMS 63 MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.