Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 21
[hvað segir nóri?]
að kýla sig út á kostnaö þjoöaninnar
eftir Örnólf Arnason
Þú ert mesta átvagl sem ég hef kynnst um
dagana, segi ég við Nóra, meira að segja að
meðtöldum Omari Ragnarssyni, þegar hann
var upp á sitt besta og við vorum allir saman í
menntó.
Diskur félaga míns líkist engum matardiski
heldur er hann stórt fat. Og kjötstykkið, kóti-
lettan, er á þykkt við sjómannshönd og rif-
beinið á lengd við framhandlegg Nóra,
kjötmagnið hlýtur að vera vel á annað kíló.
Gott var fæðið í Sevilla, það skal ekki
vanmetið, en maturinn hér tekur öllu
fram, sem ég hef áður upplifað, segir Nóri
og hikar í þetta sinn ekki við að stinga
horninu á þykkri og gerðarlegri hörserví-
ettunni í hálsmálið á skyrtunni, eins og
hann gerir gjarnan heima hjá móður sinni
við Laugaveginn: Og það verð ég að játa að
þótt þú sért oft dónalegur og kvikindisleg-
ur við mig, er ekki frítt við að ég sé að fá
eins konar matarást á þér. Þú hefðir bara
átt að fá þér ket líka. Þetta er nú einu sinni
síðasti kvöldverðurinn okkar hér í Madrid.
Eg stend á blístri, segi ég, enda höfum
við þegar fengið tvo vel útilátna rétti,
álaseyði í brennheitri ólívuolíu með svört-
um pipar og hvítlauk og svo íslenskan salt-
fisk eldaðan af göldróttum snillingi frá
Galisíu.
Nóri er búinn að skera af nautakótilett-
unni vænan bita sem nú hverfur upp í
þennan rauðbirkna og prúðbúna, reykvíska
nærfatakaupmann. Við erum staddir á
veitingahúsinu Bajamar við Gran Vía í Mad-
rid. Nóri tyggur, og án þess að hann gefi frá sér
heyranleg nautnahljóð finn ég sæluna streyma
frá honum. Loks getur hann aftur talað:
Himneskt! Og dásamlegt að fá kjötbita eftir
allan þennan fisk. Að honum alveg ólöstuðum,
flýtir hann sér að bæta við, því að hann sér lík-
lega á svipnum á mér að ég er viðkvæmur fyrir
gagnrýni á fiskréttina sem ég hef verið að raða í
hann og sjálfan mig.
Þegar þú talar um átvögl, segir Nóri, minn-
ist ég þess sem hann frændi minn, fyrrverandi
ráðuneytisstjórinn, þú manst, gamli frímúrar-
inn, sem kom við sögu í Kolkrabbanum, sagði
við mig um daginn varðandi EES-bröltið og
offorsið að keyra allt í gegn áður en þingmenn
eða þjóðin nái að átta sig á því hvað raunveru-
lega hangi á spýtunni.
Er það þessi áttræði sem fer alltaf til Kanarí-
eyja með frænku sinni að iðka jóga? spyr ég.
Einmitt, segir Nóri og tyggur kótilettuna
frá Avila í Gömlu-Kastilíu. Sá aldurhnigni og
lúni ráðuneytisjálkur segir að allt fjasið um
ávinning Evrópuþjóða af því að ganga í eina
sæng með erfðafjendum sínum, grannþjóðun-
um, sé ekki annað en yfirklór. Það sem knúi
sameiningarstarfið gegnum ráðuneyti, sérfræð-
inganefndir, stofnanir og þing sé tilhugsunin
um matinn í Belgíu. Karlinn segir að þar sé
besti matur í heimi, þó að ég eigi nú erfitt með
að trúa því eftir spænsku kræsingarnar, og að
opinberir starfsmenn og stjórnmálakurfar
hvarvetna í Evrópu stefni að því að eiga notaleg
elliár í Brussel á kostnað landa sinna rjátlandi
við einhver skjöl um einskisverð og óskiljanleg
málefni, milli þess sem þeir þamba úrval bjóra
eða kneyfa eðalvín, japla á ostrum, lifrarkæf-
um, sniglum, froskalöppum og maríneruðum
kjötréttum með dýrindis sósum ásamt alþjóð-
legri sauðahjörð kollega sinna í vælulegum
samræðum um vanþakklæti þjóða sinna að
sakna þeirra ekki eða taka jafnvel ekki eftir að
21
þeir hyrfu úr landi, eftir allt það firnagagn sem
þeir hefðu unnið löndum sínum - og skál og
meira kampavín og svo ís og ávaxtakokkteil og
reikninginn og allt fært á risnu og bílstjórinn
ekur þeim heim í svörtum Benz með CD-
númerum að fá sér miðdegislúr áður en kokk-
teil-partíin hefjast með tilheyrandi kvöldmál-
tíðum á eftir.
Þetta er nú eitthvað huggulegra en að
spila bridds allan liðlangan daginn á göng-
unum í þjónustuíbúðablokk norður á
hjara veraldar.
Ég gleymdi að segja þér að ég hringdi
heim í morgun, segi ég, og frétti að Davíð
tókst að bola Eykoni burt úr utanrík-
ismálanefndinni. Björn Bjarnason hlaut
18 atkvæði í þingflokknum, Eykon ekki
nema 7.
Já, það líðst engum að hafa sjálfstæðar
skoðanir lengur. Það hefur að vísu aldrei
verið vel séð, en nú er það dauðasök, segir
Nóri og smjattar á nautakjötinu: Skrýtið
að bera ekki kartöflur og grænar baunir
með þessu, eins og myndarskapurinn er
annars mikill hér á þessum öndvegisstað.
Einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
sem alltaf fer í fótsnyrtingu til dóttur konu
sem afgreiðir í búðinni hjá mömmu, enda
með kartnögl á flestum tám, sagði í fýrra-
vetur, heldur Nóri áfram, að stefna og for-
ysta flokksins í ríkisstjórninni nyti í raun
og veru ekki stuðnings meirihluta flokks-
manna eða þingmanna. Urslit atkvæða-
greiðslunnar í fýrra milli Björns og Eykons um
formennsku í utanríkismálanefnd bentu til
þess að þingmaðurinn fótsnotri hefði rétt fýrir
sér. En nú hefur Davíð greinilega styrkt stöðu
sína í þingflokknum. Nema fleiri þingmenn
hafi frétt af matnum í Brussel og hyggi gott til
glóðarinnar. En Eykon tekur hlutverk sitt al-
varlega, setur fýrir sig smámuni eins og hvort
stjórnarskráin er brotin eða ekki, og er með sí-
fellt múður út af EES. Hann er kominn í bull-
andi ónáð.
Er dóttir afgreiðslukonunnar betri í fót-
snyrtingu heldur en þessi Jón frá Texas sem sér
um tærnar á hertogaynjunni af Jórvík? spyr ég,
enda orðinn leiður á þusi Nóra um heimspóli-
tíkina á Fróni.
Við félagar höfðum nefnilega um morgun-
inn á gangstéttunum fýrir framan blaðasölurn-
HEIMS
MYND